Efast um bolmagn bankanna 27. ágúst 2004 00:01 Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira