Þegar kristna íhaldströllið stal jólunum 17. desember 2005 00:01 Í Blaðinu á fimmtudaginn er viðtal við varaþingmann Samfylkingarinnar þar sem hann kvartar yfir því að frjálslyndi nútímans sé að færa okkur "á vit miðalda". Þetta segir maðurinn jafnframt því sem hann hampar kirkjunni og kristnum gildum. Nú er kannski ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem tjáir sig í opinberri umræðu hafi vit á því sem það er að tala um, hvað þá ef stjórnmálamenn eru á ferð. Í allri vinsemd vil ég þó benda manninum á að sækja þó ekki væri nema 0-áfanga í miðaldafræði og ætti það að nægja til þess að sýna honum fram á að hann átti marga skoðanabræður á þeim tíma, mun fleiri en frjálslynt fólk nú á dögum. Önnur villa sem varaþingmaður gerir að grundvelli sinna kristnu gilda kemur beint frá kristnum íhaldsmönnum í Bandaríkjunum sem halda því fram að vegið sé að jólunum með þessum nútímalegu áherslum á fjölmenningarsamfélagið. Nú megi ekki óska fólki lengur gleðilegra jóla heldur verði að segja "gleðilegar hátíðir". Sá siður mun raunar einkum vera tekinn upp af tilitssemi við gyðinga, sem halda upp á Hanukkah á svipuðum tíma. Það er hins vegar greinilegt að krataforinginn óttast það að sú tillitssemi muni jafnvel ná til fleiri semíta. Það má auðvitað ekki. Málsvörn varaþingmannsins fyrir eignarhaldi kristinna manna á jólunum er hins vegar á misskilningi byggð. Það er ekki hægt að stela frá fólki því sem það hefur aldrei átt og jólin hafa aldrei verið neitt sérstaklega kristin hátíð. Sá siður að halda vetrarsólstöðuhátíðir er ævaforn. Norræna orðið jól og enska orðið yule voru t.a.m. notuð yfir slíkar miðsvetrarhátíðir löngu fyrir kristnitöku. Í norrænum ritum er talað um að "drekka jól" sem bendir til veisluhalds. Ekki er ljóst að slík hátíð hafi haft trúarlegt innihald í heiðnum sið en það er þó líklegt, miðað við það sem við þekkjum til annars staðar. Í Rómaveldi var t.d. frá fornu fari haldin hátíð til heiðurs guðinum Satúrnusi frá 17. til 23. desember. Þessi hátíð var nefnd Saturnalia. Í íslenskum miðaldaritum var Satúrnus kallaður Freyr og sérstætt að hugsa til þess að jólin í þeirri mynd sem við þekkjum þau hafi upphaflega verið Freyshátíð. Með landvinningum sínum í austri á 1. öld f. Kr. komust Rómverjar í kynni við trúarbrögð þar sem slíkar hátíðir voru tengdar við fæðingu guðs. Þar er merkastur persneski guðinn Míþras en hann átti að hafa fæðst 25. desember. Slíkt er auðvitað eðlilegt þegar um sólguð er að ræða, að hann sé talinn fæðast við vetrarsólstöður. Meðal áhangenda Míþrasar voru keisararnir Nero og Commodus. Míþras var tignaður víða í Rómaveldi þar til kristni var lögtekin þar á 4. öld. Aurelianus Rómarkeisari, sem var við völd 270-275, vildi sameina þessar sólstöðuhátíðir Saturnalia-hátíðinni. Úr varð fæðingardagur sólarinnar ósigrandi (dies natalis Solis invicti) sem haldinn var hátíðlegur 25. desember. Á hinn bóginn höfðu kristnir menn ekki ákveðnar hugmyndir um fæðingardag Jesú og ekki þótti sérstök ástæða til að halda upp á hann. Ýmsir dagar voru þar nefndir til, ekki síst á vordögum enda mátti ráða af guðspjöllunum að Kristur hefði fæðst þá. Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan hins vegar ýmsa forna helgidaga. Þar á meðal var fæðingarhátíð frelsarans sem tengd var hátíðahöldunum á degi sólarinnar. Á 5. öld var 25. desember opinberlega lýstur fæðingardagur Jesú af hálfu kirkjunnar í Róm. Þá hófst sá miðaldasiður að kristnir menn tóku að einoka jólin. Jólahátíðin er því sambland af fornri trú á persneskan sólguð, hátíð helgaðri rómverskum frjósemisguð og fæðingarhátíð sólarinnar en allir þessir þræðir tengdust síðan í hátíð sem helguð er spámanni af gyðingaættum. En áður en sú hátíð kom til sögunnar drukku Íslendingar jól og munu líklega gera það um langan aldur. Þessi þversögn, sem mætti jafnvel kalla "kontrapunkt í lífinu", truflar líklega fæsta sæmilega umburðarlynda kristna menn í því að halda upp á jólin ásamt ásatrúarfélaginu, sem vissulega á þó meiri hefðarrétt til þessarar hátíðar. Forvitnilegt verður að sjá hvaða illsku kristnir íhaldsmenn á Íslandi reyna næst að heimfæra upp á fjölmenningarsamfélagið. Er það kannski móðgun við kristna trú að kenna börnum að til séu fleiri jólasveinar en ameríski coca-cola sveinninn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Í Blaðinu á fimmtudaginn er viðtal við varaþingmann Samfylkingarinnar þar sem hann kvartar yfir því að frjálslyndi nútímans sé að færa okkur "á vit miðalda". Þetta segir maðurinn jafnframt því sem hann hampar kirkjunni og kristnum gildum. Nú er kannski ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem tjáir sig í opinberri umræðu hafi vit á því sem það er að tala um, hvað þá ef stjórnmálamenn eru á ferð. Í allri vinsemd vil ég þó benda manninum á að sækja þó ekki væri nema 0-áfanga í miðaldafræði og ætti það að nægja til þess að sýna honum fram á að hann átti marga skoðanabræður á þeim tíma, mun fleiri en frjálslynt fólk nú á dögum. Önnur villa sem varaþingmaður gerir að grundvelli sinna kristnu gilda kemur beint frá kristnum íhaldsmönnum í Bandaríkjunum sem halda því fram að vegið sé að jólunum með þessum nútímalegu áherslum á fjölmenningarsamfélagið. Nú megi ekki óska fólki lengur gleðilegra jóla heldur verði að segja "gleðilegar hátíðir". Sá siður mun raunar einkum vera tekinn upp af tilitssemi við gyðinga, sem halda upp á Hanukkah á svipuðum tíma. Það er hins vegar greinilegt að krataforinginn óttast það að sú tillitssemi muni jafnvel ná til fleiri semíta. Það má auðvitað ekki. Málsvörn varaþingmannsins fyrir eignarhaldi kristinna manna á jólunum er hins vegar á misskilningi byggð. Það er ekki hægt að stela frá fólki því sem það hefur aldrei átt og jólin hafa aldrei verið neitt sérstaklega kristin hátíð. Sá siður að halda vetrarsólstöðuhátíðir er ævaforn. Norræna orðið jól og enska orðið yule voru t.a.m. notuð yfir slíkar miðsvetrarhátíðir löngu fyrir kristnitöku. Í norrænum ritum er talað um að "drekka jól" sem bendir til veisluhalds. Ekki er ljóst að slík hátíð hafi haft trúarlegt innihald í heiðnum sið en það er þó líklegt, miðað við það sem við þekkjum til annars staðar. Í Rómaveldi var t.d. frá fornu fari haldin hátíð til heiðurs guðinum Satúrnusi frá 17. til 23. desember. Þessi hátíð var nefnd Saturnalia. Í íslenskum miðaldaritum var Satúrnus kallaður Freyr og sérstætt að hugsa til þess að jólin í þeirri mynd sem við þekkjum þau hafi upphaflega verið Freyshátíð. Með landvinningum sínum í austri á 1. öld f. Kr. komust Rómverjar í kynni við trúarbrögð þar sem slíkar hátíðir voru tengdar við fæðingu guðs. Þar er merkastur persneski guðinn Míþras en hann átti að hafa fæðst 25. desember. Slíkt er auðvitað eðlilegt þegar um sólguð er að ræða, að hann sé talinn fæðast við vetrarsólstöður. Meðal áhangenda Míþrasar voru keisararnir Nero og Commodus. Míþras var tignaður víða í Rómaveldi þar til kristni var lögtekin þar á 4. öld. Aurelianus Rómarkeisari, sem var við völd 270-275, vildi sameina þessar sólstöðuhátíðir Saturnalia-hátíðinni. Úr varð fæðingardagur sólarinnar ósigrandi (dies natalis Solis invicti) sem haldinn var hátíðlegur 25. desember. Á hinn bóginn höfðu kristnir menn ekki ákveðnar hugmyndir um fæðingardag Jesú og ekki þótti sérstök ástæða til að halda upp á hann. Ýmsir dagar voru þar nefndir til, ekki síst á vordögum enda mátti ráða af guðspjöllunum að Kristur hefði fæðst þá. Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan hins vegar ýmsa forna helgidaga. Þar á meðal var fæðingarhátíð frelsarans sem tengd var hátíðahöldunum á degi sólarinnar. Á 5. öld var 25. desember opinberlega lýstur fæðingardagur Jesú af hálfu kirkjunnar í Róm. Þá hófst sá miðaldasiður að kristnir menn tóku að einoka jólin. Jólahátíðin er því sambland af fornri trú á persneskan sólguð, hátíð helgaðri rómverskum frjósemisguð og fæðingarhátíð sólarinnar en allir þessir þræðir tengdust síðan í hátíð sem helguð er spámanni af gyðingaættum. En áður en sú hátíð kom til sögunnar drukku Íslendingar jól og munu líklega gera það um langan aldur. Þessi þversögn, sem mætti jafnvel kalla "kontrapunkt í lífinu", truflar líklega fæsta sæmilega umburðarlynda kristna menn í því að halda upp á jólin ásamt ásatrúarfélaginu, sem vissulega á þó meiri hefðarrétt til þessarar hátíðar. Forvitnilegt verður að sjá hvaða illsku kristnir íhaldsmenn á Íslandi reyna næst að heimfæra upp á fjölmenningarsamfélagið. Er það kannski móðgun við kristna trú að kenna börnum að til séu fleiri jólasveinar en ameríski coca-cola sveinninn?