Leyniþjónusta Styrmis 26. nóvember 2005 14:27 Hann er stundum einkennilegur stíllinn sem Styrmir Gunnarsson hefur. Hann mótmælir þeim orðum forseta Íslands að Staksteinar séu nafnlaus dálkur. Það eru þeir ekki, segir hann, vegna þess að þeir eru á ábyrgð ritstjórnar. Einmitt. En hafa ekki öll blöð á Íslandi ábyrgðarmenn, stendur ekki í lögum að svo eigi að vera? Þannig eru líklega ekki til neinir nafnlausir dálkar í blöðunum – ef marka má Styrmi. --- --- --- Og Styrmir er alltaf að gefa skilaboð um svo margt sem hann veit – en segir þó ekki frá. Tónninn er á þessa leið: Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi. Og þó, kannski segi ég frá ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni. Svo mjatlar Styrmir einhverju smátt og smátt út, en vegna þess að leynipukrið er svo mikið verður það óskiljanlegt fyrir almenna lesendur blaðsins. En það skiptir kannski ekki máli Ritstjórinn er bara að senda örfáum mönnum skilaboð – láta þá vita að hann viti. Þannig er það til dæmis með skrif í Staksteinum undanfarið um Ólaf Ragnar Grímsson og för hans til Mónakó. Styrmir spyr hvort hann ætti ekki heldur að fara til Tortillaeyja í Karíbahafi? Ha? Hvað er hér á seyði? Hvað veit Styrmir nú sem við hin vitum ekki? Á Ólafur Ragnar einhver ítök á þessum fjarlægu eyjum? Eða kannski Dorrit? Eða er verið að ýja að því að forsetinn sé í vondum félagsskap einhverra sem halda þarna til? Af hverju er ekki skýrt frá þessu í fréttum Morgunblaðsins – eða er það einkamál leyniþjónustunnar sem Styrmir virðist reka til hliðar við sitt fasta djobb? --- --- --- Og má þá ekki eins spyrja, með sama hætti og Styrmir – án þess að gefa of mikið upp – hvort ekki sé slæmt að vera í slagtogi við þá sem hafa sitt dót á Kýpur? --- --- --- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kallar þá presta sem eru ófúsir til að gefa saman samkynhneigð pör afturhaldsseggi á heimasíðu sinni. Nú ættu menn ættu aðeins hægja á sér. Ég er kominn af kristnu fólki, leyfi mér að kalla það gott fólk og guðrækið. Yfirleitt er það líka umburðarlynt í skoðunum. Dæmir helst ekki aðra. En ég veit að sumt af því mundi eiga mjög erfitt með að sætta sig við að samkynhneigðir giftist í kirkjum. Þetta er ekki vegna afturhalds, heldur aðallega sökum þess að viðhorfin til þess sem þykir gott og gilt hafa breyst með ógnarhraða. Sá sem hefði talað um kirkjubrúðkaup samkynhneigðra fyrir þrjátíu árum hefði verið álitinn ruglaður. Guðrún Ögmundsdóttir, flokkssystir Ástu, leggur til að hjónabandið verði skilgreint upp á nýtt sem samband tveggja einstaklinga en ekki bara karls og konu. En af hverju bara tveggja? Hvers á fjölkvænisfólk að gjalda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Hann er stundum einkennilegur stíllinn sem Styrmir Gunnarsson hefur. Hann mótmælir þeim orðum forseta Íslands að Staksteinar séu nafnlaus dálkur. Það eru þeir ekki, segir hann, vegna þess að þeir eru á ábyrgð ritstjórnar. Einmitt. En hafa ekki öll blöð á Íslandi ábyrgðarmenn, stendur ekki í lögum að svo eigi að vera? Þannig eru líklega ekki til neinir nafnlausir dálkar í blöðunum – ef marka má Styrmi. --- --- --- Og Styrmir er alltaf að gefa skilaboð um svo margt sem hann veit – en segir þó ekki frá. Tónninn er á þessa leið: Ég veit margt merkilegt sem aðrir vita ekki, en ég kýs að láta það ekki uppi. Og þó, kannski segi ég frá ef ég fæ nógu margar áskoranir. En samt ekki. Nema ef ég neyðist til þess. Þá gæti verið að ég leysti frá skjóðunni. Svo mjatlar Styrmir einhverju smátt og smátt út, en vegna þess að leynipukrið er svo mikið verður það óskiljanlegt fyrir almenna lesendur blaðsins. En það skiptir kannski ekki máli Ritstjórinn er bara að senda örfáum mönnum skilaboð – láta þá vita að hann viti. Þannig er það til dæmis með skrif í Staksteinum undanfarið um Ólaf Ragnar Grímsson og för hans til Mónakó. Styrmir spyr hvort hann ætti ekki heldur að fara til Tortillaeyja í Karíbahafi? Ha? Hvað er hér á seyði? Hvað veit Styrmir nú sem við hin vitum ekki? Á Ólafur Ragnar einhver ítök á þessum fjarlægu eyjum? Eða kannski Dorrit? Eða er verið að ýja að því að forsetinn sé í vondum félagsskap einhverra sem halda þarna til? Af hverju er ekki skýrt frá þessu í fréttum Morgunblaðsins – eða er það einkamál leyniþjónustunnar sem Styrmir virðist reka til hliðar við sitt fasta djobb? --- --- --- Og má þá ekki eins spyrja, með sama hætti og Styrmir – án þess að gefa of mikið upp – hvort ekki sé slæmt að vera í slagtogi við þá sem hafa sitt dót á Kýpur? --- --- --- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kallar þá presta sem eru ófúsir til að gefa saman samkynhneigð pör afturhaldsseggi á heimasíðu sinni. Nú ættu menn ættu aðeins hægja á sér. Ég er kominn af kristnu fólki, leyfi mér að kalla það gott fólk og guðrækið. Yfirleitt er það líka umburðarlynt í skoðunum. Dæmir helst ekki aðra. En ég veit að sumt af því mundi eiga mjög erfitt með að sætta sig við að samkynhneigðir giftist í kirkjum. Þetta er ekki vegna afturhalds, heldur aðallega sökum þess að viðhorfin til þess sem þykir gott og gilt hafa breyst með ógnarhraða. Sá sem hefði talað um kirkjubrúðkaup samkynhneigðra fyrir þrjátíu árum hefði verið álitinn ruglaður. Guðrún Ögmundsdóttir, flokkssystir Ástu, leggur til að hjónabandið verði skilgreint upp á nýtt sem samband tveggja einstaklinga en ekki bara karls og konu. En af hverju bara tveggja? Hvers á fjölkvænisfólk að gjalda?