Þjóðaratkvæði og þingkosningar 3. ágúst 2004 00:01 Kosningar hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu í umræðum manna á millum. Þannig lenti ég í karpi nokkru nýlega við miðaldra konu í heita pottinum. Hún taldi öll tormerki á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin hefði beinlínis ekki þroska til þess að kryfja eitthvert ákveðið mál til mergjar og kveða upp úrskurð í því. Þetta fjölmiðlamál til dæmis: Hefðu ekki kannanir sýnt að bara þriðjungur hefði kynnt sér málið? Það sýndist einfalt en væri samt svo flókið að almenningi væri ofviða að botna í því. Værum við ekki að ráða menn í vinnu á fjögurra ára fresti, sem við treystum til að vinna svona verk fyrir okkur? Fulltrúalýðræðið væri meginstoð okkar stjórnskipulags. Á þingi væru sérfróðir menn um verklag, vinnubrögð og pólitísk vandamál. Þeir menn réðu fram úr þessu, þannig að við þyrftum ekki að leiða hugann að því en gætum snúið okkur að geðþekkari hugðarefnum, skroppið til sólarlanda, skellt okkur í stangveiði, þust út á golfvellina, sleikt sólskinið í sumarbústaðnum. Einn pottverja spurði konuna hvort nokkur leið væri að treysta þroska kjósenda til að velja okkur þingmenn, ef þeim væri ekki treystandi til að kynna sér nægilega eitt afmarkað mál! Þá kom í ljós að konan treysti þeim í raun heldur ekki til þess; flestir færu þeir bara eftir útliti og fagurgala! Við svo búið var málið tekið af dagskrá og tekið upp léttara hjal. Þessar umræður rifjuðu upp fyrir mér einn þátt hins nýafstaðna fjölmiðlamáls. Stjórnarsinnar héldu því sem sagt fram, að með því að fresta gildistöku fjölmiðlalaganna fram yfir næstu þingkosningar, væri verið að bera þau undir þjóðina með sama hætti og í þjóðaratkvæðagreiðslu, leggja málið í dóm kjósenda! Hvað sem segja má um þroska kjósenda, ber þessi röksemdafærsla ekki vitni um mikinn þroska ráðamanna. Í fyrsta lagi hefði afleiðing þessa orðið sú, eins og Kristinn H. Gunnarsson benti á, að Framsókn hefði gengið til kosninga tengd Sjálfstæðisflokknum órjúfandi böndum, án þess það hefði verið svo mikið sem rætt í nokkrum valdastofnunum flokksins. En í öðru lagi lýsir það "grundvallarmisskilningi að leggja þingkosningar að jöfnu við þjóðaratkvæðagreiðslur", eins og fram kom í áliti því sem Þjóðarhreyfingin sendi allsherjarnefnd Alþingis. Í Alþingiskosningum er verið að velja fulltrúa á þjóðþing á grundvelli almennrar stefnu í málaflokkum eins og fjármálastefnu ríkisins, velferðarmálum, menntamálum og utanríkismálum. "Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál", segir áfram í álitinu, "þarf ekki að varða slíka almenna stefnu og varðar alls ekki kjör fulltrúa á þjóðþing. Þvert á móti er tilgangur þjóðaratkvæðagreiðslu sá að taka út einstök mál til þess að þjóðin geti úrskurðað um þau beint. Það er því hugtakaruglingur að slá saman þjóðaratkvæðagreiðslu og almennum þingkosningum og halda því fram að þjóðin úrskurði um tiltekið mál í þingkosningum. Þetta er reyndar slíkur grundvallarmisskilningur að hann kemur flestum borgurum, leikum sem lærðum, jafnmikið á óvart. Þeir sem þetta skrifa þekkja engin dæmi þess úr rúmlega 200 ára sögu almennra þingkosninga að því hafi verið haldið fram að almennar þingkosningar jafngildi þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt tiltekið mál, sem alls ekki er borið upp sérstaklega í þingkosningunum. Til að árétta þetta enn frekar er vert að huga að því að með lýðræði er jafnan átt við annað af tvennu. Annars vegar er átt við aðferð til að taka bindandi hópákvarðanir þar sem aðilar málsins eru ósammála, hins vegar er átt við stjórnskipulag sem einkennist í vestrænum ríkjum samtímans m.a. af þrískiptingu ríkisvaldsins og tilteknum frelsisréttindum eins og tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Einn meginþáttur slíks lýðræðislegs stjórnskipulags er löggjafarsamkoman. Á Íslandi er sá háttur hafður á, að til löggjafarsamkomu er kosið á fjögurra ára fresti og eru slíkar kosningar því fyrst og fremst hluti af hinu lýðræðislega stjórnskipulagi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál (t.d. á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar) er hins vegar ekki hluti af hinu lýðræðislega stjórnskipulagi (sem sést best á því að það hefur haft sinn gang án slíkra kosninga í 60 ár) heldur aðferð til að taka milliliðalausa, bindandi ákvörðun um tiltekið mál". Loks er ótækt að leggja þjóðaratkvæðagreiðslu að jöfnu við þá reglu að samþykki tveggja þinga þurfi til að stjórnarskrárbreyting geti tekið gildi. Í fyrsta lagi er þing rofið og efnt til kosninga þegar í stað eftir samþykkt stjórnarskrárbreytingar, en í tilfelli fjölmiðlafrumvarpsins áttu að líða tæp þrjú ár þar til um það yrði kosið! Í öðru lagi er þing kosið á nýjan leik til að uppfylla það skilyrði að tvö þing samþykki stjórnarskrárbreytingu. Kosningarnar geta því ekki einu sinni talist þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingarnar. Sennilega væri því viturlegra í framtíðinni að efna til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, eins og gert var um lýðveldisstjórnarskrána 1944. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kosningar hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu í umræðum manna á millum. Þannig lenti ég í karpi nokkru nýlega við miðaldra konu í heita pottinum. Hún taldi öll tormerki á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin hefði beinlínis ekki þroska til þess að kryfja eitthvert ákveðið mál til mergjar og kveða upp úrskurð í því. Þetta fjölmiðlamál til dæmis: Hefðu ekki kannanir sýnt að bara þriðjungur hefði kynnt sér málið? Það sýndist einfalt en væri samt svo flókið að almenningi væri ofviða að botna í því. Værum við ekki að ráða menn í vinnu á fjögurra ára fresti, sem við treystum til að vinna svona verk fyrir okkur? Fulltrúalýðræðið væri meginstoð okkar stjórnskipulags. Á þingi væru sérfróðir menn um verklag, vinnubrögð og pólitísk vandamál. Þeir menn réðu fram úr þessu, þannig að við þyrftum ekki að leiða hugann að því en gætum snúið okkur að geðþekkari hugðarefnum, skroppið til sólarlanda, skellt okkur í stangveiði, þust út á golfvellina, sleikt sólskinið í sumarbústaðnum. Einn pottverja spurði konuna hvort nokkur leið væri að treysta þroska kjósenda til að velja okkur þingmenn, ef þeim væri ekki treystandi til að kynna sér nægilega eitt afmarkað mál! Þá kom í ljós að konan treysti þeim í raun heldur ekki til þess; flestir færu þeir bara eftir útliti og fagurgala! Við svo búið var málið tekið af dagskrá og tekið upp léttara hjal. Þessar umræður rifjuðu upp fyrir mér einn þátt hins nýafstaðna fjölmiðlamáls. Stjórnarsinnar héldu því sem sagt fram, að með því að fresta gildistöku fjölmiðlalaganna fram yfir næstu þingkosningar, væri verið að bera þau undir þjóðina með sama hætti og í þjóðaratkvæðagreiðslu, leggja málið í dóm kjósenda! Hvað sem segja má um þroska kjósenda, ber þessi röksemdafærsla ekki vitni um mikinn þroska ráðamanna. Í fyrsta lagi hefði afleiðing þessa orðið sú, eins og Kristinn H. Gunnarsson benti á, að Framsókn hefði gengið til kosninga tengd Sjálfstæðisflokknum órjúfandi böndum, án þess það hefði verið svo mikið sem rætt í nokkrum valdastofnunum flokksins. En í öðru lagi lýsir það "grundvallarmisskilningi að leggja þingkosningar að jöfnu við þjóðaratkvæðagreiðslur", eins og fram kom í áliti því sem Þjóðarhreyfingin sendi allsherjarnefnd Alþingis. Í Alþingiskosningum er verið að velja fulltrúa á þjóðþing á grundvelli almennrar stefnu í málaflokkum eins og fjármálastefnu ríkisins, velferðarmálum, menntamálum og utanríkismálum. "Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál", segir áfram í álitinu, "þarf ekki að varða slíka almenna stefnu og varðar alls ekki kjör fulltrúa á þjóðþing. Þvert á móti er tilgangur þjóðaratkvæðagreiðslu sá að taka út einstök mál til þess að þjóðin geti úrskurðað um þau beint. Það er því hugtakaruglingur að slá saman þjóðaratkvæðagreiðslu og almennum þingkosningum og halda því fram að þjóðin úrskurði um tiltekið mál í þingkosningum. Þetta er reyndar slíkur grundvallarmisskilningur að hann kemur flestum borgurum, leikum sem lærðum, jafnmikið á óvart. Þeir sem þetta skrifa þekkja engin dæmi þess úr rúmlega 200 ára sögu almennra þingkosninga að því hafi verið haldið fram að almennar þingkosningar jafngildi þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt tiltekið mál, sem alls ekki er borið upp sérstaklega í þingkosningunum. Til að árétta þetta enn frekar er vert að huga að því að með lýðræði er jafnan átt við annað af tvennu. Annars vegar er átt við aðferð til að taka bindandi hópákvarðanir þar sem aðilar málsins eru ósammála, hins vegar er átt við stjórnskipulag sem einkennist í vestrænum ríkjum samtímans m.a. af þrískiptingu ríkisvaldsins og tilteknum frelsisréttindum eins og tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Einn meginþáttur slíks lýðræðislegs stjórnskipulags er löggjafarsamkoman. Á Íslandi er sá háttur hafður á, að til löggjafarsamkomu er kosið á fjögurra ára fresti og eru slíkar kosningar því fyrst og fremst hluti af hinu lýðræðislega stjórnskipulagi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um einstök mál (t.d. á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar) er hins vegar ekki hluti af hinu lýðræðislega stjórnskipulagi (sem sést best á því að það hefur haft sinn gang án slíkra kosninga í 60 ár) heldur aðferð til að taka milliliðalausa, bindandi ákvörðun um tiltekið mál". Loks er ótækt að leggja þjóðaratkvæðagreiðslu að jöfnu við þá reglu að samþykki tveggja þinga þurfi til að stjórnarskrárbreyting geti tekið gildi. Í fyrsta lagi er þing rofið og efnt til kosninga þegar í stað eftir samþykkt stjórnarskrárbreytingar, en í tilfelli fjölmiðlafrumvarpsins áttu að líða tæp þrjú ár þar til um það yrði kosið! Í öðru lagi er þing kosið á nýjan leik til að uppfylla það skilyrði að tvö þing samþykki stjórnarskrárbreytingu. Kosningarnar geta því ekki einu sinni talist þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingarnar. Sennilega væri því viturlegra í framtíðinni að efna til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, eins og gert var um lýðveldisstjórnarskrána 1944.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun