Destroy all Humans 28. ágúst 2005 00:01 Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni. Lengst í óravíddum aheimsins er plánetan Furon, þar búa afar skapstyggar, kaldhæðnar og andstyggilegar geimverur sem eru þúsundum ára á undan nýjustu óvinum sínum í þróun. Jarðarbúum. Cryptosporidium 136 er sentur til jarðar til að valda óskunda og í leiðinni ná í safaríka heila jarðarbúa sem innihalda hreint og gott Dna sem Furon búar þurfa. Þörf Furon búa fyrir heila jarðarbúa er mikil þar sem þeir klóna sjálfa sig með þeim tilgangi að öðlast eilíft líf og mikla visku en með endalausri misnotkun á ýmsum erfðatilraunum þeirra eru Furon búar að verða úrkynjaðir og ýmsir gallar komnir upp hjá erfðamynstri þeirra. Þörfin þar af leiðandi eykst og þegar Crypto 137 týnist á jörðinni er Crypto 136 sentur til að finna hann og komast yfir eins og nokkra Dna banka í leiðinni. Leikurinn er fyrst og fremst að mínu mati frábær skemmtun, með miklum húmor, hasar og skemmtilegum söguþræði sem verður með hverju spiluðu borði áhugasamari. Crypto þarf að gera ýmislegt í jarðvist sinni, stela fegurðardrottningu, heilaþvo heilu byggðalögin sem og stjórna bæjarstjórum og ýmsum með huganum einum. Með hverju borði verða samt hætturnar meiri, allt frá Lögreglumönnum og bandaríska hernum, til snarvitlausra leyniþjónustu manna á Limmósíum sem minna á MIB, svei mér þá. Því meiri hættur þeim mun fleiri vopn og uppfærslur á Crypto sem yfirmaður hans og besservisserinn Pox lætur honum í té. Grafíkin og allt er til fyrirmyndar og ekki eyðileggur frábær tónlistin fyrir sem er eins og klippt úr mynd Tim Burton´s Mars attacks. Verkefnin sem leikmaðurinn þarf að kljást við eru af ýmsum toga og verður leikurinn sjaldan sem aldrei langdreginn. Destroy all humans er tvímælalaust einn af þeim leikjum ársins sem kom hvað mest á óvart og mælir maður hiklaust með þessari brjálæðis DNA, fljúgandi diska, húmors innrás í Bandaríkin á eftirstríðsárunum. Vélbúnaður: Xbox, Ps2 og Pc Framleiðandi leiks: Pandemic Studios Útgefandi leiks. THQ(uk) Heimasíða leiks: www.Destroyallhumansgame.com Crypto í þann mund að fara að valda óskundaDestroy all Cows?Crypto á leiðinni í quake arena?Furon Express mætt á svæðið Baddi Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni. Lengst í óravíddum aheimsins er plánetan Furon, þar búa afar skapstyggar, kaldhæðnar og andstyggilegar geimverur sem eru þúsundum ára á undan nýjustu óvinum sínum í þróun. Jarðarbúum. Cryptosporidium 136 er sentur til jarðar til að valda óskunda og í leiðinni ná í safaríka heila jarðarbúa sem innihalda hreint og gott Dna sem Furon búar þurfa. Þörf Furon búa fyrir heila jarðarbúa er mikil þar sem þeir klóna sjálfa sig með þeim tilgangi að öðlast eilíft líf og mikla visku en með endalausri misnotkun á ýmsum erfðatilraunum þeirra eru Furon búar að verða úrkynjaðir og ýmsir gallar komnir upp hjá erfðamynstri þeirra. Þörfin þar af leiðandi eykst og þegar Crypto 137 týnist á jörðinni er Crypto 136 sentur til að finna hann og komast yfir eins og nokkra Dna banka í leiðinni. Leikurinn er fyrst og fremst að mínu mati frábær skemmtun, með miklum húmor, hasar og skemmtilegum söguþræði sem verður með hverju spiluðu borði áhugasamari. Crypto þarf að gera ýmislegt í jarðvist sinni, stela fegurðardrottningu, heilaþvo heilu byggðalögin sem og stjórna bæjarstjórum og ýmsum með huganum einum. Með hverju borði verða samt hætturnar meiri, allt frá Lögreglumönnum og bandaríska hernum, til snarvitlausra leyniþjónustu manna á Limmósíum sem minna á MIB, svei mér þá. Því meiri hættur þeim mun fleiri vopn og uppfærslur á Crypto sem yfirmaður hans og besservisserinn Pox lætur honum í té. Grafíkin og allt er til fyrirmyndar og ekki eyðileggur frábær tónlistin fyrir sem er eins og klippt úr mynd Tim Burton´s Mars attacks. Verkefnin sem leikmaðurinn þarf að kljást við eru af ýmsum toga og verður leikurinn sjaldan sem aldrei langdreginn. Destroy all humans er tvímælalaust einn af þeim leikjum ársins sem kom hvað mest á óvart og mælir maður hiklaust með þessari brjálæðis DNA, fljúgandi diska, húmors innrás í Bandaríkin á eftirstríðsárunum. Vélbúnaður: Xbox, Ps2 og Pc Framleiðandi leiks: Pandemic Studios Útgefandi leiks. THQ(uk) Heimasíða leiks: www.Destroyallhumansgame.com Crypto í þann mund að fara að valda óskundaDestroy all Cows?Crypto á leiðinni í quake arena?Furon Express mætt á svæðið
Baddi Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira