Fönkí piparkökur 17. desember 2004 00:01 "Nei," segja þeir Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson og Samúel J. Samúelsson í Jagúar er þeir eru spurðir hvort þeir baki eitthvað fyrir jólin. "En ætli maður skelli ekki í eina sort fyrir þessi jól fyrst er búið að koma manni á bragðið," segir Daði er hann hnoðar piparkökudeigið með prýði. En ætli strákarnir séu ekki komnir í jólaskap? "Nei, ég vil eiginlega geyma jólafílínginn þangað til mjög stuttu fyrir jól. Við erum að taka upp og útsetja jólalög í október þannig að þegar desember kemur þá erum við eiginlega komnir með ógeð," segir Sammi og Börkur Hrafn bætir við "Já, þetta er aðalvertíð tónlistarmannsins og alveg rosalega mikið að gera. En ég fékk jólatré um daginn og við kærastan mín skreyttum það þannig að það örlar á jólaskapinu." Þó að strákarnir segist aldrei hafa bakað áður þá skreyta þeir kökurnar listavel og hverfa aftur til barndóms með glassúrið í hönd. Börkur Hrafn eyðir engum tíma og tekur sér fjórar kökur í hönd, raðar þeim hlið við hlið og skreytir þær allar í einu. "Sjáiði, ég er að gera Nylon. Hérna er Klara og Alma og..." Það er tvímælalaust Sammi sem vandar sig mest og tekur verkefnið alvarlega, enda piparkökubakstur grafalvarlegt sport. Daði slær Samma við í frumlegheitum og toppar glassúrinn með eitt stykki mandarínu. Yfir strákunum hvílir barnsleg ró sem er kærkomin í öllu jóla- og plötuamstrinu. Undir hljóma lög af nýjustu plötu strákanna sem spillir ekki fyrir stemmingunni. Að piparkökubakstrinum loknum setjast strákarnir við jólatréð inn í stofu hjá Berki Hrafni og dást að sköpunarverki sínu. Svo er bara spurning hvort strákarnir ætli ekki að gera þetta reglulega "Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og þetta er góð afsökun til þess. Sjáumst við þá ekki bara að ári?" spyr Börkur að lokum. Matur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
"Nei," segja þeir Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson og Samúel J. Samúelsson í Jagúar er þeir eru spurðir hvort þeir baki eitthvað fyrir jólin. "En ætli maður skelli ekki í eina sort fyrir þessi jól fyrst er búið að koma manni á bragðið," segir Daði er hann hnoðar piparkökudeigið með prýði. En ætli strákarnir séu ekki komnir í jólaskap? "Nei, ég vil eiginlega geyma jólafílínginn þangað til mjög stuttu fyrir jól. Við erum að taka upp og útsetja jólalög í október þannig að þegar desember kemur þá erum við eiginlega komnir með ógeð," segir Sammi og Börkur Hrafn bætir við "Já, þetta er aðalvertíð tónlistarmannsins og alveg rosalega mikið að gera. En ég fékk jólatré um daginn og við kærastan mín skreyttum það þannig að það örlar á jólaskapinu." Þó að strákarnir segist aldrei hafa bakað áður þá skreyta þeir kökurnar listavel og hverfa aftur til barndóms með glassúrið í hönd. Börkur Hrafn eyðir engum tíma og tekur sér fjórar kökur í hönd, raðar þeim hlið við hlið og skreytir þær allar í einu. "Sjáiði, ég er að gera Nylon. Hérna er Klara og Alma og..." Það er tvímælalaust Sammi sem vandar sig mest og tekur verkefnið alvarlega, enda piparkökubakstur grafalvarlegt sport. Daði slær Samma við í frumlegheitum og toppar glassúrinn með eitt stykki mandarínu. Yfir strákunum hvílir barnsleg ró sem er kærkomin í öllu jóla- og plötuamstrinu. Undir hljóma lög af nýjustu plötu strákanna sem spillir ekki fyrir stemmingunni. Að piparkökubakstrinum loknum setjast strákarnir við jólatréð inn í stofu hjá Berki Hrafni og dást að sköpunarverki sínu. Svo er bara spurning hvort strákarnir ætli ekki að gera þetta reglulega "Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og þetta er góð afsökun til þess. Sjáumst við þá ekki bara að ári?" spyr Börkur að lokum.
Matur Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira