Ekkert fúsk í konfektgerðinni 9. desember 2004 00:01 "Við ákváðum að hrista saman hópinn í vinnunni og gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni," segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún var ein þeirra sem sátu einbeitt á svip á námskeiði hjá Ásgeiri Sandholt í Sandholtsbakaríi og Hafliða Ragnarssyni, þar sem viðfangsefnin voru skreytt jólatré úr fylltu súkkulaði, ásamt trufflum og kökuskreytingum. "Þetta er rosalega gaman. Ég hef nú oft verið að fúskast í konfektgerð heima hjá mér en aldrei vitað almennilega hvað ég var að gera. Hér fáum við ekki bara ómetanlegan fróðleik um súkkulaði, eðli þess og meðhöndlun, heldur er maður í návígi við meistarana og getur spurt í þaula. Svo tekur maður auðvitað til hendinni sjálfur og lærir þetta þannig. Við gerum öll eitt jólakonfekttré og nokkrar trufflur og svo lærum við sitthvað um kökuskreytingar og hvernig á að gera súkkulaðiblævængi og mynstur sem maður heldur að sé alveg rosalega flókið. En auðvitað snýst þetta bara um að læra réttu handtökin. Mótin að jólatrénu fylgja námskeiðinu þannig að maður gerir þetta ótrauður heima hjá sér í framtíðinni," segir Guðrún. Guðrún hefur rekið verslunina Kokku á fjórða ár og í desember hefur allur hennar tími farið í vinnu. "Fyrstu árin var ég að strögglast þetta meira og minna ein en nú er ég með frábært starfsfólk og hef þar af leiðandi meiri frítíma. Hann nota ég til að undirbúa jólin með börnunum mínum þremur. Það finnst mér ákaflega mikilvægt og ég bý enn að minningum úr æsku þegar við systurnar vorum að búa til piparkökuhús og undirbúa jólin. Ég þríf ekkert sérstaklega fyrir jól, það er alveg nóg að kveikja bara á kertum og hafa daufa lýsingu," segir Guðrún og hlær. "Ég er svo heppin að eiga yndislegan eiginmann sem er mjög liðtækur á heimilinu, þannig að á aðfangadag loka ég versluninni á hádegi, fer heim og legg mig og vakna svo til að fara í freyðibaðið og sparifötin. Að því búnu sest ég að hátíðarborðinu sem hann Steini minn hefur töfrað fram eins og honum einum er lagið."Starfsfólk Kokku horfði hugfangið á aðferðir Hafliða Ragnarssonar konditormeistara við konfektgerðina. Fleiri Matur Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
"Við ákváðum að hrista saman hópinn í vinnunni og gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni," segir Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku, en hún var ein þeirra sem sátu einbeitt á svip á námskeiði hjá Ásgeiri Sandholt í Sandholtsbakaríi og Hafliða Ragnarssyni, þar sem viðfangsefnin voru skreytt jólatré úr fylltu súkkulaði, ásamt trufflum og kökuskreytingum. "Þetta er rosalega gaman. Ég hef nú oft verið að fúskast í konfektgerð heima hjá mér en aldrei vitað almennilega hvað ég var að gera. Hér fáum við ekki bara ómetanlegan fróðleik um súkkulaði, eðli þess og meðhöndlun, heldur er maður í návígi við meistarana og getur spurt í þaula. Svo tekur maður auðvitað til hendinni sjálfur og lærir þetta þannig. Við gerum öll eitt jólakonfekttré og nokkrar trufflur og svo lærum við sitthvað um kökuskreytingar og hvernig á að gera súkkulaðiblævængi og mynstur sem maður heldur að sé alveg rosalega flókið. En auðvitað snýst þetta bara um að læra réttu handtökin. Mótin að jólatrénu fylgja námskeiðinu þannig að maður gerir þetta ótrauður heima hjá sér í framtíðinni," segir Guðrún. Guðrún hefur rekið verslunina Kokku á fjórða ár og í desember hefur allur hennar tími farið í vinnu. "Fyrstu árin var ég að strögglast þetta meira og minna ein en nú er ég með frábært starfsfólk og hef þar af leiðandi meiri frítíma. Hann nota ég til að undirbúa jólin með börnunum mínum þremur. Það finnst mér ákaflega mikilvægt og ég bý enn að minningum úr æsku þegar við systurnar vorum að búa til piparkökuhús og undirbúa jólin. Ég þríf ekkert sérstaklega fyrir jól, það er alveg nóg að kveikja bara á kertum og hafa daufa lýsingu," segir Guðrún og hlær. "Ég er svo heppin að eiga yndislegan eiginmann sem er mjög liðtækur á heimilinu, þannig að á aðfangadag loka ég versluninni á hádegi, fer heim og legg mig og vakna svo til að fara í freyðibaðið og sparifötin. Að því búnu sest ég að hátíðarborðinu sem hann Steini minn hefur töfrað fram eins og honum einum er lagið."Starfsfólk Kokku horfði hugfangið á aðferðir Hafliða Ragnarssonar konditormeistara við konfektgerðina. Fleiri
Matur Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið