Lífið

Góð vinnuaðstaða fyrir mestu

"Við fluttum inn fyrir þremur árum og þá var eldhúsið agalegt," segir Guðrún þegar hún var beðin um að segja okkur frá eldhúsinu sínu. "Við erum reyndar ekki sú týpa af Íslendingum sem rífa allt út og setja nýtt áður en flutt er inn," segir Guðrún og lýsir því hvernig hún og maðurinn hennar létu sig hafa það að vinna í eldhúsinu agalega áður en þau hófust handa við að breyta því. "Við rifum svo allt út og byrjuðum frá grunni þar sem eldhúsið var það slæmt að ekkert var hægt að endurnýta. Hinsvegar höfum við byggt það upp smátt og smátt og eigum enn smáræði eftir eins og höldur á skápa og gólfefni," segir Guðrún sem er afskaplega ánægð með útkomuna og þá sérstaklega vinnuaðstöðuna. "Eldhúsið er bara til að vinna í því en við höfum ekkert matarborð í eldhúsinu heldum notum bara stórt borðstofuborð sem er frammi," segir Guðrún en þau hjónin eru mikið eldhúsfólk og hafa hagað málum á þann veg að þau gæti bæði unnið í einu í eldhúsinu. Jafnframt eru þau með tvo ofna í eldhúsinu sem er frekar óhefðbundið. "Gaseldavélin sem við settum hingað inn er bara lítil með einum ofni þannig að við héldum ofninum sem var hér fyrir. Það er mjög praktískt að hafa tvo ofna, og maður þarfnast þess ótrúlega oft," segir Guðrún. Helsta kost þess að skipuleggja eldhús eftir að flutt er í húsnæðið segir Guðrún vera þann að þá gefist tími til að átta sig á hvernig er best að hafa hlutina og átta sig á rýminu. "Þar sem við gerðum þetta smám saman tel ég útkomuna vera betri en ella og ég er mjög ánægð með þetta," segir Guðrún.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×