Alþjóðahúsið vinnur þarft verk 24. mars 2005 00:01 Erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru um 3,5% af íbúum landsins. Þetta getur ekki talist hátt hlutfall, að minnsta kosti ekki í samanburði við nágrannalöndin, en virðist samt nægja til að skapa samskiptavandamál innanlands. Margt bendir því miður til þess að þau vandamál séu fremur sprottin af fordómum og vanþekkingu okkar Íslendinga en að um raunveruleg vandkvæði sé að ræða við aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Viðleitni Alþjóðahússins til að vinna gegn þessu og glæða skilning á málefnum útlendinga á Íslandi verðskuldar stuðning. Á fræðslufundi sem Alþjóðahúsið efndi til á mánudaginn í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum kom fram að svokallaðir duldir fordómar eru algengastir. Bendir margt til þess að á undanförnum árum hafi þeir fremur aukist hér á landi en hitt. Beinast þeir meira gagnvart fólki sem ber með sér útlitslega að vera af erlendum uppruna. Finni fólk frá Asíu þannig meira fyrir þeim en innflytjendur frá Evrópulöndum. Er þar þó aðeins um að ræða lítinn minnihluta útlendinga hér á landi því 70% erlendra ríkisborgara hér eru af evrópskum uppruna og 20% frá Asíu. Alþjóðahúsið hefur haldið skynsamlega á útlendingamálunum. Það hefur einbeitt sér að fræðslustarfi og leiðbeiningum, jafnt meðal innflytjenda sem til opinberra stofnana, samtaka og fyrirtækja. Besta leiðin til að vinna gegn fordómum er aukin þekking og skilningur. Eitt af því sem útlendingum er gjarnan fundið til foráttu jafnt hér á landi sem erlendis er að þeir séu byrði á félagsmálakerfinu. Alþjóðahúsið hefur dregið fram athyglisverðar tölur sem hrekja þessa algengu fullyrðingu. Gögnin sýna að 80% erlendra ríkisborgara á Íslandi á aldrinum 19 til 66 ára eru virkir á vinnumarkaði. Samsvarandi tala fyrir íslenska ríkisborgara er 60%. Og í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að stór hluti þessara útlendinga hefur tekið að sér að sinna því vanþakkláta verkefni að annast þjónustu- og umönnunarstörf sem Íslendingar leiða hjá sér en eru nauðsynleg fyrir eðlilegt gangverk þjóðfélagsins. Fordómar gegn útlendingum voru að ýmsu leyti skiljanlegir meðan Ísland var einangrað land og landsmenn þekktu ekki siði, hætti og trúarbrögð erlendra þjóða. Menn óttast það sem þeir þekkja ekki og skilja ekki. En nú á dögum almennrar upplýsingar og menntunar er engin afsökun til fyrir hleypidómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Hjörtu mannanna slá eins í Súdan og á Grímsnesinu. Við eigum að taka fagnandi á móti erlendu fólki sem vill setjast hér að og laga sig að siðum okkar, tungu og menningu um leið og það miðlar okkur af eigin siðum og menningararfi og auðgar þannig samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru um 3,5% af íbúum landsins. Þetta getur ekki talist hátt hlutfall, að minnsta kosti ekki í samanburði við nágrannalöndin, en virðist samt nægja til að skapa samskiptavandamál innanlands. Margt bendir því miður til þess að þau vandamál séu fremur sprottin af fordómum og vanþekkingu okkar Íslendinga en að um raunveruleg vandkvæði sé að ræða við aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Viðleitni Alþjóðahússins til að vinna gegn þessu og glæða skilning á málefnum útlendinga á Íslandi verðskuldar stuðning. Á fræðslufundi sem Alþjóðahúsið efndi til á mánudaginn í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum kom fram að svokallaðir duldir fordómar eru algengastir. Bendir margt til þess að á undanförnum árum hafi þeir fremur aukist hér á landi en hitt. Beinast þeir meira gagnvart fólki sem ber með sér útlitslega að vera af erlendum uppruna. Finni fólk frá Asíu þannig meira fyrir þeim en innflytjendur frá Evrópulöndum. Er þar þó aðeins um að ræða lítinn minnihluta útlendinga hér á landi því 70% erlendra ríkisborgara hér eru af evrópskum uppruna og 20% frá Asíu. Alþjóðahúsið hefur haldið skynsamlega á útlendingamálunum. Það hefur einbeitt sér að fræðslustarfi og leiðbeiningum, jafnt meðal innflytjenda sem til opinberra stofnana, samtaka og fyrirtækja. Besta leiðin til að vinna gegn fordómum er aukin þekking og skilningur. Eitt af því sem útlendingum er gjarnan fundið til foráttu jafnt hér á landi sem erlendis er að þeir séu byrði á félagsmálakerfinu. Alþjóðahúsið hefur dregið fram athyglisverðar tölur sem hrekja þessa algengu fullyrðingu. Gögnin sýna að 80% erlendra ríkisborgara á Íslandi á aldrinum 19 til 66 ára eru virkir á vinnumarkaði. Samsvarandi tala fyrir íslenska ríkisborgara er 60%. Og í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að stór hluti þessara útlendinga hefur tekið að sér að sinna því vanþakkláta verkefni að annast þjónustu- og umönnunarstörf sem Íslendingar leiða hjá sér en eru nauðsynleg fyrir eðlilegt gangverk þjóðfélagsins. Fordómar gegn útlendingum voru að ýmsu leyti skiljanlegir meðan Ísland var einangrað land og landsmenn þekktu ekki siði, hætti og trúarbrögð erlendra þjóða. Menn óttast það sem þeir þekkja ekki og skilja ekki. En nú á dögum almennrar upplýsingar og menntunar er engin afsökun til fyrir hleypidómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Hjörtu mannanna slá eins í Súdan og á Grímsnesinu. Við eigum að taka fagnandi á móti erlendu fólki sem vill setjast hér að og laga sig að siðum okkar, tungu og menningu um leið og það miðlar okkur af eigin siðum og menningararfi og auðgar þannig samfélagið.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun