Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms 19. október 2004 00:01 "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
"Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira