Viðskipti innlent

Efnahagslífið ekki að ofhitna

Í nýrri skýrslu OECD er staðhæft að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna og til að mynda hafi verðbólga farið yfir ytri mörk Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Fjármálaráðuneytið segir í vefriti sínu rétt að uppgangur einkenni íslenskt atvinnulíf og hagvöxtur sé með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum. Þá hafi atvinnuleysi einnig minnkað og sé nú mjög lítið. Þrátt fyrir það séu engin bein merki um ofhitnun. Ráðuneytið segir OECD ofmeta hagsveifluvandann hérlendis og virðist hvorki reikna með auknum sveigjanleika né alþjóðavæðingu hagkerfisins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×