Dóri fisksali 28. desember 2005 00:04 Það var ekkert sældarbrauð að sækja mjólk upp á Holt. Þetta var fyrir 1960, Hermann og Eysteinn voru enn í ríkisstjórn, og Harry Belafonte söng Mærin frá Mexíkó í óskalögum sjúklinga alla laugardaga, gott ef pabbi átti ekki líka plötuna. Hannibal fantur syngur bara vel, sagði Vimmi. Nema við bræðurnir slitum barnsskónum við rætur Grímsstaðaholtsins í Reykjavík, og strákarnir í Grimsby áttu það til að stytta sér stundir við að lúskra á væsklunum úr hverfunum í kringum Holtið, ef við áttum erindi þangað, eða svo var sagt. Maður var með lífið í lúkunum. Ætli þeim líði ekki einhvern veginn svona, sebradýrunum í Serengeti? Og þó, nei, það er of mikið sagt. Þetta var háspenna, ekki lífshætta. Eftir á að hyggja man ég ekki til þess, að strákarnir á Holtinu hafi nokkurn tímann skert hár á höfði mínu, eða Vimma, sem var eldri og kaldari en ég. Þeir kveiktu stundum í brennunum okkar daginn fyrir gamlársdag og komu á vettvang á undan slökkviliðinu til að votta okkur innilega samúð, en það var eiginlega allt og sumt. Þarna uppi á Holtinu bjó fólk af ýmsu tagi, einkum erfiðisfólk: verkamenn, kennarar, kristniboði, sælúnir sjómenn. Og Jósefína í Nauthól. Hún stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum með gauðrifna nælonsokkana hangandi á hælunum, sígarettuna neglda við neðri vörina (Chesterfield, minnir mig, nema það hafi verið Lucky Strike) og ískrandi viskírödd af rámustu gerð. Þegar ég kom til Albaníu þrjátíu árum síðar, sá ég fullan sjó af sígaunakerlingum, en engin þeirra komst í hálfkvisti við Jósefínu. Dóra þekkti ég betur, manninn hennar, því að hann var þjálfarinn minn í fimmta flokki í Þrótti. Við æfðum annað veifið á háskólavellinum, þar sem drullupollarnir voru svo djúpir, að maður fór stundum á kaf. Fótboltinn heimtaði sitt. Dóri bar það með sér, að hann hafði séð og lifað sitt af hverju. Við vissum, að hann átti í basli með Bóbó, dótturson Jósefínu, og þá hina. Bóbó var miklu eldri en við, og augun í honum voru sokkin á víxl, stundum bæði í einu. Þess á milli lá hann í sólbaði, en sú iðja hafði ekki áður sézt til íslenzkra karlmanna, a.m.k. ekki á Grímsstaðaholtinu. Dóri var hlýr og geðslegur maður. Ef honum gramdist, sagði hann hilvítis hilvíti, lágt, eins og við sjálfan sig, svo að engum stafaði ógn af bældri gremjunni. Einu sinni fórum við upp að Sjómannaskóla að keppa við Fram, og þá kom meðhjálpari Dóra með stranga af myndum af berum stelpum og lofaði okkur einni mynd hverjum, ef við ynnum leikinn. Við skíttöpuðum, við voru bara ellefu ára. Myndirnar voru í reyndinni sakleysið sjálft, því að stúlkurnar voru kappklæddar miðað við margt annað, ég sé það núna. Mér finnst líklegt, að Dóri hafi húðskammað meðhjálparann: hilvítis hilvíti. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki. Það gefur lífinu lit og dregur úr lönguninni til að andvarpa með skáldinu: Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? En forréttindi eru yfirleitt þannig vaxin, að þau endast ekki lengi. Þess vegna hlaut að koma að því, að einhver snjall rithöfundur kæmist í sögurnar af Jósefínu og Dóra og deildi þeim með öðrum, og það gerði Einar Kárason með miklum brag. Djöflaeyjan er saga þessa fólks, heimildasaga, raunsönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð. Leikfélag Reykjavíkur setti söguna á svið fyrir mörgum árum - í bragga vestur í bæ, nema hvað. Þar leiddu þeir saman hesta sína Einar Kárason og leikstjórinn góði, Kjartan Ragnarsson, og Guðmundur Pálsson og Karl Guðmundsson léku Dóra svo vel, að mér fannst ég aftur vera kominn í Þrótt. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögunni var einnig fyrsta flokks. Bók, sviðsverk, bíómynd: þetta er þrenna í lagi. Og þegar sagnameistarinn Einar Kárason hafði skrifað sig svo kyrfilega inn í vitund þjóðarinnar með Djöflaeyjunni, hvar á byggðu bóli gat hann þá leitað fanga í aðra eins bók? - að öðrum verkum hans ólöstuðum. Hvar gat hann fundið söguefni, sem fær hárin til að rísa á höfðum lesendanna og opnar þeim mörgum um leið nýja sýn á samtíð sína? Af hvaða mönnum treysti hann sér til að segja svo krassandi sögur? Jónsbók Einars Kárasonar er heimildasaga, raunsönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun
Það var ekkert sældarbrauð að sækja mjólk upp á Holt. Þetta var fyrir 1960, Hermann og Eysteinn voru enn í ríkisstjórn, og Harry Belafonte söng Mærin frá Mexíkó í óskalögum sjúklinga alla laugardaga, gott ef pabbi átti ekki líka plötuna. Hannibal fantur syngur bara vel, sagði Vimmi. Nema við bræðurnir slitum barnsskónum við rætur Grímsstaðaholtsins í Reykjavík, og strákarnir í Grimsby áttu það til að stytta sér stundir við að lúskra á væsklunum úr hverfunum í kringum Holtið, ef við áttum erindi þangað, eða svo var sagt. Maður var með lífið í lúkunum. Ætli þeim líði ekki einhvern veginn svona, sebradýrunum í Serengeti? Og þó, nei, það er of mikið sagt. Þetta var háspenna, ekki lífshætta. Eftir á að hyggja man ég ekki til þess, að strákarnir á Holtinu hafi nokkurn tímann skert hár á höfði mínu, eða Vimma, sem var eldri og kaldari en ég. Þeir kveiktu stundum í brennunum okkar daginn fyrir gamlársdag og komu á vettvang á undan slökkviliðinu til að votta okkur innilega samúð, en það var eiginlega allt og sumt. Þarna uppi á Holtinu bjó fólk af ýmsu tagi, einkum erfiðisfólk: verkamenn, kennarar, kristniboði, sælúnir sjómenn. Og Jósefína í Nauthól. Hún stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum með gauðrifna nælonsokkana hangandi á hælunum, sígarettuna neglda við neðri vörina (Chesterfield, minnir mig, nema það hafi verið Lucky Strike) og ískrandi viskírödd af rámustu gerð. Þegar ég kom til Albaníu þrjátíu árum síðar, sá ég fullan sjó af sígaunakerlingum, en engin þeirra komst í hálfkvisti við Jósefínu. Dóra þekkti ég betur, manninn hennar, því að hann var þjálfarinn minn í fimmta flokki í Þrótti. Við æfðum annað veifið á háskólavellinum, þar sem drullupollarnir voru svo djúpir, að maður fór stundum á kaf. Fótboltinn heimtaði sitt. Dóri bar það með sér, að hann hafði séð og lifað sitt af hverju. Við vissum, að hann átti í basli með Bóbó, dótturson Jósefínu, og þá hina. Bóbó var miklu eldri en við, og augun í honum voru sokkin á víxl, stundum bæði í einu. Þess á milli lá hann í sólbaði, en sú iðja hafði ekki áður sézt til íslenzkra karlmanna, a.m.k. ekki á Grímsstaðaholtinu. Dóri var hlýr og geðslegur maður. Ef honum gramdist, sagði hann hilvítis hilvíti, lágt, eins og við sjálfan sig, svo að engum stafaði ógn af bældri gremjunni. Einu sinni fórum við upp að Sjómannaskóla að keppa við Fram, og þá kom meðhjálpari Dóra með stranga af myndum af berum stelpum og lofaði okkur einni mynd hverjum, ef við ynnum leikinn. Við skíttöpuðum, við voru bara ellefu ára. Myndirnar voru í reyndinni sakleysið sjálft, því að stúlkurnar voru kappklæddar miðað við margt annað, ég sé það núna. Mér finnst líklegt, að Dóri hafi húðskammað meðhjálparann: hilvítis hilvíti. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona fólki. Það gefur lífinu lit og dregur úr lönguninni til að andvarpa með skáldinu: Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? En forréttindi eru yfirleitt þannig vaxin, að þau endast ekki lengi. Þess vegna hlaut að koma að því, að einhver snjall rithöfundur kæmist í sögurnar af Jósefínu og Dóra og deildi þeim með öðrum, og það gerði Einar Kárason með miklum brag. Djöflaeyjan er saga þessa fólks, heimildasaga, raunsönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð. Leikfélag Reykjavíkur setti söguna á svið fyrir mörgum árum - í bragga vestur í bæ, nema hvað. Þar leiddu þeir saman hesta sína Einar Kárason og leikstjórinn góði, Kjartan Ragnarsson, og Guðmundur Pálsson og Karl Guðmundsson léku Dóra svo vel, að mér fannst ég aftur vera kominn í Þrótt. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögunni var einnig fyrsta flokks. Bók, sviðsverk, bíómynd: þetta er þrenna í lagi. Og þegar sagnameistarinn Einar Kárason hafði skrifað sig svo kyrfilega inn í vitund þjóðarinnar með Djöflaeyjunni, hvar á byggðu bóli gat hann þá leitað fanga í aðra eins bók? - að öðrum verkum hans ólöstuðum. Hvar gat hann fundið söguefni, sem fær hárin til að rísa á höfðum lesendanna og opnar þeim mörgum um leið nýja sýn á samtíð sína? Af hvaða mönnum treysti hann sér til að segja svo krassandi sögur? Jónsbók Einars Kárasonar er heimildasaga, raunsönn og rétt í öllum aðalatriðum, eða svo sýnist mér, úr nokkurri fjarlægð.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun