Sport

HK sigraði Gróttu

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í DHL deild kvenna í handknattleik er lokið. HK vann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið lagði Gróttu 30-26. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH, 36-24 í Hafnafjarðarslagnum og þá unnu Valsstelpur góðan sigur á Víkingi 30-20. Hjá HK var Auksé Vysniauskaité markahæst með 10 mörk, en Gerður Einarsdóttir skoraði mest fyrir Gróttu, 8 mörk. Í leik Hauka og FH var Hanna Stefánsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði 8, en hjá FH skoruðu Arna Gunnarsdóttir og Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 6 mörk hvor. Hjá Víkingi var Natasa Damljanovic með 7 mörk og Hekla Daðadóttir með 5, en hjá Val skoruðu þær Alla Gorkorian og Arna Grímsdóttir með 9 mörk hvor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×