Varar við lánafylleríi 25. ágúst 2004 00:01 Ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna varar við lánafylleríi í kjölfar nýrra íbúðalána viðskiptabankanna. Þá undrast hann að enn skuli bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð neytendalán, og segir slíkt hvergi tíðkast nema hér á landi. Viðskiptabankarnir bjóða nú hver á fætur öðrum upp á lán til húsnæðiskaupa eða endurfjármögnunar eldri lána, með verðtryggðum 4, 4 prósenta nanfnvöxtum.Margir renna eflaust hýru auga til lánanna, sjá fyrir sér að með þeim sé hægt að greiða niður eldri lán og lækka í leiðinni yfirdráttinn. I ngólfur H. Ingólfsson, leiðbeinandi hjá Fjármálum Heimilanna ráðleggur fólki þó að skoða vel þá kosti sem í boði eru. Hann segir að það kosti um 3% af láninu að skuldbreyta því. Hann segir ekki ráðlegt að fara á lánafyllerí á þessum tíma. Hann segir heimilin í landinu vera að skuldsetja sig meira en þau hafi efni á. Ingólfur bendir einnig á að nafnvextir segi ekki nema hálfa söguna. Það sé verðtryggingin sem hækki greiðslubyrðina. Hann segir að ef tekið sé verðtryggt lán með 4,4 prósenta nafnvöxtum til 40 ára, greiði lántakandi lánið þrisvar sinnum upp. Ef lánið er hins vegar óverðtryggt með mun hærri nafnvöxtum, eða 7,45 prósent, eins og að minnsta kosti einn viðskiptabankanna býður upp á, sé endurgreiðslan nær helmingi lægri, ef miðað er við 2,5 prósenta verðbólgu. Ingólfur segir ástæðu þess að bankarnir bjóði nú hver á eftir öðrum upp á 4,4 % vexti í stað þess að bjóða óverðtryggð lán, að þeir græði mun meira á verðtryggingunni. Hann segir verðtrygginguna nokkurs konar felutryggingu og vilji menn helst ekki ræða hana. Hann telur að hún sé ekki annað en vaxtavextir. Það að bjóða almenn neytendalán með vaxtavöxtum segir Ingólfur að þekkist hvergi í veröldinni nema hér. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna varar við lánafylleríi í kjölfar nýrra íbúðalána viðskiptabankanna. Þá undrast hann að enn skuli bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð neytendalán, og segir slíkt hvergi tíðkast nema hér á landi. Viðskiptabankarnir bjóða nú hver á fætur öðrum upp á lán til húsnæðiskaupa eða endurfjármögnunar eldri lána, með verðtryggðum 4, 4 prósenta nanfnvöxtum.Margir renna eflaust hýru auga til lánanna, sjá fyrir sér að með þeim sé hægt að greiða niður eldri lán og lækka í leiðinni yfirdráttinn. I ngólfur H. Ingólfsson, leiðbeinandi hjá Fjármálum Heimilanna ráðleggur fólki þó að skoða vel þá kosti sem í boði eru. Hann segir að það kosti um 3% af láninu að skuldbreyta því. Hann segir ekki ráðlegt að fara á lánafyllerí á þessum tíma. Hann segir heimilin í landinu vera að skuldsetja sig meira en þau hafi efni á. Ingólfur bendir einnig á að nafnvextir segi ekki nema hálfa söguna. Það sé verðtryggingin sem hækki greiðslubyrðina. Hann segir að ef tekið sé verðtryggt lán með 4,4 prósenta nafnvöxtum til 40 ára, greiði lántakandi lánið þrisvar sinnum upp. Ef lánið er hins vegar óverðtryggt með mun hærri nafnvöxtum, eða 7,45 prósent, eins og að minnsta kosti einn viðskiptabankanna býður upp á, sé endurgreiðslan nær helmingi lægri, ef miðað er við 2,5 prósenta verðbólgu. Ingólfur segir ástæðu þess að bankarnir bjóði nú hver á eftir öðrum upp á 4,4 % vexti í stað þess að bjóða óverðtryggð lán, að þeir græði mun meira á verðtryggingunni. Hann segir verðtrygginguna nokkurs konar felutryggingu og vilji menn helst ekki ræða hana. Hann telur að hún sé ekki annað en vaxtavextir. Það að bjóða almenn neytendalán með vaxtavöxtum segir Ingólfur að þekkist hvergi í veröldinni nema hér.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira