Viðskipti innlent

Hæsta álverð í níu ár

Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið hærra að meðaltali frá árinu 1995. Eftirspurn áls hefur aukist hraðar á árinu en á síðustu tuttugu árum. Í fyrsta skipti í fjögur ár er eftirspurn meiri en framboð. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan segir framleiðslu í áverinu í Staumsvík ekki verða aukna verulega vegna mikillar eftirspurnar. Framleiðslan hafi þó aukist þar síðustu ár. Hún verði 178 þúsund tonn, þremur prósentum meiri en á árinu á undan: "Það verður erfiðara á hverju ári að bæta við. Við erum ekki að stækka verksmiðjuna en reynum að fá meira út úr því sem við höfum." Hrannar segir að þrátt fyrir að vel gangi um þessar mundir sé óljóst hvort álverið stækki: "Það er verið að skoða málin í rólegheitunum. Við erum hluti af mjög stóru fyrirtæki sem rekur tuttugu álver og verið er að skoða kostina hér og meta þá gegn kostum annars staðar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×