Þátttökulágmark í þingkosningum? 13. júní 2004 00:01 Umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið er orðin rimma um málsmeðferð. Þannig raða þekktir menn úr þjóðlífinu sér á skoðanasíður dagblaðanna og skjóta föstum skotum hver á annan.Virðulegir lögfræðingar sem til þessa hafa talist gamalgrónir sjálfstæðismenn - en þó kannski laustengdir núverandi forustu - eru skyndilega dottnir inn í miðja hringiðu umræðunnar, bæði sem gagnrýnendur og þolendur gagnrýni. Eftirtektarverð er t.d. sú hvassa og nánast persónulega gagnrýni sem bæði Björn Bjarnason og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa beint að Jónatan Þórmundssyni prófessor, sem sjálfur hafði stigið fram fyrir skjöldu með afgerandi gangrýni á að setja háa þröskulda um kosningaþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það virðast ætla að verða örlög þessa fjölmiðlafrumvarps að kalla á meiri umræðu um málsmeðferð en um sjálft frumvarpið. Tilefnið er enda ærið og sú málsmeðferðarumræða sem nú á sér stað er grundvallarumræða um lýðræði og flest bendir til að brýn þörf sé á því að þessir hlutir séu ræddir. Efnisumræða um fjölmiðlafrumvarpið kemur í framhaldinu. Grundvallarspurningarnar um lýðræði snúast um málskotsréttinn, þingræði, og þjóðaratkvæðagreiðslur. Mjög misvísandi sjónarmið hafa heyrst frá stjórnmálamönnum í umræðunni í tengslum við þessar þrjár spurningar. Mest hefur verið rætt um málskotsréttinn og þá lagalegu textaæfingu sem ættuð er frá Þór Vilhjálmssyni að framkvæmdavaldið eða ráðherra, en ekki forseti, fari í raun með löggjafarvaldið ásamt þinginu. Fáir virðast skilja þessa röksemdafærslu almennilega og enn færri telja að hún eigi að ráða ferðinni, samanber þau orð Davíðs Oddssonar að ekki sé annað hægt í stöðunni en að halda sig við viðtekna skoðun um að málskotsréttur forseta sé raunverulegur. Afar sérstæðar yfirlýsingar hafa heyrst frá ráðandi stjórnmálamönnum varðandi þingræðið og óspart er látið í það skína að aðgerð forsetans sé með einhverjum hætti aðför gegn þingræðinu, rétt eins og þingræði snúist um eitthvað eitthvað allt annað en að vilji kjósenda komi fram. Þannig talaði fjármálaráðhera hneykslaður um að forsetinn hefði í yfirlýsingu sinni nefnt að lýðræði, frelsi og mannréttindi væru grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar, en hann hefði gleymt mikilvægu atriði, nefnilega þingræðinu! Miðað við svona yfirlýsingu mætti ætla að þingræði væri eitthvað allt annað og meira en lýðræði og frelsi og mannréttindi, en ekki praktískt útfærslukerfi til að koma lýðræðinu í framkvæmd. Nú síðast eru að koma fram miklar skoðanir og kenningar um nauðsyn þess að setja háa þröskulda um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnvel hafa verið viðraðar skoðanir um að 75% þátttaka væri nauðsynleg og til að rökstyðja það bent á að þátttaka í þingkosningum sé alla jafnan mun hærri. Það er einmitt þröskuldur af þessu tagi sem Jónatan Þórmundsson talar um að kunni að "ræna" þjóðina málskotsréttinum, enda augljós rangindi í því ef mikill meirihluti, t.d 70%, kosningabærra manna greiddi atkvæði gegn tilteknu frumvarpi, en það dygði ekki til að fella það úr gildi eingögnu vegna þess að það vantaði 5% upp á kosningaþátttökuna. Hugsunin að baki þröskuldi af þessu tagi er væntanlega sú, að það þurfi að koma til verulegur fjöldi einstaklinga til að hnekkja löglegri ákvörðun þings sem hefur verið kosið með 80-90% kosningaþátttöku. Fleiri hafi þá veitt þinginu umboð til ákvörðunartöku um viðkomandi lög í alþingiskosningum, en kusu að taka ákvörðun sjálfir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi hugsun er þó að ýmsu leyti varasöm. Þannig hefur aldrei verið talin ástæða til að innleiða slíkan þröskuld í þingkosningum og segja að þingmenn nái ekki kosningu nema með tiltekinni kosningaþátttöku. Enda væri slíkt frátleitt. Hver er þá eðlismunurinn á því að kjósa til þings og að taka ákvörðun um að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hví skyldi það skipta meira máli hvort kjósandi sitji heima eða í sumarbústað eða hvar sem er og sjái ekki ástæðu til að fara á kjörstað þegar um þjóðaratkvæðagreiðslu er að ræða heldur en þegar um þingkosningu (eða forsetakosningu) er að ræða? Langeðlilegast væri að vitaskuld að sama reglan gilti í öllum þessum tilfellum. En þó má, ef menn eru á annað borð á þeim buxunum, finna ákveðinn mun á kosningunum annars vegar og þjóðaratkvæðinu hins vegar. Í öðru tilfellinu er verið að kjósa menn til að taka ákvarðanir í framtíðinni og í hinu tilvikinu er verið að kjósa um ákvörðun sem þegar er búið að taka og afgreiða með löglegum hætti. Það er með öðrum orðum verið að kjósa um hvort synja eigi löglegum gerningi í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef menn telja þörskulda nauðsynlega þá er eðlilegast að þeim sé beint að synjuninni sem slíkri, en ekki kosningaþátttökunni almennt. Ætli menn að setja einhverja þröskulda í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu - sem í sjálfu sér er engin ástæða til - hlýtur sá þröskuldur að felast í því að ákveðinn lágmarksfjöldi kosningabærra manna greiði atkvæði gegn frumvarpinu, en beinist ekki að kosningaþátttökunni sem slíkri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið er orðin rimma um málsmeðferð. Þannig raða þekktir menn úr þjóðlífinu sér á skoðanasíður dagblaðanna og skjóta föstum skotum hver á annan.Virðulegir lögfræðingar sem til þessa hafa talist gamalgrónir sjálfstæðismenn - en þó kannski laustengdir núverandi forustu - eru skyndilega dottnir inn í miðja hringiðu umræðunnar, bæði sem gagnrýnendur og þolendur gagnrýni. Eftirtektarverð er t.d. sú hvassa og nánast persónulega gagnrýni sem bæði Björn Bjarnason og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa beint að Jónatan Þórmundssyni prófessor, sem sjálfur hafði stigið fram fyrir skjöldu með afgerandi gangrýni á að setja háa þröskulda um kosningaþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það virðast ætla að verða örlög þessa fjölmiðlafrumvarps að kalla á meiri umræðu um málsmeðferð en um sjálft frumvarpið. Tilefnið er enda ærið og sú málsmeðferðarumræða sem nú á sér stað er grundvallarumræða um lýðræði og flest bendir til að brýn þörf sé á því að þessir hlutir séu ræddir. Efnisumræða um fjölmiðlafrumvarpið kemur í framhaldinu. Grundvallarspurningarnar um lýðræði snúast um málskotsréttinn, þingræði, og þjóðaratkvæðagreiðslur. Mjög misvísandi sjónarmið hafa heyrst frá stjórnmálamönnum í umræðunni í tengslum við þessar þrjár spurningar. Mest hefur verið rætt um málskotsréttinn og þá lagalegu textaæfingu sem ættuð er frá Þór Vilhjálmssyni að framkvæmdavaldið eða ráðherra, en ekki forseti, fari í raun með löggjafarvaldið ásamt þinginu. Fáir virðast skilja þessa röksemdafærslu almennilega og enn færri telja að hún eigi að ráða ferðinni, samanber þau orð Davíðs Oddssonar að ekki sé annað hægt í stöðunni en að halda sig við viðtekna skoðun um að málskotsréttur forseta sé raunverulegur. Afar sérstæðar yfirlýsingar hafa heyrst frá ráðandi stjórnmálamönnum varðandi þingræðið og óspart er látið í það skína að aðgerð forsetans sé með einhverjum hætti aðför gegn þingræðinu, rétt eins og þingræði snúist um eitthvað eitthvað allt annað en að vilji kjósenda komi fram. Þannig talaði fjármálaráðhera hneykslaður um að forsetinn hefði í yfirlýsingu sinni nefnt að lýðræði, frelsi og mannréttindi væru grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar, en hann hefði gleymt mikilvægu atriði, nefnilega þingræðinu! Miðað við svona yfirlýsingu mætti ætla að þingræði væri eitthvað allt annað og meira en lýðræði og frelsi og mannréttindi, en ekki praktískt útfærslukerfi til að koma lýðræðinu í framkvæmd. Nú síðast eru að koma fram miklar skoðanir og kenningar um nauðsyn þess að setja háa þröskulda um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnvel hafa verið viðraðar skoðanir um að 75% þátttaka væri nauðsynleg og til að rökstyðja það bent á að þátttaka í þingkosningum sé alla jafnan mun hærri. Það er einmitt þröskuldur af þessu tagi sem Jónatan Þórmundsson talar um að kunni að "ræna" þjóðina málskotsréttinum, enda augljós rangindi í því ef mikill meirihluti, t.d 70%, kosningabærra manna greiddi atkvæði gegn tilteknu frumvarpi, en það dygði ekki til að fella það úr gildi eingögnu vegna þess að það vantaði 5% upp á kosningaþátttökuna. Hugsunin að baki þröskuldi af þessu tagi er væntanlega sú, að það þurfi að koma til verulegur fjöldi einstaklinga til að hnekkja löglegri ákvörðun þings sem hefur verið kosið með 80-90% kosningaþátttöku. Fleiri hafi þá veitt þinginu umboð til ákvörðunartöku um viðkomandi lög í alþingiskosningum, en kusu að taka ákvörðun sjálfir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi hugsun er þó að ýmsu leyti varasöm. Þannig hefur aldrei verið talin ástæða til að innleiða slíkan þröskuld í þingkosningum og segja að þingmenn nái ekki kosningu nema með tiltekinni kosningaþátttöku. Enda væri slíkt frátleitt. Hver er þá eðlismunurinn á því að kjósa til þings og að taka ákvörðun um að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hví skyldi það skipta meira máli hvort kjósandi sitji heima eða í sumarbústað eða hvar sem er og sjái ekki ástæðu til að fara á kjörstað þegar um þjóðaratkvæðagreiðslu er að ræða heldur en þegar um þingkosningu (eða forsetakosningu) er að ræða? Langeðlilegast væri að vitaskuld að sama reglan gilti í öllum þessum tilfellum. En þó má, ef menn eru á annað borð á þeim buxunum, finna ákveðinn mun á kosningunum annars vegar og þjóðaratkvæðinu hins vegar. Í öðru tilfellinu er verið að kjósa menn til að taka ákvarðanir í framtíðinni og í hinu tilvikinu er verið að kjósa um ákvörðun sem þegar er búið að taka og afgreiða með löglegum hætti. Það er með öðrum orðum verið að kjósa um hvort synja eigi löglegum gerningi í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef menn telja þörskulda nauðsynlega þá er eðlilegast að þeim sé beint að synjuninni sem slíkri, en ekki kosningaþátttökunni almennt. Ætli menn að setja einhverja þröskulda í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu - sem í sjálfu sér er engin ástæða til - hlýtur sá þröskuldur að felast í því að ákveðinn lágmarksfjöldi kosningabærra manna greiði atkvæði gegn frumvarpinu, en beinist ekki að kosningaþátttökunni sem slíkri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun