Viðskipti innlent

700 nýjar íbúðir

Slippurinn víkur fyrir rólegri íbúðabyggð en Mýrargatan verður sett í stokk.
Slippurinn víkur fyrir rólegri íbúðabyggð en Mýrargatan verður sett í stokk.

Um 700 íbúðir munu rísa frá slippasvæðinu við Mýrargötuna í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri á næstu fimm árum að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagráðs Reykjavíkurborgar. "Þetta mat byggir á þeim skipulagsáætlunum sem við höfum fyrir okkur; lykilverkefnum sem eru ýmist á lokastigi eða í undirbúningi."

Að sögn Dags mun Mýrargatan og hafnarsvæðið í heild sinni ganga í endurnýjun lífdaga. Þegar liggur fyrir rammaskipulag og deiliskipulag eru um það bil að fara í auglýsingu. "Þar mun slippurinn víkja fyrir þriggja til fimm hæða íbúðabyggð sem tengir hafnarsvæðið við gamla vesturbæinn. Gatan fer í stokk og í staðinn verður róleg íbúðargata en fremst við höfnina sjáum við fyrir okkur lifandi hafnarbakka, með veitingastöðum, útivistarsvæðum og torgum." Dagur segir að áætlanir geri ráð fyrir að fólk geti flutt inn í íbúðir á þessu svæði um 2010, jafnvel mun fyrr þar sem fyrst verður hafist handa. Ekki er gert ráð fyrir að Geirsgatan fari í stokk. Í vinningstillögunni umg byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss er gert ráð fyrir bjartri göngugötu undir henni sem tengi Austurhöfnina við miðborgina. "Þetta verður ein kraftmesta vítamínsprauta sem miðbærinn hefur fengið í jafnvel allri sögu borgarinnar," segir Dagur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×