Sport

Fram í úrvalsdeildina

Fram lagði FH í hörkuspennandi leik, 22-21 í 1. deild karla í handbolta í kvöld og þar með efsta sætið í deildinni. Fram er þar með búið að landa sæti í úrvalsdeildinni en FH sem hafnar í 2. sæti þarf að leika aukaleik um sæti í úrvalsdeild við annað hvort Víking eða Þór. Jón Björgvin Pétursson var markahæstur Fram með 11 mörk og skoraði sigurmarkið 8 sekúndum fyrir leikslok. FH-ingar fengu aukakast þegar ein sekúnda var eftir af leiknum og það varði Magnús Sigmundsson markvörður Fram en hann varði 18 skot í leiknum. Markahæstur FH var Guðmundur Pedersen með 6 mörk. Afturelding lagði Gróttu/KR 23-22 að Varmá í Mosfellsbæ eftir að gestirnir höfðu verið yfir í hálfleik, 9-11. Mosfellingar náðu því að klifra upp fyrir Gróttu/KR í 3. sæti deildarinnar með 10 stig. Einar Ingi Hrafnsson var markahæstur Aftureldingar með 5 mörk en Davíð Ágústsson var markahæstur Gróttu/KR einnig með 5 mörk. Í Ásgarði í Garðabæ náði Slefoss að leggja heimamenn í Stjörnunni, 31-34. Arnar Freyr Theódórsson var langmarkahæstur heimamenna í Stjörnunni með 14 mörk en Ívar Grétarsson skoraði mest gestanna eða 7 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×