Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar Pjetur Sigurðsson skrifar 16. maí 2005 00:01 Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf. Eurovision Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf.
Eurovision Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira