Menning

Mugison á langbestu plötu ársins

Tónlistarmaðurinn Mugison á langbestu plötu ársins. Í árlegri könnun DV meðal tónlistarsérfræðinga landsins fær plata hans, Mugimama (is this Monkeymusic?) næstum því þrisvar sinnum fleiri stig en plata Bjarkar Guðmundsdóttur. Sjálfur segir Mugison að þessi niðurstaða sé gott klapp á bakið.

"Það er mjög jákvætt að fá svona viðurkenningar þegar maður hefur verið í tvö ár að vinna hörðum höndum að þessari músík. Þetta er mjög gott og fallegt klapp á bakið, ég er ótrúlega þakklátur, alveg satt," segir Örn Elías Guðmundsson í viðtali við DV í dag.

DV birtir í dag útkomu úr könnun á meðal 18 sérfræðinga um tónlist sem völdu hver fimm bestu plötur ársins. Plata Mugisons var á öllum listunum nema einum, og jafnan í fyrsta eða öðru sæti.

Meiri keppni var um valið á erlendu plötunum. Þar sigraði plata The Streets, A Grand Dont Come For Free.

Ítarleg umfjöllun er um bestu plötur ársins í DV í dag. Þar er einnig upprifjun á tónlistarárinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.