Sport

Tiger jafnaði vallarmetið

Tiger Woods, besti kylfingur heims, jafnaði vallarmet Billy´s Mayfair á Warwich Hills vellinum í Michigan í gær þegar hann fór holurnar 18 á 61 höggi eða 11 undir pari. Tiger jafnaði þar með besta árangur sinn á PGA-mótaröðinni en hann fór einnig á 61 höggi árið 1999 á Byron Classic mótinu sem og árið 2000 á NEC-Invitantional. Tiger er sem stendur í 2. sæti, höggi á eftir Fídjieyingnum Vijay Singh, en hann sigraði á þessu móti í fyrra. Ef Tiger hefði náð fugli á síðustu tveimur holunum hefði hann jafnað PGA-metið sem er 59 högg á holunum 18. Sá síðasti til að fara holurnar 18 á 59 höggum var David Duval árið 1999 á Bob Hope mótinu. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×