Football Manager 2006 11. maí 2005 00:01 SEGA Europe Ltd kynnir með stolti næsta skref Sports Interactive í hinni stórkostlegu Football Manager seríu. Leikurinn inniheldur fjölda nýrra og uppfærðra möguleika, en leikurinn Football Manager 2006 er væntanlegur á markaðinn fyrir bæði PC og Mac í haust. Fyrstu nýjungarnar sem eru kynntar hér eru aðeins brot af þeim nýjungum sem verða í endanlegri útgáfu leiksins. Football Manager 2006 mun innihalda fjöldan allan af nýjungum sem verða kynntar reglulega fram á haust. “Nýi leikurinn mun byggja á vinsældum síðasta leiks,” segir Matt Woodley, Markaðsstjóri SEGA. “Football Managerä er viðmiðið í gerð þessara leikja og enn og aftur tryggja félagar okkar hjá Sports Interactive að leikurinn verði gæði í gegn og mjög vandaður í spilun.!” "Líkt og í lífinu sjálfu, mun Football Managerä halda áfram að þróast með hverju tímabili,” segir Miles Jacobson, Forstjóri Sports Interactive. "Líkt og við höfum gert síðustu ár, munu breytingarnar sem við gerum núna endurspegla breytingarnar í knattspyrnuheiminum, en ásamt því hlustum við á aðdáendur leiksins og bætum hann frá því sjónarhorni.” Eitt af því sem aðdáendur leiksins stungu uppá og verður í FM 2006 er að nú geta knattspyrnustjórar í fyrsta skipti samið við stjórn félagsins – ekki aðeins um betri samning fyrir þá sjálfa, heldur einnig um rýmri launaramma leikmanna, meiri pening til að eyða í leikmannakaup og einnig er hægt að semja við stjórnina um stækkun vallarins. En passa verður að ganga ekki of langt, því þá gæti stjórnin ákveðið að leita að nýjum stjóra.. Nú geta knattspyrnustjórar einnig talað við leikmennina í hálfleik, og er hægt að láta þá vita hvern og einn álit þitt á þeim og hvernig þeir stóðu sig í fyrri hálfleiknum. Tekst þér að hvetja leikmennina áfram, eða mun liðið hrynja í seinni hálfleik ? Önnur nýjung er að nú geta knattspyrnustjórar talað við leikmenn á persónulegum nótum. Óánægðir leikmenn geta valdið mikilli óánægju í liðinu sem skilar sér í slæmum árangri á vellinum, þannig að með þessari nýjung er hægt að stýra liðinu með meiri nákvæmni. Æfingarkerfi leiksins hefur verið tekið í gegn og er nú einfaldara að setja upp æfingar og fylgjast með árangri leikmanna, nú verða þjálfararnir mikilvægari en áður. Fjölmiðlakerfi leiksins hefur einnig verið stækkað og geta spilarar nú stýrt hvaða fréttir þeir vilja sjá og verða fyrir meira áreiti frá fjölmiðlum. Viltu sjá hversu mörg gul spjöld dómarinn sem dæmir næsta leik hefur gefið í síðustu leikjum? Nú er það hægt, þar sem hver dómari hefur sína eigin síðu þar sem hægt er að skoða störf hans. Þannig að grófar tæklingar eiga sennilega ekki við ef dómarinn er spjaldaglaður. Skjámyndin þar sem hægt er að setja upp taktík fyrir liðið hefur einnig verið uppfærð, þannig að hægt er sjá bestu stöður fyrir leikmennina á vellinum, einnig er hægt að sjá og skipa leikmönnum fyrir hvað þeir eiga að gera á ákveðnum stöðum. Þar fyrir utan er búið að einfalda þessa valmynd þannig að leikmenn eiga auðveldara með að velja liðið. FREKARI NÝJUNGAR VERÐA KYNNTAR SÍÐAR! Með nýjum möguleikum, bættri spilun og óviðjafnanlegum gæðum, mun Football Managerä 2006 bjóða uppá einhverja fullkomnustu upplifun í þessari gerð leikja. Football Manager 2006 mun verða gefinn út á PC og Mac í haust Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
SEGA Europe Ltd kynnir með stolti næsta skref Sports Interactive í hinni stórkostlegu Football Manager seríu. Leikurinn inniheldur fjölda nýrra og uppfærðra möguleika, en leikurinn Football Manager 2006 er væntanlegur á markaðinn fyrir bæði PC og Mac í haust. Fyrstu nýjungarnar sem eru kynntar hér eru aðeins brot af þeim nýjungum sem verða í endanlegri útgáfu leiksins. Football Manager 2006 mun innihalda fjöldan allan af nýjungum sem verða kynntar reglulega fram á haust. “Nýi leikurinn mun byggja á vinsældum síðasta leiks,” segir Matt Woodley, Markaðsstjóri SEGA. “Football Managerä er viðmiðið í gerð þessara leikja og enn og aftur tryggja félagar okkar hjá Sports Interactive að leikurinn verði gæði í gegn og mjög vandaður í spilun.!” "Líkt og í lífinu sjálfu, mun Football Managerä halda áfram að þróast með hverju tímabili,” segir Miles Jacobson, Forstjóri Sports Interactive. "Líkt og við höfum gert síðustu ár, munu breytingarnar sem við gerum núna endurspegla breytingarnar í knattspyrnuheiminum, en ásamt því hlustum við á aðdáendur leiksins og bætum hann frá því sjónarhorni.” Eitt af því sem aðdáendur leiksins stungu uppá og verður í FM 2006 er að nú geta knattspyrnustjórar í fyrsta skipti samið við stjórn félagsins – ekki aðeins um betri samning fyrir þá sjálfa, heldur einnig um rýmri launaramma leikmanna, meiri pening til að eyða í leikmannakaup og einnig er hægt að semja við stjórnina um stækkun vallarins. En passa verður að ganga ekki of langt, því þá gæti stjórnin ákveðið að leita að nýjum stjóra.. Nú geta knattspyrnustjórar einnig talað við leikmennina í hálfleik, og er hægt að láta þá vita hvern og einn álit þitt á þeim og hvernig þeir stóðu sig í fyrri hálfleiknum. Tekst þér að hvetja leikmennina áfram, eða mun liðið hrynja í seinni hálfleik ? Önnur nýjung er að nú geta knattspyrnustjórar talað við leikmenn á persónulegum nótum. Óánægðir leikmenn geta valdið mikilli óánægju í liðinu sem skilar sér í slæmum árangri á vellinum, þannig að með þessari nýjung er hægt að stýra liðinu með meiri nákvæmni. Æfingarkerfi leiksins hefur verið tekið í gegn og er nú einfaldara að setja upp æfingar og fylgjast með árangri leikmanna, nú verða þjálfararnir mikilvægari en áður. Fjölmiðlakerfi leiksins hefur einnig verið stækkað og geta spilarar nú stýrt hvaða fréttir þeir vilja sjá og verða fyrir meira áreiti frá fjölmiðlum. Viltu sjá hversu mörg gul spjöld dómarinn sem dæmir næsta leik hefur gefið í síðustu leikjum? Nú er það hægt, þar sem hver dómari hefur sína eigin síðu þar sem hægt er að skoða störf hans. Þannig að grófar tæklingar eiga sennilega ekki við ef dómarinn er spjaldaglaður. Skjámyndin þar sem hægt er að setja upp taktík fyrir liðið hefur einnig verið uppfærð, þannig að hægt er sjá bestu stöður fyrir leikmennina á vellinum, einnig er hægt að sjá og skipa leikmönnum fyrir hvað þeir eiga að gera á ákveðnum stöðum. Þar fyrir utan er búið að einfalda þessa valmynd þannig að leikmenn eiga auðveldara með að velja liðið. FREKARI NÝJUNGAR VERÐA KYNNTAR SÍÐAR! Með nýjum möguleikum, bættri spilun og óviðjafnanlegum gæðum, mun Football Managerä 2006 bjóða uppá einhverja fullkomnustu upplifun í þessari gerð leikja. Football Manager 2006 mun verða gefinn út á PC og Mac í haust
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira