Eurovision 2005 - Dagur 4 - Frábær blaðamannafundur Pjetur Sigurðsson skrifar 14. maí 2005 00:01 Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það. Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það.
Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira