Annir hjá jólasveinum 23. desember 2004 00:01 Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Jól Jólasveinar Mest lesið Svona var stemningin á jólatónleikum Stöðvar 2 Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala flytur Ég hlakka svo til Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Fer í jólamessu hjá pabba Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Krakkar syngja Snjókorn falla Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól
Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Jól Jólasveinar Mest lesið Svona var stemningin á jólatónleikum Stöðvar 2 Jól Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala flytur Ég hlakka svo til Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Fer í jólamessu hjá pabba Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Krakkar syngja Snjókorn falla Jól Einvalalið leikara kveður árið 2020 Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól