Annar stórsigur Vals á Tbilisi
Handknattleikslið Vals var ekki í teljandi vandræðum í síðari leik sínum gegn HC Tbilisi frá Georgíu í EHF bikarnum í dag og rótburstuðu andstæðinga sína aftur, nú með 47 mörkum gegn aðeins 13. Valsmenn mæta finnska liðinu Sjundea í annari umferð keppninnar. Davíð Höskuldsson var atkvæðamestur Valsmanna í markaskorun í leiknum í dag og skoraði 8 mörk.