Borgarstjóri í kröppum dansi 5. nóvember 2004 00:01 Sagt er að vika sé langur tími í stjórnmálum. Það sannast á atburðarás síðustu daga. Ekki er liðnar tvær vikur frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, guðmóðir Reykjavíkurlistans, lét ummæli falla í fjölmiðlum sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en svo að hún vildi að Þórólfur Árnason borgarstjóri leiddi listann við næstu borgarstjórnarkosningar. Talaði hún þá um stuðning sinn við hann í leiðtogaprófkjöri sem hún stakk upp á. Nú þegar hneykslunin vegna þáttar Þórólfs í olíusamráðinu virðist um það bil vera að velta honum úr stól borgarstjóra segir Ingibjörg Sólrún spurningu hvort hægt sé að standa vörð um borgarstjórann án þess að standa jafnframt vörð um samráð olíufélaganna sem allir fordæmi. Ekki er þó sjáanlegt að neinn eðlismunur sé á þeim upplýsingum um þátt Þórólfs í málinu sem nú liggja fyrir og þeirri vitneskju sem lá fyrir í fyrrasumar þegar samráðið komst fyrst í hámæli. Þá ákváðu forystumenn R-listans að slá skjaldborg um borgarstjórann og höfnuðu kröfum sjálfstæðismanna um afsögn hans. Hvað hefur breyst? Vera má að mönnum þyki nú að þáttur Þórólfs í málinu sé stærri en sýndist í fyrrasumar. Þórólfur varðist þá af mikilli fimi og þótti sýna slíka einlægni í málsvörn sinni að sú skoðun varð ofan á innan R-listans að hann skyldi ekki látinn gjalda fyrir aðild sína að málinu. Líklega átti sú niðurstaða þá víðtækan hljómgrunn meðal borgarbúa. Nú þegar oliíusamráðið er aftur í brennidepli eru uppi háværar kröfur meðal almennings um að einhver verði kallaður til ábyrgðar. Þó að því fari víðs fjarri að Þórólfur Árnason hafi verið höfuðpaurinn í málinu geldur hann þess að vera hinn eini í hópnum sem hægt er að ná til. En kannski liggur skýringin á breyttum viðhorfum ekkert síður hjá R-listanum sjálfum en hjá Þórólfi. Frá því að Ingibjörg Sólrún stóð upp úr stól borgarstjóra í ársbyrjun 2002 hefur sundurlyndi í vaxandi mæli einkennt listann og augljóst að valdabarátta á sér stað. Meðal grasrótarinnar er kraumandi óánægja með stjórnunarhætti foringja borgarstjórnarflokksins sem einn borgarfulltrúi listans hefur kallað "Ráðhúsklíkuna". Ímynd listans er "þreytt", eins og stundum er sagt, og æ oftar er meirihlutinn sakaður um að hlusta ekki á raddir borgarbúa. Hvert málið hefur síðan rekið annað upp á síðkastið sem gefið hefur tilefni til að setja spurningarmerki við tvö vinsælustu hugtök R-listans, "grasrótarlýðræði" og "samráðsstjórnmál". Nefna má í því sambandi framkvæmdirnar við Hringbraut og stjórnkerfisbreytingarnar. Við slíkar aðstæður er listinn í heild veikari en ella fyrir uppákomum. Og þá skapast tækifæri sem framgjarnir menn hagnýta sér enda er enginn annars bróðir í þeim leik sem stjórnmálin eru. Hermt er að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ætlað að segja Þórólfi upp vistinni í fyrrakvöld en honum hafi tekist að fá nokkurra daga frest til að skýra mál sitt fyrir almenningi. Eins og mál hafa þróast að undanförnu er ólíklegt að hann vinni þetta stríð. En vika er langur tími í stjórnmálum og rétt að spyrja að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Sagt er að vika sé langur tími í stjórnmálum. Það sannast á atburðarás síðustu daga. Ekki er liðnar tvær vikur frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, guðmóðir Reykjavíkurlistans, lét ummæli falla í fjölmiðlum sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en svo að hún vildi að Þórólfur Árnason borgarstjóri leiddi listann við næstu borgarstjórnarkosningar. Talaði hún þá um stuðning sinn við hann í leiðtogaprófkjöri sem hún stakk upp á. Nú þegar hneykslunin vegna þáttar Þórólfs í olíusamráðinu virðist um það bil vera að velta honum úr stól borgarstjóra segir Ingibjörg Sólrún spurningu hvort hægt sé að standa vörð um borgarstjórann án þess að standa jafnframt vörð um samráð olíufélaganna sem allir fordæmi. Ekki er þó sjáanlegt að neinn eðlismunur sé á þeim upplýsingum um þátt Þórólfs í málinu sem nú liggja fyrir og þeirri vitneskju sem lá fyrir í fyrrasumar þegar samráðið komst fyrst í hámæli. Þá ákváðu forystumenn R-listans að slá skjaldborg um borgarstjórann og höfnuðu kröfum sjálfstæðismanna um afsögn hans. Hvað hefur breyst? Vera má að mönnum þyki nú að þáttur Þórólfs í málinu sé stærri en sýndist í fyrrasumar. Þórólfur varðist þá af mikilli fimi og þótti sýna slíka einlægni í málsvörn sinni að sú skoðun varð ofan á innan R-listans að hann skyldi ekki látinn gjalda fyrir aðild sína að málinu. Líklega átti sú niðurstaða þá víðtækan hljómgrunn meðal borgarbúa. Nú þegar oliíusamráðið er aftur í brennidepli eru uppi háværar kröfur meðal almennings um að einhver verði kallaður til ábyrgðar. Þó að því fari víðs fjarri að Þórólfur Árnason hafi verið höfuðpaurinn í málinu geldur hann þess að vera hinn eini í hópnum sem hægt er að ná til. En kannski liggur skýringin á breyttum viðhorfum ekkert síður hjá R-listanum sjálfum en hjá Þórólfi. Frá því að Ingibjörg Sólrún stóð upp úr stól borgarstjóra í ársbyrjun 2002 hefur sundurlyndi í vaxandi mæli einkennt listann og augljóst að valdabarátta á sér stað. Meðal grasrótarinnar er kraumandi óánægja með stjórnunarhætti foringja borgarstjórnarflokksins sem einn borgarfulltrúi listans hefur kallað "Ráðhúsklíkuna". Ímynd listans er "þreytt", eins og stundum er sagt, og æ oftar er meirihlutinn sakaður um að hlusta ekki á raddir borgarbúa. Hvert málið hefur síðan rekið annað upp á síðkastið sem gefið hefur tilefni til að setja spurningarmerki við tvö vinsælustu hugtök R-listans, "grasrótarlýðræði" og "samráðsstjórnmál". Nefna má í því sambandi framkvæmdirnar við Hringbraut og stjórnkerfisbreytingarnar. Við slíkar aðstæður er listinn í heild veikari en ella fyrir uppákomum. Og þá skapast tækifæri sem framgjarnir menn hagnýta sér enda er enginn annars bróðir í þeim leik sem stjórnmálin eru. Hermt er að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ætlað að segja Þórólfi upp vistinni í fyrrakvöld en honum hafi tekist að fá nokkurra daga frest til að skýra mál sitt fyrir almenningi. Eins og mál hafa þróast að undanförnu er ólíklegt að hann vinni þetta stríð. En vika er langur tími í stjórnmálum og rétt að spyrja að leikslokum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun