Boiling Point: Road To Hell 2. ágúst 2005 00:01 Það eru ekki margir leikir sem blanda saman fyrsta persónu skotleik við hlutverka leiki, en Boiling Point: Road to Hell nær þeim leikjaranda ansi vel. Þegar ég las fyrst um leikinn þá fékk ég dágóðann áhuga á honum, og varð ekki fyrir vonbrigðum með hugmyndina. Hinnsvegar eru villurnar of margar í honum fyrir minn smekk, og verð ég að segja að partur af leiknum hverfur úr sviðsljósinu útaf þessum villum. Umgjörð Í leiknum ertu Saul Meyers, Franskur 'legionnaire' útataður í heiðursorðum og þvíumlíkt. Þú ert nýkominn til Realia, sem á að vera staðsett eitthverstaðar í Suður Ameríku. Vopnaður myndavél og handbyssu, ferðastu endilangt um landið í leit af dóttur þinni, sem hvarf við vinnu sína sem blaðakona. Landið Realia er hið típíska bananalýðveldi, þar sem peningarnir tala sannleikann og flest allir eru spilltir. Upplýsingar kosta fúlgur og þarftu þess vegna að vinna fyrir þér sem nokkurskonar málaliði fyrir hina og þessa hópa í landinu, svo sem Lögregluna, Mafíuna eða Leyniþjónustu Bandaríkjanna, svo ég nefni nokkur. Spilun Leikurinn er samblanda af Fyrsta Persónu Skotleik og Þriðja Persónu Ævintýraleik. Í leiknum færðu að skoða þig um 450 ferkílómetra svæðið sem Realia er byggt á, og lent í ýmiskonar ævintýrum. Eftir því sem þú spilar lengur, þróarðu hæfileika þína til að meðhöndla annarskonar skotvopn og farartæki. Einnig geturðu þróað styrkleik þinn með því að hlaupa reglulega, en hinsvegar geturðu gert þig veikari með því að byrja drekka áfengi. Já, þú getur orðið fullur í leiknum. Ég veit ekki hvað þetta kemur akkúrat leiknum við, en það er hægt og eru niðurstöðurnar oft skemmtilegar þegar maður er byrjaður að hreyfa sig af einhverju viti. Maður þarf þó að passa sig á því, því þú getur orðið háður alkahólinu og orðið að byssuóðum róna.. í leiknum. Eins góð hugmynd og þessi leikur er byggður á, þá er hugmyndin ekki nógu vel framkvæmd. Leikurinn er fullur af villum og mætti best lýsa leiknum sem Beta útgáfu. Grafík og hljóð Þú þarft dágóða vél til að njóta útsýnisins til fullnustu, en eikurinn getur litið alveg æðislega út. Jörðin, eins stór og hún er, lítur virkilega vel út ásamt trjánum og gróðrinum. Hinsvegar er ekki hægt að segja það sama um restina af útlitinu, svo sem menn og farartæki. Af hljóði er nóg til af, og þá sérstaklega af samræðum sem þú getur haft við hina og þessa innan leiksins, en gæðin eru ekki alveg upp á sitt besta. Niðurstaða Ef þú tekur Grand Theft Auto og Far Cry og slettir smá af Morrowind út í, hrærir svo saman og bakar, þá ertu nokkurn veginn kominn með hugmyndina af Boiling Point. Hinsvegar, ef þú tekur gripinn úr ofninum of fljótt færðu leikinn sem Atari ákvað að gefa út. Boiling Point: Road to Hell nær að halda spilandanum við leikinn, þrátt fyrir alla gallana sem í honum eru, og að það vanti einhverskonar fjölspilun í hann. Góð hugmynd en ekki nógu vel framkvæmd, því miður. Framtíð Þess má geta að Deep Shadows, framleiðendurnir, eru nú að vinna að plástur fyrir leikinn, V2.0. Í honum munu þeir laga heilmarga hluti sem eru að leiknum, og koma hann kannski í það ástand sem hann hefði átt að vera, þegar hann var gefinn út. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Deep Shadows Útgefandi: Atari Heimasíða: http://www.atari.com/boilingpoint/ Franz Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það eru ekki margir leikir sem blanda saman fyrsta persónu skotleik við hlutverka leiki, en Boiling Point: Road to Hell nær þeim leikjaranda ansi vel. Þegar ég las fyrst um leikinn þá fékk ég dágóðann áhuga á honum, og varð ekki fyrir vonbrigðum með hugmyndina. Hinnsvegar eru villurnar of margar í honum fyrir minn smekk, og verð ég að segja að partur af leiknum hverfur úr sviðsljósinu útaf þessum villum. Umgjörð Í leiknum ertu Saul Meyers, Franskur 'legionnaire' útataður í heiðursorðum og þvíumlíkt. Þú ert nýkominn til Realia, sem á að vera staðsett eitthverstaðar í Suður Ameríku. Vopnaður myndavél og handbyssu, ferðastu endilangt um landið í leit af dóttur þinni, sem hvarf við vinnu sína sem blaðakona. Landið Realia er hið típíska bananalýðveldi, þar sem peningarnir tala sannleikann og flest allir eru spilltir. Upplýsingar kosta fúlgur og þarftu þess vegna að vinna fyrir þér sem nokkurskonar málaliði fyrir hina og þessa hópa í landinu, svo sem Lögregluna, Mafíuna eða Leyniþjónustu Bandaríkjanna, svo ég nefni nokkur. Spilun Leikurinn er samblanda af Fyrsta Persónu Skotleik og Þriðja Persónu Ævintýraleik. Í leiknum færðu að skoða þig um 450 ferkílómetra svæðið sem Realia er byggt á, og lent í ýmiskonar ævintýrum. Eftir því sem þú spilar lengur, þróarðu hæfileika þína til að meðhöndla annarskonar skotvopn og farartæki. Einnig geturðu þróað styrkleik þinn með því að hlaupa reglulega, en hinsvegar geturðu gert þig veikari með því að byrja drekka áfengi. Já, þú getur orðið fullur í leiknum. Ég veit ekki hvað þetta kemur akkúrat leiknum við, en það er hægt og eru niðurstöðurnar oft skemmtilegar þegar maður er byrjaður að hreyfa sig af einhverju viti. Maður þarf þó að passa sig á því, því þú getur orðið háður alkahólinu og orðið að byssuóðum róna.. í leiknum. Eins góð hugmynd og þessi leikur er byggður á, þá er hugmyndin ekki nógu vel framkvæmd. Leikurinn er fullur af villum og mætti best lýsa leiknum sem Beta útgáfu. Grafík og hljóð Þú þarft dágóða vél til að njóta útsýnisins til fullnustu, en eikurinn getur litið alveg æðislega út. Jörðin, eins stór og hún er, lítur virkilega vel út ásamt trjánum og gróðrinum. Hinsvegar er ekki hægt að segja það sama um restina af útlitinu, svo sem menn og farartæki. Af hljóði er nóg til af, og þá sérstaklega af samræðum sem þú getur haft við hina og þessa innan leiksins, en gæðin eru ekki alveg upp á sitt besta. Niðurstaða Ef þú tekur Grand Theft Auto og Far Cry og slettir smá af Morrowind út í, hrærir svo saman og bakar, þá ertu nokkurn veginn kominn með hugmyndina af Boiling Point. Hinsvegar, ef þú tekur gripinn úr ofninum of fljótt færðu leikinn sem Atari ákvað að gefa út. Boiling Point: Road to Hell nær að halda spilandanum við leikinn, þrátt fyrir alla gallana sem í honum eru, og að það vanti einhverskonar fjölspilun í hann. Góð hugmynd en ekki nógu vel framkvæmd, því miður. Framtíð Þess má geta að Deep Shadows, framleiðendurnir, eru nú að vinna að plástur fyrir leikinn, V2.0. Í honum munu þeir laga heilmarga hluti sem eru að leiknum, og koma hann kannski í það ástand sem hann hefði átt að vera, þegar hann var gefinn út. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Deep Shadows Útgefandi: Atari Heimasíða: http://www.atari.com/boilingpoint/
Franz Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira