Keyptu ráðandi hlut á 5 milljarða 10. september 2004 00:01 Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira