Tony Blair í kröppum dansi 11. nóvember 2005 06:00 Hermt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi brugðið svo við ósigurinn í atkvæðagreiðslunni í breska þinginu á miðvikudaginn að hann hafi verið sem stjarfur um stund. Blair tók mikla áhættu með því að hafna tilraunum til málamiðlana og knýja fram atkvæðagreiðslu um heimild lögreglunni til handa að halda meintum hryðjuverkamönnum í fangelsi í níutíu daga án ákæru. Blair veðjaði á að flokksbræður sínir myndu ekki gera honum og ríkisstjórninni allri þann óleik að snúast gegn jafn mikilvægu stjórnarfrumvarpi. Hann virðist einnig hafa vonast eftir því að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins myndu á síðustu stundu styðja frumvarpið. Þær vonir brugðust og í fyrsta sinn frá því að Blair varð forsætisráðherra árið 1997 hefur hann beðið ósigur í atkvæðagreiðslu í þinginu. Það kemur ekki á óvart að leiðtogi íhaldsmanna, Michael Howard, skuli krefjast afsagnar Blairs. Staða forsætisráðherrans hefur veikst og fyrir vikið er ríkisstjórnin öll valtari í sessi. Úr því að þingmenn stjórnarliðsins treystu sér til að gera uppreisn gegn frumvarpi sem Blair lagði svo mikla áherslu á, hvað munu þeir þá gera þegar taka á afstöðu til ýmissa annarra umdeildra mála sem væntanleg eru til afgreiðslu í þinginu? Í því sambandi staldra menn einkum við frumvörp um heilbrigðis- og menntamál sem hafa verið mikið ágreiningsefni innan Verkamannaflokksins. Það veikir enn stöðu Blairs að í upphafi kjörtímabilsins lýsti hann því yfir að hann myndi láta af embætti í lok þess. Nú velta jafnvel flokksbræður hans því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að hann flýti þessari breytingu og bjóði Gordon Brown fjármálaráðherra, sem yfirleitt er nefndur sem arftaki hans, stól sinn. Alkunna er að stjórnmálamenn sem lengi eru við völd geta blindast af stöðu sinni og áhrifum. Þeir hætta að tala við aðra en jábræður sína og raða í kringum sig ráðgjöfum sem segja það sem þóknanlegt er hverju sinni. Þeir telja sig geta leyft sér nánast allt og fyllast drambi gagnvart flokksbræðrum sem andstæðingum. Þetta hefur hent Tony Blair. Honum hefur gengið óvenjulega vel á valdaferli sínum og þótt hann hafi oft lent í erfiðum málum hefur honum alltaf tekist að vinna sig út úr þeim. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa jafnvel hneigst til að trúa því að gæfan væri honum svo hliðholl að ekkert gæti orðið honum að fjörtjóni svo lengi sem hann kysi að halda völdum. En annað hefur komið á daginn. Tony Blair er dauðlegur í stjórnmálum eins og aðrir. Meiri líkur en minni eru á því að hann láti af embætti mun fyrr en hann áformaði. Óháð þessu er það svo fagnaðarefni að breska þingið skuli hafa fellt stjórnarfrumvarpið um níutíu daga fangelsisvist án ákæru. Í því efni var allt of langt gengið. Baráttan gegn hryðjuverkum er mikilvæg en varðstaða um grundvallarmannréttindi borgaranna er ekki síður þýðingarmikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Hermt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi brugðið svo við ósigurinn í atkvæðagreiðslunni í breska þinginu á miðvikudaginn að hann hafi verið sem stjarfur um stund. Blair tók mikla áhættu með því að hafna tilraunum til málamiðlana og knýja fram atkvæðagreiðslu um heimild lögreglunni til handa að halda meintum hryðjuverkamönnum í fangelsi í níutíu daga án ákæru. Blair veðjaði á að flokksbræður sínir myndu ekki gera honum og ríkisstjórninni allri þann óleik að snúast gegn jafn mikilvægu stjórnarfrumvarpi. Hann virðist einnig hafa vonast eftir því að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins myndu á síðustu stundu styðja frumvarpið. Þær vonir brugðust og í fyrsta sinn frá því að Blair varð forsætisráðherra árið 1997 hefur hann beðið ósigur í atkvæðagreiðslu í þinginu. Það kemur ekki á óvart að leiðtogi íhaldsmanna, Michael Howard, skuli krefjast afsagnar Blairs. Staða forsætisráðherrans hefur veikst og fyrir vikið er ríkisstjórnin öll valtari í sessi. Úr því að þingmenn stjórnarliðsins treystu sér til að gera uppreisn gegn frumvarpi sem Blair lagði svo mikla áherslu á, hvað munu þeir þá gera þegar taka á afstöðu til ýmissa annarra umdeildra mála sem væntanleg eru til afgreiðslu í þinginu? Í því sambandi staldra menn einkum við frumvörp um heilbrigðis- og menntamál sem hafa verið mikið ágreiningsefni innan Verkamannaflokksins. Það veikir enn stöðu Blairs að í upphafi kjörtímabilsins lýsti hann því yfir að hann myndi láta af embætti í lok þess. Nú velta jafnvel flokksbræður hans því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að hann flýti þessari breytingu og bjóði Gordon Brown fjármálaráðherra, sem yfirleitt er nefndur sem arftaki hans, stól sinn. Alkunna er að stjórnmálamenn sem lengi eru við völd geta blindast af stöðu sinni og áhrifum. Þeir hætta að tala við aðra en jábræður sína og raða í kringum sig ráðgjöfum sem segja það sem þóknanlegt er hverju sinni. Þeir telja sig geta leyft sér nánast allt og fyllast drambi gagnvart flokksbræðrum sem andstæðingum. Þetta hefur hent Tony Blair. Honum hefur gengið óvenjulega vel á valdaferli sínum og þótt hann hafi oft lent í erfiðum málum hefur honum alltaf tekist að vinna sig út úr þeim. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa jafnvel hneigst til að trúa því að gæfan væri honum svo hliðholl að ekkert gæti orðið honum að fjörtjóni svo lengi sem hann kysi að halda völdum. En annað hefur komið á daginn. Tony Blair er dauðlegur í stjórnmálum eins og aðrir. Meiri líkur en minni eru á því að hann láti af embætti mun fyrr en hann áformaði. Óháð þessu er það svo fagnaðarefni að breska þingið skuli hafa fellt stjórnarfrumvarpið um níutíu daga fangelsisvist án ákæru. Í því efni var allt of langt gengið. Baráttan gegn hryðjuverkum er mikilvæg en varðstaða um grundvallarmannréttindi borgaranna er ekki síður þýðingarmikil.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun