Skráning keppenda í Idol-Stjörnuleit 3 er hafin á vefsíðunni idol.is
Ný þáttaröð Stjörnuleitar hefst á Stöð 2 í september og verður þátturinn, sem fyrr, á dagskrá á föstudagskvöldum.
Undirbúningsvinna er komin á fullt og að sögn skipuleggjenda bendir allt til þess að keppnin verði sú glæsilegasta hingað til.
Sú breyting hefur verið gerð á dómnefnd keppninnar að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hættir og Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson bætast í lið með Siggu Beinteins og Bubba Morthens. Sem fyrr verða Simmi og Jói kynnar.
Áheyrnarpróf verða á þremur stöðum á landinu að þessu sinni; á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 27. ágúst, Hótel KEA á Akureyri 1. september, og Hótel Héraði, Egilstöðum, þann 3. september. Ný Idol-stjarna verður svo krýnd í Vetrargarðinum í Smáralind þann 7. apríl á næsta ári.