Ó Kalkútta 3. nóvember 2005 06:00 Aðalráðherrann í Vestur-Bengal lýsir sjálfum sér svo: ,,Ég er kommúnisti og stoltur af því." Hann heitir því góða nafni Buddhadeb Bhattacharjee, og það er óvenjulega stutt og þjált nafn þar um slóðir; einu sinni hafði ég nemanda frá Bangladess, áður Austur-Bengal, sem hét svo löngu nafni, að það þurfti að skipta því milli lína. Hvað um það, kommúnistar hafa jafnan haft umtalsvert kjörfylgi á Indlandi og eru núna aðilar að samsteypustjórn á landsvísu undir forustu Kongressflokksins, sem hefur verið leiðandi afl í indverskum stjórnmálum frá öndverðu líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hér heima. Kommúnistar hafa stjórnað tveim ríkjum Indlands árum saman, Kerölu með hléum frá 1957 og Vestur-Bengal samfleytt frá 1977. Þar er gamla heimsborgin Kalkútta ennþá stærsta borgin og var háborg brezku nýlendustjórnarinnar á Indlandi fram að sjálfstæðistökunni 1947. Og hvað skyldu nú kommarnir vera að bralla í Kalkúttu? Það er saga að segja frá því. Þeir freista þess nú með öllum ráðum að hífa upp hagvöxtinn þarna austur frá. Þeir sækja fyrirmyndina til Sjanghæ. Þar í borg var eitt háhýsi fyrir þrjátíu árum, en nú er þrisvar sinnum meira skrifstofurými í skýjakljúfum Sjanghæborgar en í sjálfri New York. Þriðji hver byggingarkrani heimsins er sagður vera í Sjanghæ, og þeir hífa upp stál og gler allan sólarhringinn. Kína er á fleygiferð og Indland líka. Indverska alríkisstjórnin fer að sönnu seinlegri leið að settu marki, en ekki kommarnir í Kalkúttu: þeim liggur lífið á. Vöxturinn í Vestur-Bengal er nú langt yfir landsmeðaltali. Kommarnir í Kalkúttu örva efnahagsumbótastarfið á Indlandi öllu með því að ganga á undan með góðu fordæmi. "Við viljum fjárfestingu," segja þeir, "og okkur er sama, hvaðan hún kemur." Það þarf kjark til að bjóða indverskum kjósendum upp á slíkan málflutning m.a. vegna þess, að Indverjar hafa ekki góða reynslu af erlendu fjármagni frá fyrri tíð. Austur-Indíafélagið lagði Indland undir sig og fór illa að ráði sínu, áður en það afhenti landið brezku krúnunni til yfirráða 1857. En nú eru Indverjar loksins að jafna sig á nýlendusögu sinni, innblásnir og upptendraðir af góðri reynslu Kínverja af stórfelldum innflutningi erlends framkvæmdafjár. Nú hefði ískrað í Einari Benediktssyni, býst ég við. Kalkútta var löngum eitt herfilegasta fátæktarbæli Indlands, og er þá mikið sagt. Hundruð þúsunda bjuggu í ræsinu, og annað var eftir því: borgin var eitt allsherjarholræsi af allra verstu tegund. Að stíga út úr flugvél var eins og að ganga á vegg: svo stæk var funheit lyktin af fátæktinni. Örbirgðin var að miklu leyti af manna völdum. Kommarnir litu á vinnuafl og fjármagn sem ósættanlegar andstæður og hrósuðu sigri, þegar fyrirtæki flúðu svæðið í stórum stíl undan ofríki verklýðsfélaganna. Hlutdeild Vestur-Bengals í iðnframleiðslu Indlands minnkaði úr tíu prósentum 1980 í fimm prósent 1995. En hrun kommúnismans í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra um og eftir 1990 opnaði augu kommanna: þeir sáu, að fyrirtækin fluttu vinnuna burt með sér. Þeir sáu og skildu, að markaðsöflin, fríverzlun og frjálst framtak eru auðlindir, sem engin stjórnarvöld geta leyft sér að leiða hjá sér. Kommarnir í Kalkúttu skiptu um skoðun. Nú taka þeir erlendri fjárfestingu opnum örmum. Þeir eru hættir að úthrópa tölvur sem "atvinnudrápsvélar". Hátæknigeirinn vex nú um 70 prósent á ári. Verklýðsfélögin í Kalkúttu voru fyrr á árum svo herská, að þau umkringdu jafnvel símstöðvar til að láta í ljós samstöðu með sendisveinum, og annað var eftir þessu, en þau ár eru nú liðin. Nú vinna kommarnir að því öllum árum að búa í haginn fyrir hátæknirekstur og senda verklýðsfélögunum langt nef, ef þau reyna að flækjast fyrir. Kommarnir kunna margir að skammast sín. Það er kostur. Þeir hafa margir hverjir lært af mistökum fyrri tíðar. Þeir höfðu rangar hugmyndir um mannréttindi og hagstjórn - hugmyndir, sem hrundu til grunna með falli kommúnismans. Þeir brugðust við fallinu með því að skipta um forrit og temja sér meiri virðingu fyrir mannréttindum og betra og heilbrigðara búskaparlag. Þá fóru saman hjörtu, sem reyndust slá á réttum stað, og hyggileg hagstjórn. Það er sterk blanda. Buddhadeb Bhattacharjee er samt ekki blindur á kommana í Kína. Hann brýnir fyrir þeim nauðsyn þess að virða mannréttindi, efla lög og rétt og gefa frelsi og lýðræði lausari taum til að treysta efnahagsumbæturnar í sessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Aðalráðherrann í Vestur-Bengal lýsir sjálfum sér svo: ,,Ég er kommúnisti og stoltur af því." Hann heitir því góða nafni Buddhadeb Bhattacharjee, og það er óvenjulega stutt og þjált nafn þar um slóðir; einu sinni hafði ég nemanda frá Bangladess, áður Austur-Bengal, sem hét svo löngu nafni, að það þurfti að skipta því milli lína. Hvað um það, kommúnistar hafa jafnan haft umtalsvert kjörfylgi á Indlandi og eru núna aðilar að samsteypustjórn á landsvísu undir forustu Kongressflokksins, sem hefur verið leiðandi afl í indverskum stjórnmálum frá öndverðu líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hér heima. Kommúnistar hafa stjórnað tveim ríkjum Indlands árum saman, Kerölu með hléum frá 1957 og Vestur-Bengal samfleytt frá 1977. Þar er gamla heimsborgin Kalkútta ennþá stærsta borgin og var háborg brezku nýlendustjórnarinnar á Indlandi fram að sjálfstæðistökunni 1947. Og hvað skyldu nú kommarnir vera að bralla í Kalkúttu? Það er saga að segja frá því. Þeir freista þess nú með öllum ráðum að hífa upp hagvöxtinn þarna austur frá. Þeir sækja fyrirmyndina til Sjanghæ. Þar í borg var eitt háhýsi fyrir þrjátíu árum, en nú er þrisvar sinnum meira skrifstofurými í skýjakljúfum Sjanghæborgar en í sjálfri New York. Þriðji hver byggingarkrani heimsins er sagður vera í Sjanghæ, og þeir hífa upp stál og gler allan sólarhringinn. Kína er á fleygiferð og Indland líka. Indverska alríkisstjórnin fer að sönnu seinlegri leið að settu marki, en ekki kommarnir í Kalkúttu: þeim liggur lífið á. Vöxturinn í Vestur-Bengal er nú langt yfir landsmeðaltali. Kommarnir í Kalkúttu örva efnahagsumbótastarfið á Indlandi öllu með því að ganga á undan með góðu fordæmi. "Við viljum fjárfestingu," segja þeir, "og okkur er sama, hvaðan hún kemur." Það þarf kjark til að bjóða indverskum kjósendum upp á slíkan málflutning m.a. vegna þess, að Indverjar hafa ekki góða reynslu af erlendu fjármagni frá fyrri tíð. Austur-Indíafélagið lagði Indland undir sig og fór illa að ráði sínu, áður en það afhenti landið brezku krúnunni til yfirráða 1857. En nú eru Indverjar loksins að jafna sig á nýlendusögu sinni, innblásnir og upptendraðir af góðri reynslu Kínverja af stórfelldum innflutningi erlends framkvæmdafjár. Nú hefði ískrað í Einari Benediktssyni, býst ég við. Kalkútta var löngum eitt herfilegasta fátæktarbæli Indlands, og er þá mikið sagt. Hundruð þúsunda bjuggu í ræsinu, og annað var eftir því: borgin var eitt allsherjarholræsi af allra verstu tegund. Að stíga út úr flugvél var eins og að ganga á vegg: svo stæk var funheit lyktin af fátæktinni. Örbirgðin var að miklu leyti af manna völdum. Kommarnir litu á vinnuafl og fjármagn sem ósættanlegar andstæður og hrósuðu sigri, þegar fyrirtæki flúðu svæðið í stórum stíl undan ofríki verklýðsfélaganna. Hlutdeild Vestur-Bengals í iðnframleiðslu Indlands minnkaði úr tíu prósentum 1980 í fimm prósent 1995. En hrun kommúnismans í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra um og eftir 1990 opnaði augu kommanna: þeir sáu, að fyrirtækin fluttu vinnuna burt með sér. Þeir sáu og skildu, að markaðsöflin, fríverzlun og frjálst framtak eru auðlindir, sem engin stjórnarvöld geta leyft sér að leiða hjá sér. Kommarnir í Kalkúttu skiptu um skoðun. Nú taka þeir erlendri fjárfestingu opnum örmum. Þeir eru hættir að úthrópa tölvur sem "atvinnudrápsvélar". Hátæknigeirinn vex nú um 70 prósent á ári. Verklýðsfélögin í Kalkúttu voru fyrr á árum svo herská, að þau umkringdu jafnvel símstöðvar til að láta í ljós samstöðu með sendisveinum, og annað var eftir þessu, en þau ár eru nú liðin. Nú vinna kommarnir að því öllum árum að búa í haginn fyrir hátæknirekstur og senda verklýðsfélögunum langt nef, ef þau reyna að flækjast fyrir. Kommarnir kunna margir að skammast sín. Það er kostur. Þeir hafa margir hverjir lært af mistökum fyrri tíðar. Þeir höfðu rangar hugmyndir um mannréttindi og hagstjórn - hugmyndir, sem hrundu til grunna með falli kommúnismans. Þeir brugðust við fallinu með því að skipta um forrit og temja sér meiri virðingu fyrir mannréttindum og betra og heilbrigðara búskaparlag. Þá fóru saman hjörtu, sem reyndust slá á réttum stað, og hyggileg hagstjórn. Það er sterk blanda. Buddhadeb Bhattacharjee er samt ekki blindur á kommana í Kína. Hann brýnir fyrir þeim nauðsyn þess að virða mannréttindi, efla lög og rétt og gefa frelsi og lýðræði lausari taum til að treysta efnahagsumbæturnar í sessi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun