Ólík vinnubrögð - ólík niðurstaða 3. september 2004 00:01 Nefndarálit um stefnumótun fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi var kynnt í vikunni. Í daglegu tali hefur þetta álit gengið undir nafninu "skýrsla hringamyndunarnefndarinnar". Viðbrögð við skýrslunni hafa í það heila verið jákvæð og jafnt fulltúar atvinnulífs, sem ólíkra pólitískra sjónarmiða í þjóðfélaginu hafa lýst sig þokkalega sátta. Eitt og annað þurfi umræðu og nánari skoðun eins og gengur, en í heildina sé skýrslan vel unnin og ábyrg. Hagsmunaaðilar atvinnu- og viðskiptalífsins hafa raunar haldið því til haga að þeir hefðu kosið að meira samráð hefði verið haft við þá og sjónarmiða þeirra leitað. Nefndin, hins vegar, sem starfaði undir forsæti Gylfa Magnússonar dósents, valdi það verklag að fara ekki út í kerfisbundna skönnun á sjónarmiðum þeirra sem tengjast málinu. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur raunar slegið nokkuð á þessa gagnrýni með því að lýsa því strax yfir að frumvörp sem samin verði á grundvelli tillagna nefndarinnar muni kynnt almenningi á næstu vikum - áður en málið fer inn í þingið. Það munu því væntanlega gefast fjölmörg tækifæri fyrir hagsmunaaðila að koma sjónarmiðum sínum á framfæri - enda mjög brýnt að sem víðtækust samstaða sé um þær leikreglur sem gilda eiga um íslenska viðskiptaumhverfið. Það er ekki hugmyndin að reifa hér efnislega innihald þessarar skýrslu, enda hefur það verið gert rækilega í fréttaskýringum og umræðuþáttum það sem af er vikunni. Hins vegar er áhugavert að staldra aðeins við málsmeðferðina og bera hana saman við málsmeðferð annars svipaðs máls, sem kom upp á síðustu dögum þings sl. vor - fjölmiðlamálsins. Þessi mál eru um margt sambærileg, enda tengd í eðli sínu. Þau snúast um samþjöppun, misnotkun á efnahagslegum yfirburðum og vernd á réttindum minnihluta og almennings. Frumvarp Davíðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum, (þetta sem í fyllingu tímans var synjað staðfestingar af forseta Íslands og í kjölfarið fellt úr gildi,) kom einmitt fram í kjölfar þess að sérstök nefnd hafði skrifað og skilað af sér áliti, hinni svonefndu fjölmiðlaskýrslu. Rétt eins og skýrsla hringamyndunarnefndar nú, fékk fjölmiðlaskýrslan mjög jákvæðar undirtektir á sínum tíma og þótti vönduð. Það að skýrslan væri vel unnin var nánast það eina sem ólíkar fykingar voru sammála um allan tímann sem fjölmiðlafrumvarpsdeilan geisaði. Harmsaga fjölmiðlamálsins fólst því ekki í þeirri skýrslugerð. Hún fólst í frumvarpinu, málsmeðferðinni og vinnubrögðunum sem á eftir komu. Frumvarpið var kynnt samhliða skýrslunni og málið keyrt í krafti meirihluta með nokkrum málamyndabreytingum í gegnum þingið á síðustu dögum þess, undir háværri gagnrýni og mótmælum úr öllum áttum. Niðurstaðan varð enda eftir því. Svo virðist sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra muni viðhafa mjög ólík vinnubrögð í framhaldi af skýrslu hringamyndunarnefndarinnar. Jafnvel þótt þau frumvörp sem munu koma fram á næstu vikum og byggja á áliti nefndarinnar verði ekki unnin í samráði við hagsmunaaðila og þá sem málið varðar, er ljóst að þessir aðilar munu fá kynningu á þeim og möguleika til athugasemda áður en þau verða lögð fram í þinginu. Þá skiptir það líka mjög miklu máli að frumvörpin um hringamyndun og samkeppnismál munu koma fram á strax á haustþingi, þannig að tími ætti að vera nægur til umræðna og íhugunar um málið í meðförum þingsins. Vinnubrögð af þessu tagi eru augljóslega líklegri til að skapa sátt en aðferðafræðin sem beitt var við fjölmiðlafrumvarpið. Hvort sem hér er á ferðinni lærdómur ríkisstjórnarinnar af mistökum í fjölmiðlamálinu eða einfaldlega það, að ólíkir ráðherrar hafi ólíkan pólitískan stíl, þá eru þetta jákvæð umskipti og sjálfsagt að draga það fram og gera að umtalsefni þegar skynsamlega er staðið að málum. Mörgum er minnisstæður sá ótti eða sú forspá Morgunblaðsins fyrir skömmu að hringamyndunarmálið myndi líklega verða enn umdeildara og erfiðara mál en deilan um fjölmiðlafrumvarpið varð nokkru sinni. Sú forspá hefði vel getað ræst ef sama eða svipuð aðferðafræði hefði verið notuð í báðum tilvikum. Svo virðist sem betur fer ekki ætla að verða. Valgerður Sverrisdóttir ætlar greinilega að taka á sig krók til að lenda ekki í þeirri keldu sem Davíð Oddsson festi ríkisstjórnina í síðasliðið vor. Raunar er það almennt umhugsunarefni fyrir íslenska stjórnmálamenn og íslenska stjórnsýslu hvort ekki væri ráð að beita samráðsferlinu í ríkari mæli í viðkvæmum málum þar sem víðtækrar samstöðu er þörf. Sérstaklega er þetta augljóst í málum eins og hringamyndun í viðskiptalífinu og eignarhaldi á fjölmiðlum, þar sem tiltölulega lítill pólitískur ágreiningur er um grundvallaratriði, en mjög verulegur hluti málsins snýr að tæknilegri útfærslu leikreglna. Í þessu sambandi gætu menn horft til Noregs, þar sem stjórnarfumvörp af þessu tagi ganga í gegnum viðamikið samráðsferli áður en þau eru lögð fram á þinginu. Ótvírætt er að það ferli hefur skilað þeim mun vandaðri löggjöf en þeir hinir fá, sem telja það aðal stjórnmálanna að neyta aflsmunar á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Nefndarálit um stefnumótun fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi var kynnt í vikunni. Í daglegu tali hefur þetta álit gengið undir nafninu "skýrsla hringamyndunarnefndarinnar". Viðbrögð við skýrslunni hafa í það heila verið jákvæð og jafnt fulltúar atvinnulífs, sem ólíkra pólitískra sjónarmiða í þjóðfélaginu hafa lýst sig þokkalega sátta. Eitt og annað þurfi umræðu og nánari skoðun eins og gengur, en í heildina sé skýrslan vel unnin og ábyrg. Hagsmunaaðilar atvinnu- og viðskiptalífsins hafa raunar haldið því til haga að þeir hefðu kosið að meira samráð hefði verið haft við þá og sjónarmiða þeirra leitað. Nefndin, hins vegar, sem starfaði undir forsæti Gylfa Magnússonar dósents, valdi það verklag að fara ekki út í kerfisbundna skönnun á sjónarmiðum þeirra sem tengjast málinu. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur raunar slegið nokkuð á þessa gagnrýni með því að lýsa því strax yfir að frumvörp sem samin verði á grundvelli tillagna nefndarinnar muni kynnt almenningi á næstu vikum - áður en málið fer inn í þingið. Það munu því væntanlega gefast fjölmörg tækifæri fyrir hagsmunaaðila að koma sjónarmiðum sínum á framfæri - enda mjög brýnt að sem víðtækust samstaða sé um þær leikreglur sem gilda eiga um íslenska viðskiptaumhverfið. Það er ekki hugmyndin að reifa hér efnislega innihald þessarar skýrslu, enda hefur það verið gert rækilega í fréttaskýringum og umræðuþáttum það sem af er vikunni. Hins vegar er áhugavert að staldra aðeins við málsmeðferðina og bera hana saman við málsmeðferð annars svipaðs máls, sem kom upp á síðustu dögum þings sl. vor - fjölmiðlamálsins. Þessi mál eru um margt sambærileg, enda tengd í eðli sínu. Þau snúast um samþjöppun, misnotkun á efnahagslegum yfirburðum og vernd á réttindum minnihluta og almennings. Frumvarp Davíðs Oddssonar um eignarhald á fjölmiðlum, (þetta sem í fyllingu tímans var synjað staðfestingar af forseta Íslands og í kjölfarið fellt úr gildi,) kom einmitt fram í kjölfar þess að sérstök nefnd hafði skrifað og skilað af sér áliti, hinni svonefndu fjölmiðlaskýrslu. Rétt eins og skýrsla hringamyndunarnefndar nú, fékk fjölmiðlaskýrslan mjög jákvæðar undirtektir á sínum tíma og þótti vönduð. Það að skýrslan væri vel unnin var nánast það eina sem ólíkar fykingar voru sammála um allan tímann sem fjölmiðlafrumvarpsdeilan geisaði. Harmsaga fjölmiðlamálsins fólst því ekki í þeirri skýrslugerð. Hún fólst í frumvarpinu, málsmeðferðinni og vinnubrögðunum sem á eftir komu. Frumvarpið var kynnt samhliða skýrslunni og málið keyrt í krafti meirihluta með nokkrum málamyndabreytingum í gegnum þingið á síðustu dögum þess, undir háværri gagnrýni og mótmælum úr öllum áttum. Niðurstaðan varð enda eftir því. Svo virðist sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra muni viðhafa mjög ólík vinnubrögð í framhaldi af skýrslu hringamyndunarnefndarinnar. Jafnvel þótt þau frumvörp sem munu koma fram á næstu vikum og byggja á áliti nefndarinnar verði ekki unnin í samráði við hagsmunaaðila og þá sem málið varðar, er ljóst að þessir aðilar munu fá kynningu á þeim og möguleika til athugasemda áður en þau verða lögð fram í þinginu. Þá skiptir það líka mjög miklu máli að frumvörpin um hringamyndun og samkeppnismál munu koma fram á strax á haustþingi, þannig að tími ætti að vera nægur til umræðna og íhugunar um málið í meðförum þingsins. Vinnubrögð af þessu tagi eru augljóslega líklegri til að skapa sátt en aðferðafræðin sem beitt var við fjölmiðlafrumvarpið. Hvort sem hér er á ferðinni lærdómur ríkisstjórnarinnar af mistökum í fjölmiðlamálinu eða einfaldlega það, að ólíkir ráðherrar hafi ólíkan pólitískan stíl, þá eru þetta jákvæð umskipti og sjálfsagt að draga það fram og gera að umtalsefni þegar skynsamlega er staðið að málum. Mörgum er minnisstæður sá ótti eða sú forspá Morgunblaðsins fyrir skömmu að hringamyndunarmálið myndi líklega verða enn umdeildara og erfiðara mál en deilan um fjölmiðlafrumvarpið varð nokkru sinni. Sú forspá hefði vel getað ræst ef sama eða svipuð aðferðafræði hefði verið notuð í báðum tilvikum. Svo virðist sem betur fer ekki ætla að verða. Valgerður Sverrisdóttir ætlar greinilega að taka á sig krók til að lenda ekki í þeirri keldu sem Davíð Oddsson festi ríkisstjórnina í síðasliðið vor. Raunar er það almennt umhugsunarefni fyrir íslenska stjórnmálamenn og íslenska stjórnsýslu hvort ekki væri ráð að beita samráðsferlinu í ríkari mæli í viðkvæmum málum þar sem víðtækrar samstöðu er þörf. Sérstaklega er þetta augljóst í málum eins og hringamyndun í viðskiptalífinu og eignarhaldi á fjölmiðlum, þar sem tiltölulega lítill pólitískur ágreiningur er um grundvallaratriði, en mjög verulegur hluti málsins snýr að tæknilegri útfærslu leikreglna. Í þessu sambandi gætu menn horft til Noregs, þar sem stjórnarfumvörp af þessu tagi ganga í gegnum viðamikið samráðsferli áður en þau eru lögð fram á þinginu. Ótvírætt er að það ferli hefur skilað þeim mun vandaðri löggjöf en þeir hinir fá, sem telja það aðal stjórnmálanna að neyta aflsmunar á þingi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun