Uppalendur bera mikla ábyrgð 25. nóvember 2005 06:15 Í Kópavogi býr drengur sem varð átta ára um daginn. Eins og gengur með drengi á hans aldri vaknaði hann snemma daginn sem afmælisveislan skyldi haldin og skein eftirvæntingin úr augum hans. Hann undirbjó veisluna með foreldrum sínum; tók til, lagði á borð og aðstoðaði við að skreyta kökuna. Þegar veislan var að hefjast fór hann í sparifötin. Klukkan sló þrjú og von var á gestunum á hverri stundu. Hann hafði boðið strákunum í bekknum sínum og beið spenntur eftir að þeir tíndust í hús. Hann hlakkaði til að sýna þeim herbergið sitt, leyfa þeim að leika með dótið sitt og gefa þeim af kökunni. Og auðvitað hlakkaði hann til að fá frá þeim gjafir. En tíminn leið og aldrei gall bjallan. Saman furðuðu hann og foreldrar hans sig á þessu og gengu þau meðal annars úr skugga um að rétt dag- og tímasetning hefði verið á boðskortunum og eins að heimilisfangið hefði ekki skolast til. Þegar klukkustund var liðin frá því að afmælisveislan átti að hefjast var kökunni stungið inn í ísskáp. Og smátt og smátt, án þess að um það væri talað, var gengið frá öllu öðru. Það kæmi enginn úr þessu. Það sem vera átti gleðidagur í lífi drengsins unga breyttist í martröð. Og þetta var ekki fyrsta martröðin sem hann upplifði glaðvakandi um hábjartan dag. Þær hafa verið margar; óteljandi, og alltaf jafn hræðilegar. Og hann bara nýorðinn átta ára. Afleiðingar eineltis geta verið hrikalegar. Djúp ör eru mörkuð í hjörtu þeirra sem fyrir verða og mörg dæmi eru um að fólk sem orðið hefur fyrir einelti í æsku bíði þess ekki bætur og glími við margs konar erfiðleika síðar á lífsleiðinni. Mennirnir hafa í gegnum árin og aldirnar búið sér til fullt af vandamálum og verja svo tíma og peningum í að reyna að leysa þau. Segja má að einelti sé af þeim toga enda er það ekki náttúrulögmál að börn gangi svo hart og grimmilega fram gegn öðrum börnum að sálarástand þolenda sé eins og eftir hamfarir. Samtökin Regnbogabörn standa í markvissri baráttu gegn einelti. Regnbogabörn voru stofnuð fyrir þremur árum að undirlagi Stefáns Karls Stefánssonar leikara, sem þá hafði um nokkurt skeið vakið athygli á því mikla vandamáli sem einelti er. Hann hafði sjálfur orðið fyrir barðinu á því og ræddi opinskátt um þá lífsraun sína. Olweusaráætlunin gegn einelti er rekin í fjölda grunnskóla undir forystu Þorláks Helgasonar. Áætlunin er skipulögð í þaula og nær til þúsunda nemenda á öllu landinu. Bæði þessi verkefni hafa gengið vel og forvígismenn þeirra eiga þakkir skildar. En hvað sem áætlunum og félagasamtökum líður hlýtur sjálft vandamálið að hvíla í kollum þeirra sem leggja aðra í einelti. Og um leið hlýtur ábyrgðin að vera hjá uppalendum viðkomandi. Ekki er þar með sagt að uppalendur hafi með einhverjum hætti búið svo um hnúta að börnin hafi gaman af að leggja aðra í einelti en það er þeirra að taka á málum. Vitaskuld er sárt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að barnið manns meiði aðra en án slíkrar viðurkenningar breytist ekki neitt. Og augljóslega þarf þetta að breytast. Með viljann að vopni er hægt að forða fjölda barna frá stöðugri vanlíðan á bernskuárunum og margs konar sálarglímum síðar á lífsleiðinni. Látum það ekki gerast að kakan verði tekin ósnert af borðinu í níu ára afmæli drengsins í Kópavogi með öllum þeim ömurleika sem því fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Í Kópavogi býr drengur sem varð átta ára um daginn. Eins og gengur með drengi á hans aldri vaknaði hann snemma daginn sem afmælisveislan skyldi haldin og skein eftirvæntingin úr augum hans. Hann undirbjó veisluna með foreldrum sínum; tók til, lagði á borð og aðstoðaði við að skreyta kökuna. Þegar veislan var að hefjast fór hann í sparifötin. Klukkan sló þrjú og von var á gestunum á hverri stundu. Hann hafði boðið strákunum í bekknum sínum og beið spenntur eftir að þeir tíndust í hús. Hann hlakkaði til að sýna þeim herbergið sitt, leyfa þeim að leika með dótið sitt og gefa þeim af kökunni. Og auðvitað hlakkaði hann til að fá frá þeim gjafir. En tíminn leið og aldrei gall bjallan. Saman furðuðu hann og foreldrar hans sig á þessu og gengu þau meðal annars úr skugga um að rétt dag- og tímasetning hefði verið á boðskortunum og eins að heimilisfangið hefði ekki skolast til. Þegar klukkustund var liðin frá því að afmælisveislan átti að hefjast var kökunni stungið inn í ísskáp. Og smátt og smátt, án þess að um það væri talað, var gengið frá öllu öðru. Það kæmi enginn úr þessu. Það sem vera átti gleðidagur í lífi drengsins unga breyttist í martröð. Og þetta var ekki fyrsta martröðin sem hann upplifði glaðvakandi um hábjartan dag. Þær hafa verið margar; óteljandi, og alltaf jafn hræðilegar. Og hann bara nýorðinn átta ára. Afleiðingar eineltis geta verið hrikalegar. Djúp ör eru mörkuð í hjörtu þeirra sem fyrir verða og mörg dæmi eru um að fólk sem orðið hefur fyrir einelti í æsku bíði þess ekki bætur og glími við margs konar erfiðleika síðar á lífsleiðinni. Mennirnir hafa í gegnum árin og aldirnar búið sér til fullt af vandamálum og verja svo tíma og peningum í að reyna að leysa þau. Segja má að einelti sé af þeim toga enda er það ekki náttúrulögmál að börn gangi svo hart og grimmilega fram gegn öðrum börnum að sálarástand þolenda sé eins og eftir hamfarir. Samtökin Regnbogabörn standa í markvissri baráttu gegn einelti. Regnbogabörn voru stofnuð fyrir þremur árum að undirlagi Stefáns Karls Stefánssonar leikara, sem þá hafði um nokkurt skeið vakið athygli á því mikla vandamáli sem einelti er. Hann hafði sjálfur orðið fyrir barðinu á því og ræddi opinskátt um þá lífsraun sína. Olweusaráætlunin gegn einelti er rekin í fjölda grunnskóla undir forystu Þorláks Helgasonar. Áætlunin er skipulögð í þaula og nær til þúsunda nemenda á öllu landinu. Bæði þessi verkefni hafa gengið vel og forvígismenn þeirra eiga þakkir skildar. En hvað sem áætlunum og félagasamtökum líður hlýtur sjálft vandamálið að hvíla í kollum þeirra sem leggja aðra í einelti. Og um leið hlýtur ábyrgðin að vera hjá uppalendum viðkomandi. Ekki er þar með sagt að uppalendur hafi með einhverjum hætti búið svo um hnúta að börnin hafi gaman af að leggja aðra í einelti en það er þeirra að taka á málum. Vitaskuld er sárt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að barnið manns meiði aðra en án slíkrar viðurkenningar breytist ekki neitt. Og augljóslega þarf þetta að breytast. Með viljann að vopni er hægt að forða fjölda barna frá stöðugri vanlíðan á bernskuárunum og margs konar sálarglímum síðar á lífsleiðinni. Látum það ekki gerast að kakan verði tekin ósnert af borðinu í níu ára afmæli drengsins í Kópavogi með öllum þeim ömurleika sem því fylgir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun