Lífið

Gæludýrahár

Þeir sem eiga gæludýr, hunda eða ketti, kannast flestir við það hvimleiða vandamál að hárin af dýrunum eiga það til að sitja eftir í bólstruðum húsgögnum. Fólk beitir misjöfnum aðferðum við að ná hárunum í burt og hér koma nokkur ráð: -Setjið á ykkur gúmmíhanska, bleytið hanskann og nuddið áklæðið með hringlaga hreyfingum. Hárin safnast saman og auðvelt er að ná þeim af. -Vefjið breiðu límbandi um lófann, límhliðin snúi út, og dampið á húsgagnið. Hárin límast við og fara auðveldlega af. Þessi aðferð hentar betur á minni svæði. -Notið rakan svamp, rennið honum upp eftir efninu og hárin falla auðveldlega af.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×