Jólakauptíð að ljúka 23. desember 2005 13:56 Einni mestu jólakauptíð Íslandssögunnar lýkur senn og verslunareigendur flestir hverjir hljóta að vera ánægðir með jólaverslunina. Það tilheyrir jólum að menn geri vel við sig í mat og drykk og gefi hverjir öðrum gjafir. Þetta hvort tveggja getur þó farið út fyrir skynsamleg mörk, en efnahagur hvers og eins og eins ræður hér för eins og varðandi margt annað í lífinu. Með aukinni velsæld og stöðugt fleiri einstaklingum sem hafa ofurlaun, hlýtur neyslumunstrið og verðmætamatið að breytast. Bækur hafa löngum verið vinsælar jólagjafir hér á landi og þótti enginn maður með mönnum hér áður fyrr, nema hann fengi svo og svo margar bækur í jólagjöf. Með innreið tónlistarinnar á jólamarkaðinn voru margir svartsýnir á stöðu bókarinnar, en hún heldur enn velli og er það vel. Bókaútgáfan blómstrar og ef eitthvað er þá hefur þeim bókaútgáfum fjölgað sem virðast ætla að lifa og dafna, eftir mikið samþjöppunarskeið fyrir nokkrum árum. Bókmenntaþjóðin Íslendingar stendur því enn undir nafni, þótt skáldverkin og útgáfan hafi breyst mikið á allra síðustu árum. Ótrúlegur fjöldi sakamálabóka kemur út fyrir þessi jól, og það er eins og velgengni eins höfundar kalli á fleiri og fleiri höfunda í þessari grein svo manni þykir nóg um. Hefðbundnar skáldsögur hafa fallið í skuggann af sakamálasögunum. Fjölmargar skáldsögur hafa að vísu komið út nú á síðustu vikum, en umræðan í þjóðfélaginu beinist frekar að sakamálasögunum, og ekkert nema gott um að það segja á meðan bækur eru til umræðu. En mitt í öllu amstrinu fyrir jólin og um það bil sem jólakauptíðinni er að ljúka er hollt að minnast þess að það búa ekki allir við allsnægtir. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur um langt skeið safnað handa bágstöddum á aðventunni, og gerir það líka nú. Að þessu sinni verður söfnunarfénu varið til vatnsöflunar í fátækum Afríkuríkjum, einkum þó Mósambik, sem er eitt fátækasta land í heimi. Það eru til margar frásagnir af því hve vatnsöflun til daglegra nota getur verið miklum erfiðleikum bundin í þessum löndum. Við sem skrúfum hugsunarlaust frá krananum mörgum sinnum á dag, og spörum ekki vatnið, getum varla sett okkur í spor þeirra sem þurfa sumstaðar að verja mörgum tímum á dag til að afla nauðsynlegs vatns þótt sparlega sé með það farið. Það er því full ástæða til þess að minna fólk á að "skrúfa frá krananum" og styrkja með því vatnsöflun fátæks fólks í Afríku. Lítil upphæð getur gert kraftaverk, hvað þá þegar hópar vina, kunningja eða starfsfélaga taka sig saman og gefa myndarlegar upphæðir í þessa söfnun eins og dæmi eru um nú á aðventunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Einni mestu jólakauptíð Íslandssögunnar lýkur senn og verslunareigendur flestir hverjir hljóta að vera ánægðir með jólaverslunina. Það tilheyrir jólum að menn geri vel við sig í mat og drykk og gefi hverjir öðrum gjafir. Þetta hvort tveggja getur þó farið út fyrir skynsamleg mörk, en efnahagur hvers og eins og eins ræður hér för eins og varðandi margt annað í lífinu. Með aukinni velsæld og stöðugt fleiri einstaklingum sem hafa ofurlaun, hlýtur neyslumunstrið og verðmætamatið að breytast. Bækur hafa löngum verið vinsælar jólagjafir hér á landi og þótti enginn maður með mönnum hér áður fyrr, nema hann fengi svo og svo margar bækur í jólagjöf. Með innreið tónlistarinnar á jólamarkaðinn voru margir svartsýnir á stöðu bókarinnar, en hún heldur enn velli og er það vel. Bókaútgáfan blómstrar og ef eitthvað er þá hefur þeim bókaútgáfum fjölgað sem virðast ætla að lifa og dafna, eftir mikið samþjöppunarskeið fyrir nokkrum árum. Bókmenntaþjóðin Íslendingar stendur því enn undir nafni, þótt skáldverkin og útgáfan hafi breyst mikið á allra síðustu árum. Ótrúlegur fjöldi sakamálabóka kemur út fyrir þessi jól, og það er eins og velgengni eins höfundar kalli á fleiri og fleiri höfunda í þessari grein svo manni þykir nóg um. Hefðbundnar skáldsögur hafa fallið í skuggann af sakamálasögunum. Fjölmargar skáldsögur hafa að vísu komið út nú á síðustu vikum, en umræðan í þjóðfélaginu beinist frekar að sakamálasögunum, og ekkert nema gott um að það segja á meðan bækur eru til umræðu. En mitt í öllu amstrinu fyrir jólin og um það bil sem jólakauptíðinni er að ljúka er hollt að minnast þess að það búa ekki allir við allsnægtir. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur um langt skeið safnað handa bágstöddum á aðventunni, og gerir það líka nú. Að þessu sinni verður söfnunarfénu varið til vatnsöflunar í fátækum Afríkuríkjum, einkum þó Mósambik, sem er eitt fátækasta land í heimi. Það eru til margar frásagnir af því hve vatnsöflun til daglegra nota getur verið miklum erfiðleikum bundin í þessum löndum. Við sem skrúfum hugsunarlaust frá krananum mörgum sinnum á dag, og spörum ekki vatnið, getum varla sett okkur í spor þeirra sem þurfa sumstaðar að verja mörgum tímum á dag til að afla nauðsynlegs vatns þótt sparlega sé með það farið. Það er því full ástæða til þess að minna fólk á að "skrúfa frá krananum" og styrkja með því vatnsöflun fátæks fólks í Afríku. Lítil upphæð getur gert kraftaverk, hvað þá þegar hópar vina, kunningja eða starfsfélaga taka sig saman og gefa myndarlegar upphæðir í þessa söfnun eins og dæmi eru um nú á aðventunni.