
Sport
Ólöf María úr leik á Spáni

Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Ólöf María lék á þremur höggum yfir pari í gær og var samtals á sjö höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Heiðar Davíð Bragason, GKJ, lék á tveimur höggum yfir pari á Opna áhugamannamótinu á Englandi og var samtals á 74 höggum. Birgir Vigfússon, GR, lék á 78 höggum og Stefán Orri Ólafsson úr Leyni var á 83 höggum.