Nóbelsverðlaunin 9. október 2005 00:01 Nú – Nóbelsverðlaunin eru að tínast inn eins og fólk hefur vafalaust tekið eftir – nú í morgun var tilkynnt hver fengi friðarverðlaun Nóbels og ótrúlegt nokk þá var það ekki George Bush Bandaríkjaforseti sem þó hafði víst verið tilnefndur af einhverjum aðila – á ég að giska á að sá sé búsettur vestanhafs eins og Bandaríkjaforseti, kannski í Texas, þó ég viti það ekki, en verðlaunin fékk altso Múhamed el Baradei framkvæmdastjóri alþjóða kjarnorkumála stofnunarinnar – og hafði umsjón með leitinni að hinum alræmdu gereyðingarvopnum sem Bush og Halldór Ásgrímsson töldu fullvíst að væru þar falin – en el Baradei efaðist stórlega og fann heldur ekkert. Alþjóðakjarnorkustofnun El Baradeis hefur reyndar orðið fyrir gagnrýni upp á síðkastið fyrir að hafa gert of lítið úr mannfallinu sem kjarnorkuslysið í Tjernobyl í Úkraínu olli árið 1986, og sé tilgangur El Baradeis og félaga augljóslega sá að auka aftur trú manna á að kjarnorkuver til orkuvinnslu. FÆR ADONIS BÓKMENNTAVERÐLAUNIN? En það er önnur saga – að sinni að minnsta kosti. En nú eru bókmenntaverðlaunin held ég ein eftir af Nóbelsverðlaunum þetta árið – ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði sýrlenska ljóðskáldið Adonis sem fái þau að þessu sinni. En núna í gærkvöldi eða nótt þá voru veitt önnur verðlaun sem ég ætla að segja svolítið frá, en þau taka mið af Nóbelsverðlaununum en það eru hin svonefndu Ignóbel verðlaun, sem eru eins konar skopstæling af Nóbelsverðlaunum og eru veitt einstaklingum sem þykja hafa tekið sér eitthvað svo fáránlegt fyrir hendur að það megi ekki liggja í þagnargildi. Oft er um að ræða vísindamenn sem stunda rannsóknir á einhverjum mjög svo dularfullum viðfangsefnum. Eins og Nóbelsverðlaununum er Ignóbelsverðlaununum skipt í flokka og má sem dæmi nefna að árið 2003 fengu verðlaunin í eðlisfræði sjö ástralskir vísindamenn sem höfðu gert ítarlega rannsókn á því hvaða eðlisfræðikraftar væru að verki þegar kindur eru dregnir yfir ýmis mismunandi yfirborð. ÁHRIF KÁNTRÍ-TÓNLISTAR Á SJÁLFSMORÐSTÍÐNI Það er bandarísk tímarit sem heitir Annálar ótrúlegra rannsókna sem hófu að veita Ignóbel verðlaunin fyrir rúmum áratug og þykir hafa lukkast svo vel að verðlaunin vekja nú sífellt meiri athygli og virðist líka af nógu að taka, hvað snertir skrýtnar rannsóknir og skrýtin uppátæki mannsins yfirleitt. Svo dæmi sé tekið af verðlaunaveitingunni í fyrra þá fengu tveir bandarískir prófessorar í félagsvísindum Ignóbelsverðlaun að vísu ekki í félagsvísindum, heldur í læknisfræði. Þeir heita doktor Steven Stack og James Gundlach og verðlaunin fengu þeir fyrir vísindalega ritgerð sem þeir skrifuðu í sameiningu og birtu í félagsvísindariti árið 1994: “Áhrif kántrítónlistar á sjálfsmorðstíðni” hét sú ritgerð og sýndi fram á að kántrítónlist ýtir með bölsýnum textum og þunglyndislegum hljómagángi undir sjálfsmorðshugleiðingar þeirra sem á hlusta. Verðlaunin í eðlisfræði fengu sömuleiðis tveir sprenglærðir fræðimenn, þeir doktorarnir Ramesh Bala-súbra-maníam, sem kennir við háskólann í Ottawa í Kanada, og Michael Turvey við háskóla í Connectikút í Bandaríkjunum, en þeir höfðu rannsakað hreyfiaflsfræðina sem kemur við sögu þegar fólk fer í húla-hopp. ÞEGAR MATUR DETTUR Á GÓLF GILDIR FIMM SEKÚNDNA REGLAN! Sérstök heilsuverðlaun voru veitt að þessu sinni og þau fékk Jillian Clarke háskólanemi við Harvard og var hún reyndar yngsti Ignobel verðlaunahafinn frá upphafi. Verðlaunin fékk hún fyrir rannsóknir sem hún gerði á því hvort óhætt væri að borða mat sem hefði dottið á gólfið af matborðinu, og var niðurstaða hennar í stuttu máli sú að ef maturinn væri ekki lengur en fimm sekúndur á gólfinu, þá væri allt í lagi að teygja sig eftir honum og éta hann. Verðlaunin í efnafræði fékk sjálft Coca Cola Company fyrir nýjan drukk sem settur var á markað í Bretlandi og víðar fyrir fáeinum misserum en hann hét Dasani og var kynntur með mikilli viðhöfn sem sérlega hreint vatn – sem síðar kom í ljós að var bara kranavatn úr Teims-ánni. Coca Cola fyrirtækið hafði slegið um sig með yfirlýsingum um að þetta Dasani væri hreinsað með allra nýjustu aðferðum sem byggðar væru á hátækni undan rifjum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA en á daginn kom að sú hreinsiaðferð var fyrst og fremst fólgin í að snúa við hreinsiaðferðinni sem kranavatnið hafði þegar gengið eða runnið í gegnum, og því var Dasani vatnið í reynd óhreinna en kranavatnið. Var Dasani þá umsvifalaust tekið af markaði og uppskar Coca Cola Company fátt annað en aðhlátur og svo Ignóbelsverðlaunin í efnafræði í eins konar sárabætur. HVENÆR TEKUR MAÐUR EFTIR KONU Í GÓRILLUBÚNINGI? Bandarískir feðgar, Frank J. Smith og Donald J. Smith, fengu svo í fyrra Ignóbelsverðlaun í verkfræði fyrir einkaleyfi sem þeir höfðu aflað sér þegar árið 1975 en einkaleyfið var veitt aðferð sem þeir höfðu þróað fyrir karlmenn til að fela á sér skalla. Fólst aðferðin í því að láta hárkraga vaxa eftir kúnstarinnar reglum kringum skalla uppá höfðinu og hárið skyldi síðan “brotið saman”, ef svo má segja, eftir aðferð þeirra feðga. Ignóbel verðlaunin í bókmenntum fékk Bókasafn nektarsamtaka í Bandaríkjunum fyrir glæsilegt framtak við að skrá sögu nektarnýlendna í Bandaríkjunum – svo sú merka saga sé öllum aðgengileg. Þá voru í fyrra veitt verðlaun í sálfræði og þau fengu doktor Daniel Simons við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum og doktor Christopher Chabris við Harvard-háskóla í sama landi en þeir gerðu atferlisrannsókn sem leiddi í ljós þá vægast sagt óvæntu niðurstöðu, eða hitt þó heldur, að þegar fólk er niðursokkið í eitthvert tiltekið viðfangsefni, þá hættir því til þess að taka minna eftir öðru sem gerist í kringum það. Þessi niðurstaða þykir kannski ekki svo stórfengleg en ætli þeir Simons og Chabris hafi ekki fyrst og fremst fengið verðlaunin fyrir hugkvæmni sína við rannsóknina en hún fór þannig fram að þeir létu tilraunadýr sín vinna að ýmsum aðkallandi verðefnum og könnuðu svo hvort þau tækju eftir því að kona í górillubúningi labbaði framhjá. SÍLDIN TJÁIR SIG SEM PRUMPI Hagfræðiverðlaunin í fyrra fékk kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum en hún hafði þá tekið upp á því að át-sorsa bænahald til Indlands vegna skorts á kaþólskum prestum í Bandaríkjunum sjálfum. Að át-sorsa hefur verið kallað að út-vista á íslensku og mjög notað í fyrirtækjahaldi nútildags, tiltekin verkefni fyrirtækis eru seld í hendur öðrum verktakafyrirtækjum í stað þess að fyrirtækið sjálft reyni að leysa þau. Nú höfðu sem sagt kaþólskir prestar á Indlandi verið fengnir til að biðja ýmsar bænir sem prestar í Bandaríkjunum komust ekki yfir að kvaka til guðs vegna tímaskorts, anna og mannfæðar. Fimm menn deildu svo með sér Ignóbelsverðlaununum í lífræði – það voru þeir sprenglærðu Ben Wilson við háskólann í British Columbia í Kanada, Lawrence Dill við Simon Fraser-háskólann, líka í Kanada, Robert Batty við Sjávarlíffræði stofnun Skotlands, Magnus Wahlberg við háskólann í Árósum í Danmörku og Hakan Westerberg við Fiskistofuna í Svíþjóð, en þeir fengu verðlaunin fyrir umfangsmikla rannsókn sem þeir höfðu gert og leiddi í ljós að einstakar síldar í torfu skiptast á skilaboðum með því að reka við. Og er rétt að fram komi að þetta var strangvísindaleg og alvarleg rannsókn. FRIÐARVERÐLAUN FYRIR AÐ FINNA UPP KARÓKÍ Loks voru svo í fyrra veitt friðarverðlaun Ignóbels, rétt eins og veitt voru friðarverðlaun Nóbels sjálfs, og þau fékk að þessu sinni Japaninn Dajsúke Inúe fyrir að hafa fundið karókí og þar með þróað alveg splunkunýja aðferð til að gera fólki kleift að þola hvert annað – eins og komist var að orði í skjali Ignóbelsnefndarinnar. Og það má hafa til marks um hversu vaxandi virðingar Ignóbelsverðlaunin njóta að annaðhvort verðlaunahafarnir sjálfir eða sérlegir fulltrúir þeirra mættu undantekningarlítið til verðlaunaveitingarinnar – nema hvað kaþólska kirkjan sá sér ekki fært að mæta til að taka við verðlaununum fyrir þá hugmynd að át-sorsa bænahald. Núna í ár var verðlaunaveitingin glæsilegri en nokkru sinni fyrr en hún var haldin í leikhúsi Harvard-háskóla og var boðið upp á fjölda skemmtiatriða, og meðal ræðumanna var Kees Moeliker sem fengið hafði líffræðiverðlaunin árið 2003 fyrir stórmerkilega rannsókn á stokkandarstegg sem staðinn hafði verið að nauðga dauðum kynbræðrum sínum. Og meðal þeirra sem afhentu verðlaun voru fjórir raunverulegir Nóbelsverðlaunahafar. En þá er orðið tímabært að víkja að verðlaunahöfunum sjálfum, þetta árið. TJARA SÍGUR NIÐUR STROMP – SÍÐAN 1927 Í fyrsta sinn voru veitt Ignóbelsverðlaun í landbúnaðarsögu og þau fékk sagnfræðiprófessorinn James Watson við Massey-háskólann á Nýja Sjálandi fyrir ritgerð sem hann nefndi “Mikilvægi sprengi-buxna herra Richard Buckleys”. Undirtitill þessarar merku ritgerðar var: “Hugleiðingar um viðhorf til tæknibreytinga í mjólkurbúskap Nýja Sjálands milli heimsstyrjaldanna tveggja.” Því miður kann ég að sinni ekki frekari skil á hverjar voru þessar “sprengi-buxur herra Richards Buckleys” eða hvað þær sögðu um viðhorf til tæknibreytinga í mjólkurbúskap Nýja Sjálands milli heimsstyrjaldanna, en það hefur greinilega verið merkilegt úr því Watson var talinn verðugur Ignóbel-verðlaunanna. Hann tók sjálfur stoltur í bragði við verðlaunum sínum í nótt. Verðlaun í eðlisfræðum fengu tveir menn, prófessorar við háskólann í Queensland í Ástralíu, þeir John Mainstone og Thomas Parnell, og verðlaunin fengu þeir fyrir þrautseigju sína við að halda úti rannsókn sem hófst árið 1927 og felst í að fylgjast með storknaðri tjöru leka hægt, mjööög hægt, niður stromp. Niðurstöðurnar fram að þessu virðast gefa til kynna að einn dropi leki niður strompinn á um það bil níu árum en rannsókninni er hvergi nærri lokið. John Mainstone var mættur til Harvard til að taka við verðlaununum fyrir sína hönd en Parnell gat því miður ekki verið viðstaddur, enda er hann löngu dauður. GERVI-EISTU FYRIR HUNDA Verðlaunin í læknisfræði fékk uppfinningamaðurinn Gregg A. Miller frá Missouri í Bandaríkjunum fyrir að hafa fundið upp og þróað það sem heitir á ensku Neuticles – og mætti kannski þýða sem “geldeistu” á íslensku – en það eru gervieistu sem Miller hefur fundið upp fyrir hunda. Miller hafði lengi runnið til rifja hvað hundum sem væru geltir hlyti að líða illa með öngvan púng og eftir þrotlausar rannsóknir hefur hann nú hafið framleiðslu á þremur útgáfum, mismunandi að stærð, af þessum “geldeistum” sem hann fullyrðir að auki sjálfsvirðingu og sjálfstraust hundanna stórlega. Gregg Miller átti því miður ekki heimangengt vegna anna við rekstur fyrirtækis síns, sem nú þegar hefur selt “geldeistu” til hundrað þúsund hunda um víða veröld, en hann sendi hins vegar þakkir sínar á vídeó-spólu sem leikin var við verðlaunaafhendinguna. VEKJARAKLUKKAN Á FLÓTTA Verðlaunin í hagfræði fékk hálfþrítug stúlka frá Massachusetts en hún er útlærður hönnuður frá Tækniháskólanum í fylkinu og hefur vakið athygli fyrir ýmsan varning sem hún hefur verið að þróa að undanförnu. Hagfræðiverðlaunin fær hún fyrir að hafa fundið upp vekjaraklukku sem leggur á flótta og felur sig um leið og hún hringir, en með þessu móti neyðist fólk til að fara fram úr og slökkva á henni. Þannig sparar hún fyrirtækjum mikið fé í vinnustundum sem ella myndu glatast hjá fólki sem sefur yfir sig. Verðlaunin í efnafræði fengu tveir prófessorar við háskólann í Minnesóta í Bandaríkjunum fyrir að hafa hrint af stað nákvæmri rannsókn til að skera í eitt skipti fyrir öll úr um það mikla deilumál hvort fólk syndir hraðar í sýrópi eða vatni. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímariti bandarískra efnaverkfræðinga á síðasta ári en því miður hefur mér ekki tekist að komast að því hvað svarið er. En mun láta ykkur vita undireins og ég get grafið það upp. LYKT AF 131 TEGUND AF STRESSUÐUM FROSKUM Félagarnir og prófessorarnir sem heita Edward Cussler og Brian Gettelfinger mættu báðir til verðlaunaafhendingarinnar. Fimm menn fengu Ignóbelverðlaun í líffræði – allt sprenglærðir menn sem starfa fyrir og á vegum fjölda háskóla í mörgum löndum, en þeir heita Benjamin Smith, Craig Williams, Michael Tyler, Brian Williams og Yoji Hayasaka. Verðlaunin fengu þeir fyrir að hafa af stakri þolinmæði og samviskusemi þefað að og skráð lyktina af 131 mismunandi tegundum af froskum þegar froskarnir voru undir álagi. Ritgerð um rannsóknir þeirra birtist í virðulegu vísindariti um efnavistfræði fyrir tveimur árum síðan. Aðeins tveir af froskaþefurunum sá sér fært að mæta en þeir lýstu mikilli ánægju með verðlaunin. Ignóbelverðlaun í næringarfræði fékk að þessu sinni Yoshiro Nakamats sem búsettur er í Tokíó í Japan en hann hefur unnið sér það til frægðar og verðlauna að hafa ljósmyndað og efnagreint nákvæmlega hvern einasta málsverð sem hann hefur lagt sér til munns síðustu 34 árin. Doktor Nakamats mætti til verðlaunaafhendingarinnar og að sjálfsögðu tók hann myndir af og efnagreindi allt það sem hann fékk sér í veislunni sem haldin var fyrir verðlaunahafa – því verkefni hans stendur enn. ÞEGAR MÖRGÆSIR KÚKA Þá voru verðlaun að þessu sinni veitt í flokknum vökvaaflfræði og þau komu í hlut tveggja fræðimanna, þeirra Victors Benno Meyer-Rochows sem starfar bæði við Alþjóðaháskólann í Bremen í Þýskalandi og við háskólann í Oulu í Finnlandi, og svo Jozsef Gal sem vinnur hjá Lorand Eotvos-háskólanum í Ungverjalandi. Þeir félagar höfðu með aðferðum eðlisfræðinnar og sömuleiðis rannsóknum á vettvangi mælt nákvæmlega þann þrýsting sem hleðst upp neðarlega í líkama mörgæsar áður en hún kúkar. Niðurstöður þeirra birtust í vísindaritinu Heimskautalíffæði árið 2003. Þeir Meyer-Rochows og Jozsef Gal fengu af einhverjum ástæðum ekki vegabréfsáritun til þess að ferðast til Bandaríkjunum – kannski bandarísk yfirvöld hafi í vísdómi sínum talið að þeir hafi ætlað að nota niðurstöður sínar til að búa til sprengjur úr mörgæsum og nota í óaflátanlegu stríði hryðjuverkmanna, kommúnista og Evrópubúa gegn Bandaríkjunum. Þá eru ótalin tvenn verðlaun sem veitt voru í nótt, annars vegar í bókmenntum og hins vegar friðarverðlaunin. NÍGERÍSKIR SVINDLARAR FÁ BÓKMENNTAVERÐLAUN Enginn mætti til þess að taka við bókmenntaverðlaununum en þau fengu internet-braskarnir frá Nígeríu sem undanfarin ár hafa dúkkað upp í tölvum flestra jarðarbúa sem á annað borð eru nettengdir, en í niðurstöðu verðlaunanefndarinnar segir að þessir ónefndu net-braskarar fái verðlaun fyrir að skrifa og síðan dreifa með tölvupósti djarflega skrifuðum og hjartnæmum smásögum þar sem milljónir lesenda um víða veröld fá að kynnast fjölda litskrúðugra karaktera sem bjóða viðtakendum gull og græna skóga gegn því að fá uppgefin númer á bankareikningum viðkomandi, og kannski þarf líka lítilsháttar fjárhagsaðstoð. Meðal þeirra ógleymanlegu karaktera sem fjöldi manns hefur fengið að kynnast með þessum hætti eru til dæmis lögmaðurinn Jon A. Mbeki sem víða hefur dúkkað upp með háar fjárhæðir í boði, hershöfðinginn Saní Abatsja sem þarf bara að koma undan 30 milljónum punda sem hann átti frosna á bankareikningum í Nígeríu, og sú ógleymanlega ekkjufrú hans, frú Mariam Sanni Abacha, sem grátbiður fólk um að liðsinna sér við að koma milljónum 30 úr landi undan gráðugum krumlum stjórnvalda í Nígeríu. ENGISPRETTUR HORFA Á STAR WARS Friðarlaunin voru frekar óvænt, er óhætt að segja, en þau fengu Claire Rind og Peter Simmons sem bæði eru taugalíffræðingar og atferlisfræðingar við háskólann í Newcastle á Englandi og gerðu umfangsmikla tilraun þar þau mældu með rafsegulbylgjum starfsemina í heilafrumum engisprettu sem látin var horfa á sérvalin atriði af kvikmyndinni Star Wars. Ég veit ekki alveg hvernig þessar rannsóknir, svo merkilegar og vafalaust nauðsynlegar þau eru, eru taldar vera framlag til friðar í heiminum, nema það sé litið svo á að meðan þau Claire Rind og Peter Simmons voru að sýna engisprettunum Star Wars, þá gerðu þau þó ekkert annað af sér á meðan ... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú – Nóbelsverðlaunin eru að tínast inn eins og fólk hefur vafalaust tekið eftir – nú í morgun var tilkynnt hver fengi friðarverðlaun Nóbels og ótrúlegt nokk þá var það ekki George Bush Bandaríkjaforseti sem þó hafði víst verið tilnefndur af einhverjum aðila – á ég að giska á að sá sé búsettur vestanhafs eins og Bandaríkjaforseti, kannski í Texas, þó ég viti það ekki, en verðlaunin fékk altso Múhamed el Baradei framkvæmdastjóri alþjóða kjarnorkumála stofnunarinnar – og hafði umsjón með leitinni að hinum alræmdu gereyðingarvopnum sem Bush og Halldór Ásgrímsson töldu fullvíst að væru þar falin – en el Baradei efaðist stórlega og fann heldur ekkert. Alþjóðakjarnorkustofnun El Baradeis hefur reyndar orðið fyrir gagnrýni upp á síðkastið fyrir að hafa gert of lítið úr mannfallinu sem kjarnorkuslysið í Tjernobyl í Úkraínu olli árið 1986, og sé tilgangur El Baradeis og félaga augljóslega sá að auka aftur trú manna á að kjarnorkuver til orkuvinnslu. FÆR ADONIS BÓKMENNTAVERÐLAUNIN? En það er önnur saga – að sinni að minnsta kosti. En nú eru bókmenntaverðlaunin held ég ein eftir af Nóbelsverðlaunum þetta árið – ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði sýrlenska ljóðskáldið Adonis sem fái þau að þessu sinni. En núna í gærkvöldi eða nótt þá voru veitt önnur verðlaun sem ég ætla að segja svolítið frá, en þau taka mið af Nóbelsverðlaununum en það eru hin svonefndu Ignóbel verðlaun, sem eru eins konar skopstæling af Nóbelsverðlaunum og eru veitt einstaklingum sem þykja hafa tekið sér eitthvað svo fáránlegt fyrir hendur að það megi ekki liggja í þagnargildi. Oft er um að ræða vísindamenn sem stunda rannsóknir á einhverjum mjög svo dularfullum viðfangsefnum. Eins og Nóbelsverðlaununum er Ignóbelsverðlaununum skipt í flokka og má sem dæmi nefna að árið 2003 fengu verðlaunin í eðlisfræði sjö ástralskir vísindamenn sem höfðu gert ítarlega rannsókn á því hvaða eðlisfræðikraftar væru að verki þegar kindur eru dregnir yfir ýmis mismunandi yfirborð. ÁHRIF KÁNTRÍ-TÓNLISTAR Á SJÁLFSMORÐSTÍÐNI Það er bandarísk tímarit sem heitir Annálar ótrúlegra rannsókna sem hófu að veita Ignóbel verðlaunin fyrir rúmum áratug og þykir hafa lukkast svo vel að verðlaunin vekja nú sífellt meiri athygli og virðist líka af nógu að taka, hvað snertir skrýtnar rannsóknir og skrýtin uppátæki mannsins yfirleitt. Svo dæmi sé tekið af verðlaunaveitingunni í fyrra þá fengu tveir bandarískir prófessorar í félagsvísindum Ignóbelsverðlaun að vísu ekki í félagsvísindum, heldur í læknisfræði. Þeir heita doktor Steven Stack og James Gundlach og verðlaunin fengu þeir fyrir vísindalega ritgerð sem þeir skrifuðu í sameiningu og birtu í félagsvísindariti árið 1994: “Áhrif kántrítónlistar á sjálfsmorðstíðni” hét sú ritgerð og sýndi fram á að kántrítónlist ýtir með bölsýnum textum og þunglyndislegum hljómagángi undir sjálfsmorðshugleiðingar þeirra sem á hlusta. Verðlaunin í eðlisfræði fengu sömuleiðis tveir sprenglærðir fræðimenn, þeir doktorarnir Ramesh Bala-súbra-maníam, sem kennir við háskólann í Ottawa í Kanada, og Michael Turvey við háskóla í Connectikút í Bandaríkjunum, en þeir höfðu rannsakað hreyfiaflsfræðina sem kemur við sögu þegar fólk fer í húla-hopp. ÞEGAR MATUR DETTUR Á GÓLF GILDIR FIMM SEKÚNDNA REGLAN! Sérstök heilsuverðlaun voru veitt að þessu sinni og þau fékk Jillian Clarke háskólanemi við Harvard og var hún reyndar yngsti Ignobel verðlaunahafinn frá upphafi. Verðlaunin fékk hún fyrir rannsóknir sem hún gerði á því hvort óhætt væri að borða mat sem hefði dottið á gólfið af matborðinu, og var niðurstaða hennar í stuttu máli sú að ef maturinn væri ekki lengur en fimm sekúndur á gólfinu, þá væri allt í lagi að teygja sig eftir honum og éta hann. Verðlaunin í efnafræði fékk sjálft Coca Cola Company fyrir nýjan drukk sem settur var á markað í Bretlandi og víðar fyrir fáeinum misserum en hann hét Dasani og var kynntur með mikilli viðhöfn sem sérlega hreint vatn – sem síðar kom í ljós að var bara kranavatn úr Teims-ánni. Coca Cola fyrirtækið hafði slegið um sig með yfirlýsingum um að þetta Dasani væri hreinsað með allra nýjustu aðferðum sem byggðar væru á hátækni undan rifjum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA en á daginn kom að sú hreinsiaðferð var fyrst og fremst fólgin í að snúa við hreinsiaðferðinni sem kranavatnið hafði þegar gengið eða runnið í gegnum, og því var Dasani vatnið í reynd óhreinna en kranavatnið. Var Dasani þá umsvifalaust tekið af markaði og uppskar Coca Cola Company fátt annað en aðhlátur og svo Ignóbelsverðlaunin í efnafræði í eins konar sárabætur. HVENÆR TEKUR MAÐUR EFTIR KONU Í GÓRILLUBÚNINGI? Bandarískir feðgar, Frank J. Smith og Donald J. Smith, fengu svo í fyrra Ignóbelsverðlaun í verkfræði fyrir einkaleyfi sem þeir höfðu aflað sér þegar árið 1975 en einkaleyfið var veitt aðferð sem þeir höfðu þróað fyrir karlmenn til að fela á sér skalla. Fólst aðferðin í því að láta hárkraga vaxa eftir kúnstarinnar reglum kringum skalla uppá höfðinu og hárið skyldi síðan “brotið saman”, ef svo má segja, eftir aðferð þeirra feðga. Ignóbel verðlaunin í bókmenntum fékk Bókasafn nektarsamtaka í Bandaríkjunum fyrir glæsilegt framtak við að skrá sögu nektarnýlendna í Bandaríkjunum – svo sú merka saga sé öllum aðgengileg. Þá voru í fyrra veitt verðlaun í sálfræði og þau fengu doktor Daniel Simons við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum og doktor Christopher Chabris við Harvard-háskóla í sama landi en þeir gerðu atferlisrannsókn sem leiddi í ljós þá vægast sagt óvæntu niðurstöðu, eða hitt þó heldur, að þegar fólk er niðursokkið í eitthvert tiltekið viðfangsefni, þá hættir því til þess að taka minna eftir öðru sem gerist í kringum það. Þessi niðurstaða þykir kannski ekki svo stórfengleg en ætli þeir Simons og Chabris hafi ekki fyrst og fremst fengið verðlaunin fyrir hugkvæmni sína við rannsóknina en hún fór þannig fram að þeir létu tilraunadýr sín vinna að ýmsum aðkallandi verðefnum og könnuðu svo hvort þau tækju eftir því að kona í górillubúningi labbaði framhjá. SÍLDIN TJÁIR SIG SEM PRUMPI Hagfræðiverðlaunin í fyrra fékk kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum en hún hafði þá tekið upp á því að át-sorsa bænahald til Indlands vegna skorts á kaþólskum prestum í Bandaríkjunum sjálfum. Að át-sorsa hefur verið kallað að út-vista á íslensku og mjög notað í fyrirtækjahaldi nútildags, tiltekin verkefni fyrirtækis eru seld í hendur öðrum verktakafyrirtækjum í stað þess að fyrirtækið sjálft reyni að leysa þau. Nú höfðu sem sagt kaþólskir prestar á Indlandi verið fengnir til að biðja ýmsar bænir sem prestar í Bandaríkjunum komust ekki yfir að kvaka til guðs vegna tímaskorts, anna og mannfæðar. Fimm menn deildu svo með sér Ignóbelsverðlaununum í lífræði – það voru þeir sprenglærðu Ben Wilson við háskólann í British Columbia í Kanada, Lawrence Dill við Simon Fraser-háskólann, líka í Kanada, Robert Batty við Sjávarlíffræði stofnun Skotlands, Magnus Wahlberg við háskólann í Árósum í Danmörku og Hakan Westerberg við Fiskistofuna í Svíþjóð, en þeir fengu verðlaunin fyrir umfangsmikla rannsókn sem þeir höfðu gert og leiddi í ljós að einstakar síldar í torfu skiptast á skilaboðum með því að reka við. Og er rétt að fram komi að þetta var strangvísindaleg og alvarleg rannsókn. FRIÐARVERÐLAUN FYRIR AÐ FINNA UPP KARÓKÍ Loks voru svo í fyrra veitt friðarverðlaun Ignóbels, rétt eins og veitt voru friðarverðlaun Nóbels sjálfs, og þau fékk að þessu sinni Japaninn Dajsúke Inúe fyrir að hafa fundið karókí og þar með þróað alveg splunkunýja aðferð til að gera fólki kleift að þola hvert annað – eins og komist var að orði í skjali Ignóbelsnefndarinnar. Og það má hafa til marks um hversu vaxandi virðingar Ignóbelsverðlaunin njóta að annaðhvort verðlaunahafarnir sjálfir eða sérlegir fulltrúir þeirra mættu undantekningarlítið til verðlaunaveitingarinnar – nema hvað kaþólska kirkjan sá sér ekki fært að mæta til að taka við verðlaununum fyrir þá hugmynd að át-sorsa bænahald. Núna í ár var verðlaunaveitingin glæsilegri en nokkru sinni fyrr en hún var haldin í leikhúsi Harvard-háskóla og var boðið upp á fjölda skemmtiatriða, og meðal ræðumanna var Kees Moeliker sem fengið hafði líffræðiverðlaunin árið 2003 fyrir stórmerkilega rannsókn á stokkandarstegg sem staðinn hafði verið að nauðga dauðum kynbræðrum sínum. Og meðal þeirra sem afhentu verðlaun voru fjórir raunverulegir Nóbelsverðlaunahafar. En þá er orðið tímabært að víkja að verðlaunahöfunum sjálfum, þetta árið. TJARA SÍGUR NIÐUR STROMP – SÍÐAN 1927 Í fyrsta sinn voru veitt Ignóbelsverðlaun í landbúnaðarsögu og þau fékk sagnfræðiprófessorinn James Watson við Massey-háskólann á Nýja Sjálandi fyrir ritgerð sem hann nefndi “Mikilvægi sprengi-buxna herra Richard Buckleys”. Undirtitill þessarar merku ritgerðar var: “Hugleiðingar um viðhorf til tæknibreytinga í mjólkurbúskap Nýja Sjálands milli heimsstyrjaldanna tveggja.” Því miður kann ég að sinni ekki frekari skil á hverjar voru þessar “sprengi-buxur herra Richards Buckleys” eða hvað þær sögðu um viðhorf til tæknibreytinga í mjólkurbúskap Nýja Sjálands milli heimsstyrjaldanna, en það hefur greinilega verið merkilegt úr því Watson var talinn verðugur Ignóbel-verðlaunanna. Hann tók sjálfur stoltur í bragði við verðlaunum sínum í nótt. Verðlaun í eðlisfræðum fengu tveir menn, prófessorar við háskólann í Queensland í Ástralíu, þeir John Mainstone og Thomas Parnell, og verðlaunin fengu þeir fyrir þrautseigju sína við að halda úti rannsókn sem hófst árið 1927 og felst í að fylgjast með storknaðri tjöru leka hægt, mjööög hægt, niður stromp. Niðurstöðurnar fram að þessu virðast gefa til kynna að einn dropi leki niður strompinn á um það bil níu árum en rannsókninni er hvergi nærri lokið. John Mainstone var mættur til Harvard til að taka við verðlaununum fyrir sína hönd en Parnell gat því miður ekki verið viðstaddur, enda er hann löngu dauður. GERVI-EISTU FYRIR HUNDA Verðlaunin í læknisfræði fékk uppfinningamaðurinn Gregg A. Miller frá Missouri í Bandaríkjunum fyrir að hafa fundið upp og þróað það sem heitir á ensku Neuticles – og mætti kannski þýða sem “geldeistu” á íslensku – en það eru gervieistu sem Miller hefur fundið upp fyrir hunda. Miller hafði lengi runnið til rifja hvað hundum sem væru geltir hlyti að líða illa með öngvan púng og eftir þrotlausar rannsóknir hefur hann nú hafið framleiðslu á þremur útgáfum, mismunandi að stærð, af þessum “geldeistum” sem hann fullyrðir að auki sjálfsvirðingu og sjálfstraust hundanna stórlega. Gregg Miller átti því miður ekki heimangengt vegna anna við rekstur fyrirtækis síns, sem nú þegar hefur selt “geldeistu” til hundrað þúsund hunda um víða veröld, en hann sendi hins vegar þakkir sínar á vídeó-spólu sem leikin var við verðlaunaafhendinguna. VEKJARAKLUKKAN Á FLÓTTA Verðlaunin í hagfræði fékk hálfþrítug stúlka frá Massachusetts en hún er útlærður hönnuður frá Tækniháskólanum í fylkinu og hefur vakið athygli fyrir ýmsan varning sem hún hefur verið að þróa að undanförnu. Hagfræðiverðlaunin fær hún fyrir að hafa fundið upp vekjaraklukku sem leggur á flótta og felur sig um leið og hún hringir, en með þessu móti neyðist fólk til að fara fram úr og slökkva á henni. Þannig sparar hún fyrirtækjum mikið fé í vinnustundum sem ella myndu glatast hjá fólki sem sefur yfir sig. Verðlaunin í efnafræði fengu tveir prófessorar við háskólann í Minnesóta í Bandaríkjunum fyrir að hafa hrint af stað nákvæmri rannsókn til að skera í eitt skipti fyrir öll úr um það mikla deilumál hvort fólk syndir hraðar í sýrópi eða vatni. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímariti bandarískra efnaverkfræðinga á síðasta ári en því miður hefur mér ekki tekist að komast að því hvað svarið er. En mun láta ykkur vita undireins og ég get grafið það upp. LYKT AF 131 TEGUND AF STRESSUÐUM FROSKUM Félagarnir og prófessorarnir sem heita Edward Cussler og Brian Gettelfinger mættu báðir til verðlaunaafhendingarinnar. Fimm menn fengu Ignóbelverðlaun í líffræði – allt sprenglærðir menn sem starfa fyrir og á vegum fjölda háskóla í mörgum löndum, en þeir heita Benjamin Smith, Craig Williams, Michael Tyler, Brian Williams og Yoji Hayasaka. Verðlaunin fengu þeir fyrir að hafa af stakri þolinmæði og samviskusemi þefað að og skráð lyktina af 131 mismunandi tegundum af froskum þegar froskarnir voru undir álagi. Ritgerð um rannsóknir þeirra birtist í virðulegu vísindariti um efnavistfræði fyrir tveimur árum síðan. Aðeins tveir af froskaþefurunum sá sér fært að mæta en þeir lýstu mikilli ánægju með verðlaunin. Ignóbelverðlaun í næringarfræði fékk að þessu sinni Yoshiro Nakamats sem búsettur er í Tokíó í Japan en hann hefur unnið sér það til frægðar og verðlauna að hafa ljósmyndað og efnagreint nákvæmlega hvern einasta málsverð sem hann hefur lagt sér til munns síðustu 34 árin. Doktor Nakamats mætti til verðlaunaafhendingarinnar og að sjálfsögðu tók hann myndir af og efnagreindi allt það sem hann fékk sér í veislunni sem haldin var fyrir verðlaunahafa – því verkefni hans stendur enn. ÞEGAR MÖRGÆSIR KÚKA Þá voru verðlaun að þessu sinni veitt í flokknum vökvaaflfræði og þau komu í hlut tveggja fræðimanna, þeirra Victors Benno Meyer-Rochows sem starfar bæði við Alþjóðaháskólann í Bremen í Þýskalandi og við háskólann í Oulu í Finnlandi, og svo Jozsef Gal sem vinnur hjá Lorand Eotvos-háskólanum í Ungverjalandi. Þeir félagar höfðu með aðferðum eðlisfræðinnar og sömuleiðis rannsóknum á vettvangi mælt nákvæmlega þann þrýsting sem hleðst upp neðarlega í líkama mörgæsar áður en hún kúkar. Niðurstöður þeirra birtust í vísindaritinu Heimskautalíffæði árið 2003. Þeir Meyer-Rochows og Jozsef Gal fengu af einhverjum ástæðum ekki vegabréfsáritun til þess að ferðast til Bandaríkjunum – kannski bandarísk yfirvöld hafi í vísdómi sínum talið að þeir hafi ætlað að nota niðurstöður sínar til að búa til sprengjur úr mörgæsum og nota í óaflátanlegu stríði hryðjuverkmanna, kommúnista og Evrópubúa gegn Bandaríkjunum. Þá eru ótalin tvenn verðlaun sem veitt voru í nótt, annars vegar í bókmenntum og hins vegar friðarverðlaunin. NÍGERÍSKIR SVINDLARAR FÁ BÓKMENNTAVERÐLAUN Enginn mætti til þess að taka við bókmenntaverðlaununum en þau fengu internet-braskarnir frá Nígeríu sem undanfarin ár hafa dúkkað upp í tölvum flestra jarðarbúa sem á annað borð eru nettengdir, en í niðurstöðu verðlaunanefndarinnar segir að þessir ónefndu net-braskarar fái verðlaun fyrir að skrifa og síðan dreifa með tölvupósti djarflega skrifuðum og hjartnæmum smásögum þar sem milljónir lesenda um víða veröld fá að kynnast fjölda litskrúðugra karaktera sem bjóða viðtakendum gull og græna skóga gegn því að fá uppgefin númer á bankareikningum viðkomandi, og kannski þarf líka lítilsháttar fjárhagsaðstoð. Meðal þeirra ógleymanlegu karaktera sem fjöldi manns hefur fengið að kynnast með þessum hætti eru til dæmis lögmaðurinn Jon A. Mbeki sem víða hefur dúkkað upp með háar fjárhæðir í boði, hershöfðinginn Saní Abatsja sem þarf bara að koma undan 30 milljónum punda sem hann átti frosna á bankareikningum í Nígeríu, og sú ógleymanlega ekkjufrú hans, frú Mariam Sanni Abacha, sem grátbiður fólk um að liðsinna sér við að koma milljónum 30 úr landi undan gráðugum krumlum stjórnvalda í Nígeríu. ENGISPRETTUR HORFA Á STAR WARS Friðarlaunin voru frekar óvænt, er óhætt að segja, en þau fengu Claire Rind og Peter Simmons sem bæði eru taugalíffræðingar og atferlisfræðingar við háskólann í Newcastle á Englandi og gerðu umfangsmikla tilraun þar þau mældu með rafsegulbylgjum starfsemina í heilafrumum engisprettu sem látin var horfa á sérvalin atriði af kvikmyndinni Star Wars. Ég veit ekki alveg hvernig þessar rannsóknir, svo merkilegar og vafalaust nauðsynlegar þau eru, eru taldar vera framlag til friðar í heiminum, nema það sé litið svo á að meðan þau Claire Rind og Peter Simmons voru að sýna engisprettunum Star Wars, þá gerðu þau þó ekkert annað af sér á meðan ...
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun