Fischer til Íslands 16. desember 2004 00:01 Ákvörðunin um að veita Bobby Fischer landvist á Íslandi kemur á óvart - maður hafði ekki búist við slíkri dirfsku af ríkisstjórninni. Áður höfðu bara kerfiskarlar tjáð sig og séð öll tormerki á málinu. En nú vakna ýmsar spurningar: Hversu mikla athygli mun þetta vekja? Fischer virðist alls ekki vera neitt fréttaefni lengur í Bandaríkjunum; það er líkast því að fjölmiðlar vestra vilji ekkert af þessu ólíkindatóli vita lengur. Yfirlýsingar hans eru of svakalegar. Hvernig fellur Bandaríkjastjórn þetta í geð? Firrtist hún við þessa ákvörðun eða hentar þetta Washington kannski ágætlega? Var ef til vill haft samband við Bandaríkjamenn um málið? Mun Fischer koma hingað og festa yndi? Eða látum við hann bara fá vegabréf, svo hann geti farið hvert á land sem er undir íslensku ríkisfangi? Altént þarf ekki að búast við því að hann tefli undir íslenskum fána - Bobby hefur margsinnis lýst fyrirlitningu á hefðbundinni skák sem hann telur úrelta. Það var rétt ákvörðun að veita honum dvalarleyfi hér. Síðan á eftir að koma í ljós hvort þetta verður til gleði. Það gæti að minnsta kosti orðið fjör ef Fischer kemur hingað og byrjar á því að segja okkur að henda bandaríska hernum út í hafsauga.... --- --- --- Fyrir mörgum árum ók ég um Tarn gljúfrin, Gorges du Tarn, sunnarlega á því svæði sem Frakkar kalla Massif Central. Þar er nú risið eitthvert glæsilegasta mannvirki í heimi, risastór brú, sögð vera sú hæsta í heimi - 270 metrar yfir jörðinni þar sem hún er hæst - teiknuð af arkitektinum Norman Foster. Brúin mun tengja hraðbrautina A75 sem liggur milli Parísar og Barcelona. Náttúrufegurð er hrikaleg á þessum slóðum og er ekki að efa að þetta afrek verkfræði og byggingarlistar mun enn auka á aðdráttarafl svæðisins. Það er allt í lagi að hugsa stundum stórt - gefa fagurfræði gaum enn ekki bara þröngum nytsemissjónarmiðum. Fyrir þá sem vilja kynna sér mannvirkið nánar er hér heimasíða brúarinnar yfir Tarn. --- --- --- Góður nágranni okkar, Björn R. Einarsson tónlistarmaður, ætlaði að leika á hljóðfæri á jólaskemmtun í leikskólanum hans Kára í dag. Sonardóttir hans er þar einnig meðal nemenda. Í staðinn fylgir hann syni sínum, Ragnari, til grafar. Hann lést í hinni hörmulegu árás í Mosfellsbæ um helgina. Útför hans er gerð frá Dómkirkjunni. Við nágrannarnir biðjum góðan Guð að styrkja Björn á þessari stundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ákvörðunin um að veita Bobby Fischer landvist á Íslandi kemur á óvart - maður hafði ekki búist við slíkri dirfsku af ríkisstjórninni. Áður höfðu bara kerfiskarlar tjáð sig og séð öll tormerki á málinu. En nú vakna ýmsar spurningar: Hversu mikla athygli mun þetta vekja? Fischer virðist alls ekki vera neitt fréttaefni lengur í Bandaríkjunum; það er líkast því að fjölmiðlar vestra vilji ekkert af þessu ólíkindatóli vita lengur. Yfirlýsingar hans eru of svakalegar. Hvernig fellur Bandaríkjastjórn þetta í geð? Firrtist hún við þessa ákvörðun eða hentar þetta Washington kannski ágætlega? Var ef til vill haft samband við Bandaríkjamenn um málið? Mun Fischer koma hingað og festa yndi? Eða látum við hann bara fá vegabréf, svo hann geti farið hvert á land sem er undir íslensku ríkisfangi? Altént þarf ekki að búast við því að hann tefli undir íslenskum fána - Bobby hefur margsinnis lýst fyrirlitningu á hefðbundinni skák sem hann telur úrelta. Það var rétt ákvörðun að veita honum dvalarleyfi hér. Síðan á eftir að koma í ljós hvort þetta verður til gleði. Það gæti að minnsta kosti orðið fjör ef Fischer kemur hingað og byrjar á því að segja okkur að henda bandaríska hernum út í hafsauga.... --- --- --- Fyrir mörgum árum ók ég um Tarn gljúfrin, Gorges du Tarn, sunnarlega á því svæði sem Frakkar kalla Massif Central. Þar er nú risið eitthvert glæsilegasta mannvirki í heimi, risastór brú, sögð vera sú hæsta í heimi - 270 metrar yfir jörðinni þar sem hún er hæst - teiknuð af arkitektinum Norman Foster. Brúin mun tengja hraðbrautina A75 sem liggur milli Parísar og Barcelona. Náttúrufegurð er hrikaleg á þessum slóðum og er ekki að efa að þetta afrek verkfræði og byggingarlistar mun enn auka á aðdráttarafl svæðisins. Það er allt í lagi að hugsa stundum stórt - gefa fagurfræði gaum enn ekki bara þröngum nytsemissjónarmiðum. Fyrir þá sem vilja kynna sér mannvirkið nánar er hér heimasíða brúarinnar yfir Tarn. --- --- --- Góður nágranni okkar, Björn R. Einarsson tónlistarmaður, ætlaði að leika á hljóðfæri á jólaskemmtun í leikskólanum hans Kára í dag. Sonardóttir hans er þar einnig meðal nemenda. Í staðinn fylgir hann syni sínum, Ragnari, til grafar. Hann lést í hinni hörmulegu árás í Mosfellsbæ um helgina. Útför hans er gerð frá Dómkirkjunni. Við nágrannarnir biðjum góðan Guð að styrkja Björn á þessari stundu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun