Bandaríkin og fangaflug 29. nóvember 2005 06:00 Gagnrýni á hið svokallaða fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, heldur stöðugt áfram víða í Evrópu. Hér kvaddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um fangaflugið um helgina, og það sama hafa margir stjórnarandstæðingar í nágrannalöndunum gert. Í kringum helgina hefur verið mikil umræða um málið í Þýskalandi, einkum vegna þess að nýr utanríkisráðherra Þjóðverja, jafnaðarmaðurinn Frank-Walter Steinmeier, er nú í Bandaríkjunum í sinni fyrstu utanlandsferð sem utanríkisráðherra. Hann ræðir þar við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í aðalstöðvunum í New York, áður en hann fer til fundar við ráðamenn í Washington, en þar hittir hann utanríkisráðherra landsins og fulltrúa þjóðaröryggisráðsins. Steinmeier var varkár í viðtölum sínum við þýska fjölmiðla um málið áður en hann hélt vestur um haf. Hann sagðist að vísu hafa vissar grunsemdir um málið eftir að hafa lesið um það í blöðum, en vildi ekkert fullyrða fyrr en hann hefði kynnt sér það. Þetta er dæmigert fyrir svör ráðherra um málið, og það á einnig við hér á landi. Evrópuráðið hefur hafið sérstaka rannsókn vegna ítrekaðra frétta um fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar og sérstök fangelsi á meginlandi Evrópu þar sem fangar eiga að hafa verið pyntaðir. Hér á landi hljóta stjórnvöld að láta kanna allar grunsamlegar ferðir flugvéla um íslenska lofthelgi, hvort sem vélarnar hafa lent hér eða aðeins flogið hér um. Við eigum aðild að Evrópuráðinu og hljótum að leggja okkar af mörkum til að upplýsa um þetta mál, sem hófst með fréttum í dagblaðinu Washington Post. Þá hljóta íslensk stjórnvöld að krefja Bandaríkjamenn beint svara um flug grunsamlegra flugvéla hingað, enda þótt djúpt geti verið á svörum þegar um starfsemi leyniþjónustunnar CIA er að ræða. Rannsókn Evrópuráðsins á ekki að ljúka fyrr en í lok febrúar á næsta ári og á meðan halda sögurnar um fangaflug og pyntingafangabúðir Bandaríkjamanna í Evrópu áfram. Þau tvö lönd sem sérstaklega hafa verið nefnd í þessum efnum eru Pólland og Rúmenía. Pólverjar segjast ekkert kannast við málið og fyrir Rúmena er mikilvægt að hreinsa sig af því vegna hugsanlegrar aðildar þeirra að Evrópusambandinu á allra næstu árum. Þær fáu myndir sem sýndar hafa verið frá Guantánamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu setja að manni hroll, ekki síst þegar í hlut á ríki þar sem menn hefðu talið að einföldustu mannréttindi væru í heiðri höfð. Hvernig er hægt að halda mönnum föngnum við ömurlegar aðstæður svo mánuðum skiptir, án þess að þeir fái réttláta dómsmeðferð? Ef þeir eru taldir sekir um einhver afbrot á auðvitað að rétta í málum þeirra og láta þá lausa ef ekkert sannast á þá, en að öðrum kosti að dæma þá og láta þá taka út réttláta hegningu, svo þeir geti orðið frjálsir á ný. Þetta er gangur mála í flestum lýðræðisríkjum sem við viljum hafa samskipti við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Gagnrýni á hið svokallaða fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, heldur stöðugt áfram víða í Evrópu. Hér kvaddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs um fangaflugið um helgina, og það sama hafa margir stjórnarandstæðingar í nágrannalöndunum gert. Í kringum helgina hefur verið mikil umræða um málið í Þýskalandi, einkum vegna þess að nýr utanríkisráðherra Þjóðverja, jafnaðarmaðurinn Frank-Walter Steinmeier, er nú í Bandaríkjunum í sinni fyrstu utanlandsferð sem utanríkisráðherra. Hann ræðir þar við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í aðalstöðvunum í New York, áður en hann fer til fundar við ráðamenn í Washington, en þar hittir hann utanríkisráðherra landsins og fulltrúa þjóðaröryggisráðsins. Steinmeier var varkár í viðtölum sínum við þýska fjölmiðla um málið áður en hann hélt vestur um haf. Hann sagðist að vísu hafa vissar grunsemdir um málið eftir að hafa lesið um það í blöðum, en vildi ekkert fullyrða fyrr en hann hefði kynnt sér það. Þetta er dæmigert fyrir svör ráðherra um málið, og það á einnig við hér á landi. Evrópuráðið hefur hafið sérstaka rannsókn vegna ítrekaðra frétta um fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar og sérstök fangelsi á meginlandi Evrópu þar sem fangar eiga að hafa verið pyntaðir. Hér á landi hljóta stjórnvöld að láta kanna allar grunsamlegar ferðir flugvéla um íslenska lofthelgi, hvort sem vélarnar hafa lent hér eða aðeins flogið hér um. Við eigum aðild að Evrópuráðinu og hljótum að leggja okkar af mörkum til að upplýsa um þetta mál, sem hófst með fréttum í dagblaðinu Washington Post. Þá hljóta íslensk stjórnvöld að krefja Bandaríkjamenn beint svara um flug grunsamlegra flugvéla hingað, enda þótt djúpt geti verið á svörum þegar um starfsemi leyniþjónustunnar CIA er að ræða. Rannsókn Evrópuráðsins á ekki að ljúka fyrr en í lok febrúar á næsta ári og á meðan halda sögurnar um fangaflug og pyntingafangabúðir Bandaríkjamanna í Evrópu áfram. Þau tvö lönd sem sérstaklega hafa verið nefnd í þessum efnum eru Pólland og Rúmenía. Pólverjar segjast ekkert kannast við málið og fyrir Rúmena er mikilvægt að hreinsa sig af því vegna hugsanlegrar aðildar þeirra að Evrópusambandinu á allra næstu árum. Þær fáu myndir sem sýndar hafa verið frá Guantánamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu setja að manni hroll, ekki síst þegar í hlut á ríki þar sem menn hefðu talið að einföldustu mannréttindi væru í heiðri höfð. Hvernig er hægt að halda mönnum föngnum við ömurlegar aðstæður svo mánuðum skiptir, án þess að þeir fái réttláta dómsmeðferð? Ef þeir eru taldir sekir um einhver afbrot á auðvitað að rétta í málum þeirra og láta þá lausa ef ekkert sannast á þá, en að öðrum kosti að dæma þá og láta þá taka út réttláta hegningu, svo þeir geti orðið frjálsir á ný. Þetta er gangur mála í flestum lýðræðisríkjum sem við viljum hafa samskipti við.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun