Lítil og nett vinnuaðstaða 18. ágúst 2004 00:01 Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu. Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu.
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira