Sérleyfi til manndrápa 8. ágúst 2005 00:01 Stundum er þráttað um það hvor hafi verið verri harðstjóri og afkastameiri fjöldamorðingi Hitler eða Stalín - og upp á síðkastið er Maó formaður oft nefndur, að ógleymdum ódáminum Lenín. Kannski er þetta ekki ýkja frjó umræða. Öllum þessum mönnum fylgdu vondir stjórnarhættir þar sem fólskan var leitt til öndvegis og morðæði var löghelgað. En þótt ekki varði mestu hvort það var milljóninni meira eða minna sem fórst af völdum stjórnarhátta þeirra þá ber okkur að muna þessa menn og alla þá mannfyrirlitningu sem þeir standa fyrir. Við þurfum að gæta okkar á þeirri hugmyndafræði sem þeir aðhylltust allir hver með sínum hætti: að þeir störfuðu í umboði hóps sem vegna píslarvættis eða yfirburða ætti inni drápskvóta og að því hefðu þeir nokkurs konar sérleyfi til manndrápa; störfuðu á undanþágu frá fimmta borðorðinu. Að þeir mættu starfa handan góðs og ills vegna sérstaks sögulegs hlutverks við að leiða lýðinn til ódáinsakra. Þessir harðstjórar og aðrir sem á eftir komu vöndu sig á að drepa fólk með því að gera óvin úr því með ímynduðum sameinkennum, án andlits, nafns eða mennsku. Í umræðu um Víetnamstríðið átti Halldór Laxness bestu afgreiðsluna á svona líkframleiðslu: hann sagði eitthvað á þá leið að enginn maður ætti að drepa fleiri en hann gæti sjálfur borðað... Í gær voru sextíu ár liðin frá aðgerð sem löngum hefur verið réttlætt með sérleyfi til manndrápa: loftárás Bandaríkjamanna á Hiroshima sem varð um 240 þúsund manns að bana. Engum dettum í hug að Harry S. Truman hafi verið skrímsli á borð við Maó eða Stalín - þessi yfirkennaralegi maður úr vinstri armi Demókrataflokksins tók engu að síður ákvörðunina um kaldrifjað fjöldamorð á óbreyttum borgurum af meiri stærðargráðu en áðurnefndir kandídatar um titilinn versti maður 20. aldarinnar. Í nafni lýðræðis og einstaklingsréttinda okkar hér lét hann með einni sprengingu drepa hátt á þriðja hundrað þúsund manns - án þess að séð verði að sú sprenging hafi gert meira fyrir lýðræðið og einstaklingsréttindin hér en til dæmis innrásin í Bagdad. Stundum er því haldið fram að sprenginguna hafi þurft til að knýja Japana til uppgjafar en samkvæmt því sem Dominick Jenkins segir í grein í Guardian í gær hafa nýlega birt skjöl frá Bandaríkjunum, Japan og Sovétríkjunum sálugu leitt í ljós að þessi eyðing einnar borgar skipti þar ekki sköpum, enda bættist eyðing Hiroshima eingöngu í hóp sextíu og tveggja annarra borga sem Bandaríkjamenn voru þá búnir að leggja í rúst með sprengjuregni. Korechika Anami, hershöfðingi og þáverandi landvarnaráðherra Japana, sagðist reiðubúinn að berjast enn eftir þessa árás - og átti nóg frammi af fólki til að fórna. Það sem skipti hér sköpum var annars vegar þátttaka Sovétmanna í Kyrrahafsstríðinu sem hófst þann 8. ágúst og hins vegar sú ákvörðun Bandaríkjamanna að þyrma keisaranum og keisaradæminu. Kjarnorkusprengjan á Hiroshima var dýrslegt siguröskur og henni fylgdi hrun þeirrar sjálfsmyndar sem margir Vesturlandamenn höfðu haft: að þeir væru siðmenntað fólk. Sprengjan þjónaði þeim tilgangi fyrst að refsa grimmilega þeirri þjóð sem hafði vogað sér að ráðast á Bandaríkin í fyrsta sinn frá stofnun þeirra og síðan að sýna umheiminum - og þá einkum hinum stóru öpunum í skóginum - fram á mátt og megin Bandaríkjanna. Þessi sprenging mótaði kalda stríðið ekkert síður en framganga Stalíns og eftirmanna hans - sprengjan grúfði yfir vestrænni menningu með tilheyrandi ótta og andlegri kröm, hræsnin sem fjöldamorðin í Hiroshima og seinna Víetnam leiddi í ljós og köld og sínálæg ógnin frá bombunni átti mestan þátt í að skapa þá kaldhæðni og upplausn meðal ungs fólks sem einkenndi 7. og áttunda áratug 20. aldarinnar - frá 68 kynslóð til svartklæddra pönkara - og hrekja fákæna krakka í faðm alls konar rugludalla sem höfðu sumir það eitt sér til ágætis að vera á móti "kerfinu" og draga í efa siðmenningu vesturlanda. Og enn skynjum við þessa ógn streyma frá Sprengjunni... Hin viðurstyggilega fjöldaslátrun sem átti sér stað í Hiroshima fyrir 60 árum verður að geymast í minni okkar ekkert síður en ódæði kommúnista og nasista því að hún er vitnisburður um það hvílík regingeggjun stríð er ævinlega og hversu tryllingslegar ákvarðanir hversdagsgæfir og "réttkjörnir" ráðamenn í lýðræðisríki geta tekið við slíkar aðstæður, þegar þeir fara að ímynda sér að þeir hafi sérleyfi til manndrápa og að einhverjir hlutar mannkynsins séu réttdræpari en aðrir, sökum búsetu sinnar, litarháttar, trúarbragða, stéttarstöðu, kynhegðunar eða þaðan af langsóttari einkenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Stundum er þráttað um það hvor hafi verið verri harðstjóri og afkastameiri fjöldamorðingi Hitler eða Stalín - og upp á síðkastið er Maó formaður oft nefndur, að ógleymdum ódáminum Lenín. Kannski er þetta ekki ýkja frjó umræða. Öllum þessum mönnum fylgdu vondir stjórnarhættir þar sem fólskan var leitt til öndvegis og morðæði var löghelgað. En þótt ekki varði mestu hvort það var milljóninni meira eða minna sem fórst af völdum stjórnarhátta þeirra þá ber okkur að muna þessa menn og alla þá mannfyrirlitningu sem þeir standa fyrir. Við þurfum að gæta okkar á þeirri hugmyndafræði sem þeir aðhylltust allir hver með sínum hætti: að þeir störfuðu í umboði hóps sem vegna píslarvættis eða yfirburða ætti inni drápskvóta og að því hefðu þeir nokkurs konar sérleyfi til manndrápa; störfuðu á undanþágu frá fimmta borðorðinu. Að þeir mættu starfa handan góðs og ills vegna sérstaks sögulegs hlutverks við að leiða lýðinn til ódáinsakra. Þessir harðstjórar og aðrir sem á eftir komu vöndu sig á að drepa fólk með því að gera óvin úr því með ímynduðum sameinkennum, án andlits, nafns eða mennsku. Í umræðu um Víetnamstríðið átti Halldór Laxness bestu afgreiðsluna á svona líkframleiðslu: hann sagði eitthvað á þá leið að enginn maður ætti að drepa fleiri en hann gæti sjálfur borðað... Í gær voru sextíu ár liðin frá aðgerð sem löngum hefur verið réttlætt með sérleyfi til manndrápa: loftárás Bandaríkjamanna á Hiroshima sem varð um 240 þúsund manns að bana. Engum dettum í hug að Harry S. Truman hafi verið skrímsli á borð við Maó eða Stalín - þessi yfirkennaralegi maður úr vinstri armi Demókrataflokksins tók engu að síður ákvörðunina um kaldrifjað fjöldamorð á óbreyttum borgurum af meiri stærðargráðu en áðurnefndir kandídatar um titilinn versti maður 20. aldarinnar. Í nafni lýðræðis og einstaklingsréttinda okkar hér lét hann með einni sprengingu drepa hátt á þriðja hundrað þúsund manns - án þess að séð verði að sú sprenging hafi gert meira fyrir lýðræðið og einstaklingsréttindin hér en til dæmis innrásin í Bagdad. Stundum er því haldið fram að sprenginguna hafi þurft til að knýja Japana til uppgjafar en samkvæmt því sem Dominick Jenkins segir í grein í Guardian í gær hafa nýlega birt skjöl frá Bandaríkjunum, Japan og Sovétríkjunum sálugu leitt í ljós að þessi eyðing einnar borgar skipti þar ekki sköpum, enda bættist eyðing Hiroshima eingöngu í hóp sextíu og tveggja annarra borga sem Bandaríkjamenn voru þá búnir að leggja í rúst með sprengjuregni. Korechika Anami, hershöfðingi og þáverandi landvarnaráðherra Japana, sagðist reiðubúinn að berjast enn eftir þessa árás - og átti nóg frammi af fólki til að fórna. Það sem skipti hér sköpum var annars vegar þátttaka Sovétmanna í Kyrrahafsstríðinu sem hófst þann 8. ágúst og hins vegar sú ákvörðun Bandaríkjamanna að þyrma keisaranum og keisaradæminu. Kjarnorkusprengjan á Hiroshima var dýrslegt siguröskur og henni fylgdi hrun þeirrar sjálfsmyndar sem margir Vesturlandamenn höfðu haft: að þeir væru siðmenntað fólk. Sprengjan þjónaði þeim tilgangi fyrst að refsa grimmilega þeirri þjóð sem hafði vogað sér að ráðast á Bandaríkin í fyrsta sinn frá stofnun þeirra og síðan að sýna umheiminum - og þá einkum hinum stóru öpunum í skóginum - fram á mátt og megin Bandaríkjanna. Þessi sprenging mótaði kalda stríðið ekkert síður en framganga Stalíns og eftirmanna hans - sprengjan grúfði yfir vestrænni menningu með tilheyrandi ótta og andlegri kröm, hræsnin sem fjöldamorðin í Hiroshima og seinna Víetnam leiddi í ljós og köld og sínálæg ógnin frá bombunni átti mestan þátt í að skapa þá kaldhæðni og upplausn meðal ungs fólks sem einkenndi 7. og áttunda áratug 20. aldarinnar - frá 68 kynslóð til svartklæddra pönkara - og hrekja fákæna krakka í faðm alls konar rugludalla sem höfðu sumir það eitt sér til ágætis að vera á móti "kerfinu" og draga í efa siðmenningu vesturlanda. Og enn skynjum við þessa ógn streyma frá Sprengjunni... Hin viðurstyggilega fjöldaslátrun sem átti sér stað í Hiroshima fyrir 60 árum verður að geymast í minni okkar ekkert síður en ódæði kommúnista og nasista því að hún er vitnisburður um það hvílík regingeggjun stríð er ævinlega og hversu tryllingslegar ákvarðanir hversdagsgæfir og "réttkjörnir" ráðamenn í lýðræðisríki geta tekið við slíkar aðstæður, þegar þeir fara að ímynda sér að þeir hafi sérleyfi til manndrápa og að einhverjir hlutar mannkynsins séu réttdræpari en aðrir, sökum búsetu sinnar, litarháttar, trúarbragða, stéttarstöðu, kynhegðunar eða þaðan af langsóttari einkenna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun