Magnús Lárusson vann Einvígið

Magnús Lárusson úr golfklúbbnum Kili sigraði í Einvíginu á Nesvelli annað árið í röð í gær þar sem tíu bestu kylfingar landssins öttu kappi í árlegu góðgerðarmóti. Magnús vann félaga sinn Sigurpál Geir Sveinsson úr Kili á síðustu holu. Íslandsmeistarinn , Heiðar Davíð Bragason , sem einnig er úr Kili féll úr leik á holunni á undan. 250.000 krónur runnu að þessu sinni til Barnaspítala Hringsins.