Undanhald í málum CIA 8. desember 2005 06:00 Á sama tíma og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, undirritaði samkomulag við varnarmálaráðherra Rúmena um afnot Bandaríkjamnana af herstöðvum þar í landi, birtu alþjóðlegar fréttastofur og fjölmiðlar víða um heim stöðugt fleiri fréttir af leynifangelsum Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu, einkum Póllandi og Rúmeníu. Stjórnvöld í báðum þessum löndum hafa neitað tilvist slíkra fangelsa en samt heldur orðrómurinn áfram. Lýsingar á meðferð meintra hryðjuverkamanna í fangelsum utan Bandaríkjanna eru ótrúlegar og minna helst á meðferð manna á miðöldum eða á tímum nasista í Evrópu. Bæði Pólverjar og Rúmenar hafa verið með hermenn í Írak til stuðnings Bandaríkjamönnum og við undirskrift herstöðvasamningsins í Rúmeníu í vikunni staðfestu þarlend yfirvöld að hermenn þeirra myndu áfram verða þar. Pólverjar hafa verið þar með mun fleiri hermenn og þeir hafa lagt sig í líma við að þvo af sér kommastimpilinn, ef svo má að orði komast, og vingast við Bandaríkjamenn á margvíslegan hátt. Rúmenar eru fátæk þjóð, sem berst nú fyrir því að komast í Evrópusambandið. Þeir hafa líklega talið herstöðvasamninginn heppilegan í ljósi þess, þótt ekkert samband eigi þó að vera á milli hans og aðildarinnar að ESB. Í fyrra hafði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðkomu á herflugvelli í Rúmeníu og er það líklega sá sami og á að hýsa aðalstöðvar Bandaríkjamanna þar í landi, samkvæmt hinum nýgerða samningi. Ef lýsingar alþjóðlegra fréttastofa af yfirheyrsluaðferðum CIA utan Bandaríkjanna eru réttar ættu þeir að skammast sín. Þær samrýmast ekki siðuðum þjóðum, þó svo að um meinta hryðjuverkamenn sé að ræða. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir fyrrverandi og núverandi starfsmönnum CIA og á meðan annað hefur ekki komið fram verður að telja þær réttar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefður reyndar verið á stöðugu undanhaldi í þessu máli allt frá því hún lagði upp í Evrópuferðina frá Bandaríkjunum. Í upphafi ferðar viðurkenndi hún að borgaralegar flugvélar hefðu verið notaðar til að flytja meinta hryðjuverkamenn milli landa, en gat þess jafnframt að þar væri við erfið mál að eiga. Nokkrar þessara flugvéla hafa sem kunnugt er haft viðkomu hér á landi en ekki er vitað til þess að um borð í þeim hafi verið fangar. Nýjustu fréttir herma að Bandaríkjastjórn hafi látið undan þrýstingi varðandi yfirheyrsluaðfeðir, því utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði þegar hún kom til Úkraínu að hér eftir giltu sömu aðferðir varðandi yfirheyrslur yfir mönnum innan Bandaríkjanna og utan þeirra. Vitnaði hún í samþykkt Sameinuðu þjóðanna varðandi þessi mál, en þar eru ákvæði sem banna pyntingar við yfirheyrslur. Bandaríkjamenn verða að leggja öll spilin á borðið í þessu máli. Það er þeim sjálfum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Á sama tíma og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, undirritaði samkomulag við varnarmálaráðherra Rúmena um afnot Bandaríkjamnana af herstöðvum þar í landi, birtu alþjóðlegar fréttastofur og fjölmiðlar víða um heim stöðugt fleiri fréttir af leynifangelsum Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu, einkum Póllandi og Rúmeníu. Stjórnvöld í báðum þessum löndum hafa neitað tilvist slíkra fangelsa en samt heldur orðrómurinn áfram. Lýsingar á meðferð meintra hryðjuverkamanna í fangelsum utan Bandaríkjanna eru ótrúlegar og minna helst á meðferð manna á miðöldum eða á tímum nasista í Evrópu. Bæði Pólverjar og Rúmenar hafa verið með hermenn í Írak til stuðnings Bandaríkjamönnum og við undirskrift herstöðvasamningsins í Rúmeníu í vikunni staðfestu þarlend yfirvöld að hermenn þeirra myndu áfram verða þar. Pólverjar hafa verið þar með mun fleiri hermenn og þeir hafa lagt sig í líma við að þvo af sér kommastimpilinn, ef svo má að orði komast, og vingast við Bandaríkjamenn á margvíslegan hátt. Rúmenar eru fátæk þjóð, sem berst nú fyrir því að komast í Evrópusambandið. Þeir hafa líklega talið herstöðvasamninginn heppilegan í ljósi þess, þótt ekkert samband eigi þó að vera á milli hans og aðildarinnar að ESB. Í fyrra hafði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðkomu á herflugvelli í Rúmeníu og er það líklega sá sami og á að hýsa aðalstöðvar Bandaríkjamanna þar í landi, samkvæmt hinum nýgerða samningi. Ef lýsingar alþjóðlegra fréttastofa af yfirheyrsluaðferðum CIA utan Bandaríkjanna eru réttar ættu þeir að skammast sín. Þær samrýmast ekki siðuðum þjóðum, þó svo að um meinta hryðjuverkamenn sé að ræða. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir fyrrverandi og núverandi starfsmönnum CIA og á meðan annað hefur ekki komið fram verður að telja þær réttar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefður reyndar verið á stöðugu undanhaldi í þessu máli allt frá því hún lagði upp í Evrópuferðina frá Bandaríkjunum. Í upphafi ferðar viðurkenndi hún að borgaralegar flugvélar hefðu verið notaðar til að flytja meinta hryðjuverkamenn milli landa, en gat þess jafnframt að þar væri við erfið mál að eiga. Nokkrar þessara flugvéla hafa sem kunnugt er haft viðkomu hér á landi en ekki er vitað til þess að um borð í þeim hafi verið fangar. Nýjustu fréttir herma að Bandaríkjastjórn hafi látið undan þrýstingi varðandi yfirheyrsluaðfeðir, því utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði þegar hún kom til Úkraínu að hér eftir giltu sömu aðferðir varðandi yfirheyrslur yfir mönnum innan Bandaríkjanna og utan þeirra. Vitnaði hún í samþykkt Sameinuðu þjóðanna varðandi þessi mál, en þar eru ákvæði sem banna pyntingar við yfirheyrslur. Bandaríkjamenn verða að leggja öll spilin á borðið í þessu máli. Það er þeim sjálfum fyrir bestu.