BF2 umfjöllun 29. ágúst 2005 00:01 Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition). Rétt eins og í fyrrverandi útgáfum er hægt að stökkva upp í hvaða farartæki sem er og stjórnað því að vild, en á meðal farartækja eru Skriðdrekar, Bílar, Þyrlur og Þotur. Ekkert slær þó út mikilvægi hermannsins sem nú er hægt að skipta niður í sveitir og fengið Commander til að stjórna þeim bæði skriflega og munlega, einnig getur hann hjálpað sveitunum sínum með ýmsum hjálpartækjum svo sem Byrgðum og Stórskotaárás. Með tilkomu leiksins hafa komið upp mörg ný andlit inn í Battlefield samfélagið. Þó hafa gamlingjarnir ekki allir látið sig hverfa og eru margir hverjir að finna sig í nýja leiknum. Þó svo að Íslendingar eiga erfitt með að fyrirgefa teamkill, hvort sem það er óvart eður ei, eru Íslendingar margir hverjir að taka leiknum vel og menn komnir á ágætt skrið í honum. Þegar ég spurði stjórnanda ice.bf, Deadman, um hvernig þeir væru að taka við leiknum, svaraði hann: "ice menn hafa tekið flestir hverjir vel í BF2, þó mörgum þyki nú ennþá meira koma til eldri leiksins BF42. Það stafar sennilega af frægðarljóma seinni heimstyrjaldarinnar en leiksins sem slíks. Nútímahernaður þykir bara sömu ekki jafn spennandi. Það sagt hefur þó nýi leikurinn greinilega strax náð til fleiri en sá gamli nú þegar". "það sést best þegar að gamlir CS menn eru byrjaðir að láta til sín taka í honum, menn sem létu aldrei sjá sig í BF42". bætti hann svo við. Þetta er ekki óalgengt sjónarmið hjá gömlu Battlefield 1942 spilurunum, sem eru nú búnir að færa sig yfir í Battleifeld 2. En hinsvegar má nefna það, mörgum til gleði, að það verður hægt að spila í Seinni Heimstyrjöldinni í BF2 í komandi framtíð með hjálp Mod-a eins og http://forgottenhope.bf1942files.com Forgotten Hope 2. Fyrir utan ágreinings á server á milli kjaftfora unglinga og furðulega getuleysi margra Íslendinga við að fyrirgefa öðrum, þá er hegðun mjög góð á server-um, og oft má finna góðan liðsanda í hinum og þessum sveitum á vígvellinum. Ein af nýjungum Battlefield 2 er, eins og var nefnt hér að ofan, að nú er hægt að safna saman hermönnum í hópa eða sveitir, og getur hver sveit talað sín á milli, munnlega, í gegnum VOIP (Voice Over IP). Ég mæli með að fólk notfæri sér þessa nýjung til að kynnast öðrum í Battlefield samfélaginu, sem og að auka liðs-spilun á server-inum. Út í gegn, frábær leikur sem á bjarta framtíð fyrir sér. Jóhannes Sigurðsson FatJoe Franz Leikjavísir Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition). Rétt eins og í fyrrverandi útgáfum er hægt að stökkva upp í hvaða farartæki sem er og stjórnað því að vild, en á meðal farartækja eru Skriðdrekar, Bílar, Þyrlur og Þotur. Ekkert slær þó út mikilvægi hermannsins sem nú er hægt að skipta niður í sveitir og fengið Commander til að stjórna þeim bæði skriflega og munlega, einnig getur hann hjálpað sveitunum sínum með ýmsum hjálpartækjum svo sem Byrgðum og Stórskotaárás. Með tilkomu leiksins hafa komið upp mörg ný andlit inn í Battlefield samfélagið. Þó hafa gamlingjarnir ekki allir látið sig hverfa og eru margir hverjir að finna sig í nýja leiknum. Þó svo að Íslendingar eiga erfitt með að fyrirgefa teamkill, hvort sem það er óvart eður ei, eru Íslendingar margir hverjir að taka leiknum vel og menn komnir á ágætt skrið í honum. Þegar ég spurði stjórnanda ice.bf, Deadman, um hvernig þeir væru að taka við leiknum, svaraði hann: "ice menn hafa tekið flestir hverjir vel í BF2, þó mörgum þyki nú ennþá meira koma til eldri leiksins BF42. Það stafar sennilega af frægðarljóma seinni heimstyrjaldarinnar en leiksins sem slíks. Nútímahernaður þykir bara sömu ekki jafn spennandi. Það sagt hefur þó nýi leikurinn greinilega strax náð til fleiri en sá gamli nú þegar". "það sést best þegar að gamlir CS menn eru byrjaðir að láta til sín taka í honum, menn sem létu aldrei sjá sig í BF42". bætti hann svo við. Þetta er ekki óalgengt sjónarmið hjá gömlu Battlefield 1942 spilurunum, sem eru nú búnir að færa sig yfir í Battleifeld 2. En hinsvegar má nefna það, mörgum til gleði, að það verður hægt að spila í Seinni Heimstyrjöldinni í BF2 í komandi framtíð með hjálp Mod-a eins og http://forgottenhope.bf1942files.com Forgotten Hope 2. Fyrir utan ágreinings á server á milli kjaftfora unglinga og furðulega getuleysi margra Íslendinga við að fyrirgefa öðrum, þá er hegðun mjög góð á server-um, og oft má finna góðan liðsanda í hinum og þessum sveitum á vígvellinum. Ein af nýjungum Battlefield 2 er, eins og var nefnt hér að ofan, að nú er hægt að safna saman hermönnum í hópa eða sveitir, og getur hver sveit talað sín á milli, munnlega, í gegnum VOIP (Voice Over IP). Ég mæli með að fólk notfæri sér þessa nýjung til að kynnast öðrum í Battlefield samfélaginu, sem og að auka liðs-spilun á server-inum. Út í gegn, frábær leikur sem á bjarta framtíð fyrir sér. Jóhannes Sigurðsson FatJoe
Franz Leikjavísir Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira