Ný taktík í Evrópumálum 10. september 2004 00:01 Það er greinilegt að margir hafa hrokkið í kút vegna ræðu Halldórs Ásgrímssonar á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í fyrradag. Þrjú aðalatriði komu fram í þessari ræðu hans sem vert er að gera að sérstöku umfjöllunarefni. Þau eru, gagnrýnin á fiskveiðistefnu ESB, gagnrýnin á viðhorf og framkomu ESB gagnvart EES-ríkjunum Íslandi og Noregi, og síðast en ekki síst yfirlýsing um að íslenska ríkisstjórnin, undir forustu Halldórs Ásgrímssonar, sé til viðræðu um að heimila erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Af þessum þremur atriðum felast mest tíðindi í því síðasta, spurningunni um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi, enda mun það verða eitthvað sem máli skiptir í framtíðarviðræðum við ESB. En þetta útspil sem varðar grundvallarstefnubreytingu, er raunar jafnframt það atriði ræðunnar sem hefur vakið minnsta athygli fjölmiðla í kjölfar ráðstefnunnar. Ræðan verður þó einungis almennilega pólitískt skiljanleg séu þessi atriði öll skoðuð saman - utanríkisráðherra er að senda út mjög mikilvæg merki um raunverulegar tilslakanir af hálfu Íslendinga en skerpir í leiðinni á ýmsum öðrum vel þekktum grundvallaratriðum í málatilbúnaði Íslendinga. Halldór talaði mjög afdráttarlaust um ýmsa galla í fiskveiðistjórnarkerfi ESB og taldi einsýnt að aðild að sambandinu kæmi ekki til greina að óbreyttu. Offjárfesting, ofveiði, brottkast og ríkisstyrkir voru meðal þess sem Halldór taldi upp sem galla á sjávarútvegsstefnu ESB. Ekkert af þessu eru þó nýjar fréttir og Halldór Ásgrímsson sjálfur hefur meira að segja margoft sagt þessa sömu hluti á síðustu árum þó tónninn hafi verið dálítið annar. Það er því fyrst og fremst tónninn sem er hvassari nú en áður, sem er athyglisvert í pólitísku samhengi - bæði innlendu og gagnvart Evrópu. Annað atriðið í ræðu Halldórs snerist um samskipti ESB við Noreg og Ísland. Þar valdi hann - sjálfsagt af mikilli kostgæfni - að notast við nýlendusamlíkingu. Eflaust er þessi samlíking líkleg til að ná eyrum gömlu nýlenduveldanna í Evrópu og vekja upp óskemmtileg hugrenningartengsl hjá þeim um miskunnarlaust arðrán þeirra og sókn í hráefni í gömlu nýlendunum. En í raun er Halldór ekki heldur að segja efnislega neitt nýtt um þessi samskipti. Hingað til hefur þetta einfaldlega verið orðað þannig að Íslendingar vilji ráða sjálfir yfir sínum fiskimiðum og þeim stofnum sem teljast vera staðbundnir við landið. Hér eins og fyrr í ræðunni er tónninn hins vegar hvassari en oft áður og er það fyrst og fremst forvitnilegt í hinu pólitíska samhengi bæði hér heima og gagnvart ráðamönnum í ESB. Halldór er að ítreka hugmyndir sínar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði við Ísland, hugmyndir sem hann setti fram í frægri Berlínarræðu fyrir nokkrum árum. Þegar hann segir að "nýlenduherrarnir" í ESB virðist líta öðrum augum náttúrauðlindir Noregs og Íslands en náttúruauðlindir annarra, kemur finnskur landbúnaður óneitanlega strax upp í hugann. Sú auðlind var svo sannarlega talin þurfa sérstaka meðferð á sínum tíma, meðferð sem Halldór sjálfur vísaði m.a. til þegar hann setti fram hugmyndir sínar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði við Ísland. Eins og áður segir virðast þessir tveir þættir í ræðu Halldórs hafa fengið mesta athygli og menn jafnvel velt því fyrir sér hvort utanríkisráðherra sé orðinn fráhverfur hugmyndum um nánari evrópska samvinnu. Það er mjög hæpin túlkun. Í ræðu Halldórs kemur nefnilega fram mikil áskorun á ESB um pólitískar viðræður við Ísland og Noreg um sjávarútvegsmálin. Nánast brýning til þeirra um að hegða sér ekki eins og þau séu enn gamaldags nýlenduveldi. Hann segir beinlínis að pólitískar lausnir séu til, enda er maðurinn nýbúinn að ræða við sænska utanríkisráðherrann þegar hann flytur þessa ræðu. Forsætisráðherrar bæði Svía og Finna hafa nýlega lýst því yfir eftir kratafund í Reykjavík, að þeir séu tilbúnir til að vinna að framgangi hugmyndarinnar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan ESB. Norrænu ríkin sem eru í ESB telja það beinlínis sína hagsmuni að fá Ísland og Noreg með sér inn í stækkað ESB og auka þannig vigt hinnar norrænu víddar. Allt þetta veit Halldór Ásgrímsson þegar hann heldur sína ræðu og í því ljósi ber að skoða útspil hans um að það komi vel til greina að heimila erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi. Um leið og hann brýnir menn til viðræðna slakar hann út mikilvægri eftirgjöf. Ræða Halldórs á Akureyri var því ekki breyting á stefnu hans í Evrópumálum, heldur breyting á taktík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Það er greinilegt að margir hafa hrokkið í kút vegna ræðu Halldórs Ásgrímssonar á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í fyrradag. Þrjú aðalatriði komu fram í þessari ræðu hans sem vert er að gera að sérstöku umfjöllunarefni. Þau eru, gagnrýnin á fiskveiðistefnu ESB, gagnrýnin á viðhorf og framkomu ESB gagnvart EES-ríkjunum Íslandi og Noregi, og síðast en ekki síst yfirlýsing um að íslenska ríkisstjórnin, undir forustu Halldórs Ásgrímssonar, sé til viðræðu um að heimila erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Af þessum þremur atriðum felast mest tíðindi í því síðasta, spurningunni um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi, enda mun það verða eitthvað sem máli skiptir í framtíðarviðræðum við ESB. En þetta útspil sem varðar grundvallarstefnubreytingu, er raunar jafnframt það atriði ræðunnar sem hefur vakið minnsta athygli fjölmiðla í kjölfar ráðstefnunnar. Ræðan verður þó einungis almennilega pólitískt skiljanleg séu þessi atriði öll skoðuð saman - utanríkisráðherra er að senda út mjög mikilvæg merki um raunverulegar tilslakanir af hálfu Íslendinga en skerpir í leiðinni á ýmsum öðrum vel þekktum grundvallaratriðum í málatilbúnaði Íslendinga. Halldór talaði mjög afdráttarlaust um ýmsa galla í fiskveiðistjórnarkerfi ESB og taldi einsýnt að aðild að sambandinu kæmi ekki til greina að óbreyttu. Offjárfesting, ofveiði, brottkast og ríkisstyrkir voru meðal þess sem Halldór taldi upp sem galla á sjávarútvegsstefnu ESB. Ekkert af þessu eru þó nýjar fréttir og Halldór Ásgrímsson sjálfur hefur meira að segja margoft sagt þessa sömu hluti á síðustu árum þó tónninn hafi verið dálítið annar. Það er því fyrst og fremst tónninn sem er hvassari nú en áður, sem er athyglisvert í pólitísku samhengi - bæði innlendu og gagnvart Evrópu. Annað atriðið í ræðu Halldórs snerist um samskipti ESB við Noreg og Ísland. Þar valdi hann - sjálfsagt af mikilli kostgæfni - að notast við nýlendusamlíkingu. Eflaust er þessi samlíking líkleg til að ná eyrum gömlu nýlenduveldanna í Evrópu og vekja upp óskemmtileg hugrenningartengsl hjá þeim um miskunnarlaust arðrán þeirra og sókn í hráefni í gömlu nýlendunum. En í raun er Halldór ekki heldur að segja efnislega neitt nýtt um þessi samskipti. Hingað til hefur þetta einfaldlega verið orðað þannig að Íslendingar vilji ráða sjálfir yfir sínum fiskimiðum og þeim stofnum sem teljast vera staðbundnir við landið. Hér eins og fyrr í ræðunni er tónninn hins vegar hvassari en oft áður og er það fyrst og fremst forvitnilegt í hinu pólitíska samhengi bæði hér heima og gagnvart ráðamönnum í ESB. Halldór er að ítreka hugmyndir sínar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði við Ísland, hugmyndir sem hann setti fram í frægri Berlínarræðu fyrir nokkrum árum. Þegar hann segir að "nýlenduherrarnir" í ESB virðist líta öðrum augum náttúrauðlindir Noregs og Íslands en náttúruauðlindir annarra, kemur finnskur landbúnaður óneitanlega strax upp í hugann. Sú auðlind var svo sannarlega talin þurfa sérstaka meðferð á sínum tíma, meðferð sem Halldór sjálfur vísaði m.a. til þegar hann setti fram hugmyndir sínar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði við Ísland. Eins og áður segir virðast þessir tveir þættir í ræðu Halldórs hafa fengið mesta athygli og menn jafnvel velt því fyrir sér hvort utanríkisráðherra sé orðinn fráhverfur hugmyndum um nánari evrópska samvinnu. Það er mjög hæpin túlkun. Í ræðu Halldórs kemur nefnilega fram mikil áskorun á ESB um pólitískar viðræður við Ísland og Noreg um sjávarútvegsmálin. Nánast brýning til þeirra um að hegða sér ekki eins og þau séu enn gamaldags nýlenduveldi. Hann segir beinlínis að pólitískar lausnir séu til, enda er maðurinn nýbúinn að ræða við sænska utanríkisráðherrann þegar hann flytur þessa ræðu. Forsætisráðherrar bæði Svía og Finna hafa nýlega lýst því yfir eftir kratafund í Reykjavík, að þeir séu tilbúnir til að vinna að framgangi hugmyndarinnar um sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan ESB. Norrænu ríkin sem eru í ESB telja það beinlínis sína hagsmuni að fá Ísland og Noreg með sér inn í stækkað ESB og auka þannig vigt hinnar norrænu víddar. Allt þetta veit Halldór Ásgrímsson þegar hann heldur sína ræðu og í því ljósi ber að skoða útspil hans um að það komi vel til greina að heimila erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi. Um leið og hann brýnir menn til viðræðna slakar hann út mikilvægri eftirgjöf. Ræða Halldórs á Akureyri var því ekki breyting á stefnu hans í Evrópumálum, heldur breyting á taktík.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun