Þegar ballið er búið 20. október 2005 00:01 Efnahagsmál og verðbólga - Þorvaldur Gylfason Efnahagslífið hefur liðkazt til muna undangengin ár og lyfzt upp í áður óþekktar hæðir, og lífskjör fólks hafa batnað fyrir vikið. Svo er ekki sízt fyrir að þakka aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hún var lögfest með naumum meiri hluta á Alþingi 1994. Það er vert að rifja það upp, að aðeins 33 þingmenn af 63 greiddu samningnum atkvæði sitt. Hinir 30 voru ýmist á móti samningnum eða sátu hjá. Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi andvígur EES-samningnum og hélt frekar fram óraunhæfum tillögum um tvíhliða samninga. Alþýðuflokkurinn sálugi taldi sig því nauðbeygðan að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1991 frekar en að veita Sjálfstæðisflokknum færi á að spilla EES-málinu í stjórnarandstöðu, kæmist hann í aðstöðu til þess – og það hefði hann trúlega getað gert vegna andstöðu nokkurra þingmanna Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins sáluga við EES-samninginn. Hví skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa fellt EES-samninginn? – hefði hann verið í stjórnarandstöðu. Fyrrverandi formaður flokksins hefur svarað þeirri spurningu sjálfur: ,,Ég gerði öll mál tortryggileg. ... Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu." Þessi tilvitnun er tekin upp orðrétt eftir honum úr bókinni Í hlutverki leiðtogans (2000). Hefði Sjálfstæðisflokknum verið full alvara með samþykkt EES-samningsins 1994 og þeirri frívæðingu efnahagslífsins, sem af honum leiddi, hefði hann tekið forustu um næsta skref – þ.e. að beita sér fyrir umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert, einn stórra borgaraflokka í Evrópu. Hann hefur þvert á móti kosið að halla sér á sveif með innhverfum íhaldsöflum frekar en að slást í för með frjálslyndum öflum með víða útsýn til umheimsins. Kjarabót undanfarinna ára er minni en margur hyggur, eins og t.a.m. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefur komið auga á. Þrátt fyrir langa uppsveiflu er landsframleiðsla á hverja vinnustund hér heima enn fyrir neðan meðallag iðnríkjanna. Það stafar af ýmislegri óhagkvæmni, sem frívæðing efnahagslífsins hefur ekki náð að uppræta. Íslendingar þurfa því enn að leggja meira á sig – meiri vinnu, meira skuldabasl – en nálægar þjóðir til að ná endum saman. Kjarabótin að undan-förnu hefur öðrum þræði verið knúin áfram með erlendu lánsfé. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru nálægt 60% af landsframleiðslu allan níunda áratuginn og langt fram eftir hinum tíunda, en síðan ruku skuldirnar upp í hæstu hæðir og námu nú um mitt þetta ár 225% af landsframleiðslunni. Það verður ekki séð, að trygg eignamyndun hafi átt sér stað á móti allri þessari skuldasöfnun, enda hefur hluta lánsfjárins verið varið til einkaneyzlu og fjárfestingar, sem óvíst er um, hversu vel muni reynast, þegar til kastanna kemur. Það á eftir að koma ljós. Það er ekki prívatmál einkageirans, hversu miklar skuldir hann hefur steypt sér í erlendis. Ef þungi skuldabyrðarinnar lækkar gengi krónunnar, svo sem við má búast innan tíðar, þá mun skuldabyrðin þyngjast enn frekar og skatttekjur ríkisins munu þá trúlega dragast saman. Ríkið þarf þá að jafna metin með nýjum álögum, einnig á þá, sem ekki hafa lifað um efni fram. Einkaskuldir geta komið þjóðarbúskapnum í koll ekki síður en ríkisskuldir, því að einkageirinn er ekki óskeikull frekar en ríkið. Við þessari hættu hefur ríkisstjórnin aldrei varað, svo að eftir væri tekið. Hún hefur þvert á móti gert lítið úr áhyggjum manna af síauknum skuldum og baðað sig í skærum ljóma lífskjarabótanna – allt á raðgreiðslum. Aðhaldið í fjármálum ríkisins hefur verið of lítið, enda hefur ríkisgeirinn bólgnað út undangengin ár. Skattheimta ríkis og byggða jókst úr 41% af landsframleiðslu 1991 í 48% 2004. Skattheimta ríkisins fyrir sitt leyti jókst á sama tíma úr 33% af landsframleiðslu í 36%. Seðlabankanum hefur mistekizt að halda verðbólgunni varanlega innan tilskilinna þolmarka. Seðlabankanum var veitt aukið sjálfstæði að nafninu til með nýjum lögum 2001 að erlendri fyrirmynd, en það var blöff, og það sést á því, að stjórnmálastéttin heldur áfram að gæða sér á bankastjórastöðunum eins og ekkert hafi breytzt. Skrípaleikurinn heldur áfram. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Efnahagsmál og verðbólga - Þorvaldur Gylfason Efnahagslífið hefur liðkazt til muna undangengin ár og lyfzt upp í áður óþekktar hæðir, og lífskjör fólks hafa batnað fyrir vikið. Svo er ekki sízt fyrir að þakka aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hún var lögfest með naumum meiri hluta á Alþingi 1994. Það er vert að rifja það upp, að aðeins 33 þingmenn af 63 greiddu samningnum atkvæði sitt. Hinir 30 voru ýmist á móti samningnum eða sátu hjá. Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi andvígur EES-samningnum og hélt frekar fram óraunhæfum tillögum um tvíhliða samninga. Alþýðuflokkurinn sálugi taldi sig því nauðbeygðan að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1991 frekar en að veita Sjálfstæðisflokknum færi á að spilla EES-málinu í stjórnarandstöðu, kæmist hann í aðstöðu til þess – og það hefði hann trúlega getað gert vegna andstöðu nokkurra þingmanna Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins sáluga við EES-samninginn. Hví skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa fellt EES-samninginn? – hefði hann verið í stjórnarandstöðu. Fyrrverandi formaður flokksins hefur svarað þeirri spurningu sjálfur: ,,Ég gerði öll mál tortryggileg. ... Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu." Þessi tilvitnun er tekin upp orðrétt eftir honum úr bókinni Í hlutverki leiðtogans (2000). Hefði Sjálfstæðisflokknum verið full alvara með samþykkt EES-samningsins 1994 og þeirri frívæðingu efnahagslífsins, sem af honum leiddi, hefði hann tekið forustu um næsta skref – þ.e. að beita sér fyrir umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert, einn stórra borgaraflokka í Evrópu. Hann hefur þvert á móti kosið að halla sér á sveif með innhverfum íhaldsöflum frekar en að slást í för með frjálslyndum öflum með víða útsýn til umheimsins. Kjarabót undanfarinna ára er minni en margur hyggur, eins og t.a.m. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefur komið auga á. Þrátt fyrir langa uppsveiflu er landsframleiðsla á hverja vinnustund hér heima enn fyrir neðan meðallag iðnríkjanna. Það stafar af ýmislegri óhagkvæmni, sem frívæðing efnahagslífsins hefur ekki náð að uppræta. Íslendingar þurfa því enn að leggja meira á sig – meiri vinnu, meira skuldabasl – en nálægar þjóðir til að ná endum saman. Kjarabótin að undan-förnu hefur öðrum þræði verið knúin áfram með erlendu lánsfé. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru nálægt 60% af landsframleiðslu allan níunda áratuginn og langt fram eftir hinum tíunda, en síðan ruku skuldirnar upp í hæstu hæðir og námu nú um mitt þetta ár 225% af landsframleiðslunni. Það verður ekki séð, að trygg eignamyndun hafi átt sér stað á móti allri þessari skuldasöfnun, enda hefur hluta lánsfjárins verið varið til einkaneyzlu og fjárfestingar, sem óvíst er um, hversu vel muni reynast, þegar til kastanna kemur. Það á eftir að koma ljós. Það er ekki prívatmál einkageirans, hversu miklar skuldir hann hefur steypt sér í erlendis. Ef þungi skuldabyrðarinnar lækkar gengi krónunnar, svo sem við má búast innan tíðar, þá mun skuldabyrðin þyngjast enn frekar og skatttekjur ríkisins munu þá trúlega dragast saman. Ríkið þarf þá að jafna metin með nýjum álögum, einnig á þá, sem ekki hafa lifað um efni fram. Einkaskuldir geta komið þjóðarbúskapnum í koll ekki síður en ríkisskuldir, því að einkageirinn er ekki óskeikull frekar en ríkið. Við þessari hættu hefur ríkisstjórnin aldrei varað, svo að eftir væri tekið. Hún hefur þvert á móti gert lítið úr áhyggjum manna af síauknum skuldum og baðað sig í skærum ljóma lífskjarabótanna – allt á raðgreiðslum. Aðhaldið í fjármálum ríkisins hefur verið of lítið, enda hefur ríkisgeirinn bólgnað út undangengin ár. Skattheimta ríkis og byggða jókst úr 41% af landsframleiðslu 1991 í 48% 2004. Skattheimta ríkisins fyrir sitt leyti jókst á sama tíma úr 33% af landsframleiðslu í 36%. Seðlabankanum hefur mistekizt að halda verðbólgunni varanlega innan tilskilinna þolmarka. Seðlabankanum var veitt aukið sjálfstæði að nafninu til með nýjum lögum 2001 að erlendri fyrirmynd, en það var blöff, og það sést á því, að stjórnmálastéttin heldur áfram að gæða sér á bankastjórastöðunum eins og ekkert hafi breytzt. Skrípaleikurinn heldur áfram. Meira næst.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun