Ólöf María á fimm höggum yfir pari

Íslandsmeistarinn í golfi Ólöf María Jónsdóttir lék á einu höggi yfir pari á fyrstu 12 holunum á Opna franska meistaramótinu í morgun og er samtals á fimm höggum yfir pari. Þetta er fimmta mót Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni. Hún hafnaði í 41. sæti á Tenrife í apríl en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótum í Austurríki og á Ítalíu.