Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms 19. október 2004 00:01 "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
"Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira