Splinter Cell: Chaos Theory 27. maí 2005 00:01 Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand. Sam flakkar heimshornanna á milli á höttunum eftir illvirkjunum sem eru að skapa stríðsástandið og hann er í raun eini aðilinn sem getur afstýrt yfirvofandi hernaðarástandi. Leikurinn er mjög þægilegur í spilun. Í fyrsta borðinu lærir spilarinn hæglega á búnaðinn og hreyfigetu Sam og fljótlega er ekkert til fyrirstöðu að dýfa sér inn í verkefnin af krafti. Framsetning leiksins er afburðargóð með þægilegu viðmóti sem skýrir atburði með fréttaskýringum og kynningu aðstæðna á undan hverju verkefni. Sam fær viðbótar upplýsingar úr samskiptastöð sinni og úr þeim tölvum sem hann hakkar á hverjum stað fyrir sig. Einnig er hægt að skoða kennslumyndbönd til að læra allt um spilun í Chaos Theory. Umhverfið í leiknum býr yfir mikilli dýpt og gefur spilurum tækifæri á að nálgast viðfangsefnin sín á mismunandi vegu. Einnig er umhverfið nokkuð gagnvirkt og getur Sam stjórnað atburðarrásinni, hvort hann læðupokast um eða stekkur inn í erfiðar aðstæður með byssuna á lofti. Oftast er hann þó borinn ofurliði ef hann ræðst beint til atlögu því gervigreindin í leiknum er sniðug og heldur spilaranum á tánum. Andstæðingar rannsaka grunsamleg ummerki Sams í þeirra návist og eru óragir við að kalla á aðstoð og kveikja á viðvörunarbjöllum. Sam getur læðst upp að óvinum og tekið þá hálstaki með hníf að vopni og yfirheyrt. Einnig getur Sam notað óvin sem skjöld gegn öðrum andstæðingum í nágrenninu. Þegar Sam hefur notað óvinin þá ræður hann hvort hann roti andstæðinginn eða hreinlega skeri hann á háls. Búnaðurinn sem Sam ber er ansi fullkominn og samanstendur af búningnum sjálfum sem skynjar hljóðstyrk og feluprósentu Sam. Gleraugun hans er kíkir sem getur hakkað inn í tölvubúnað frá talsverðri fjarlægð. Einnig geta gleraugun séð í myrkri, skynjað hita og rafmagnflæði. Sam er með hníf að vopni sem gagnast vel fyrir hljóðlausar árásir. Einnig ber Sam skammbyssu með hljóðdeyfi og riffil sem hægt er að bæta á haglabyssu, leyniskyttu og vörpubúnaði. Sam hefur einnig fjarstýrðar myndavélar sem geta gefið frá sér hljóð og blásið gasi, reyk og lömunarsprengjur ásamt handsprengjum. Hljóðvinnslan er vel unnin og tónlistin skapar stemmingu og magnast hún eftir hættustigum í leiknum. Grafíkin í leiknum er alveg stórkostleg þar sem raunveruleikinn er í fyrirrúmi og notkun lýsingar skapar einstakt andrúmsloft. Spilunin er þrælskemtileg, full af lífi og eftirvæntingu. Allt í allt er þetta hörkuleikur sem á fullt erindi til allra sem hafa gaman af skotheltum spennuleikjum. Niðurstaða: Hörku læðupokaleikur með spennandi söguþræði. Stór og gangvirk borð uppfull af sniðugum andstæðingum og rafrænum hindrunum. Frábær grafík og hljóðvinnsla ásamt frábærri spilun gera leikinn að einum þeim besta sem ég hef spilað á Xbox. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Ubisoft Montreal Útgefandi: Ubisoft Heimasíða: http://www.splintercell3.com/us Franz Leikjavísir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tom Clancy hefur um árabil verið einn fremsti rithöfundur bóka sem tengjast hernaði og spennu. Bækur hans hafa verið yfirfærðar á kvikmyndaformið með góðum árangri en á undanförnum árum hefur Clancy unnið að gerð tölvuleikja með frábærum árangri og má þar helst nefna Splinter Cell og Rainbow Six seríurnar. Í Chaos Theory er Sam Fisher mættur aftur til leiks. Viðfangsefnið er rafrænn hernaður sem ýtir Kína, Japan, Norður Kóreu og Bandaríkjamönnum í stríðsástand. Sam flakkar heimshornanna á milli á höttunum eftir illvirkjunum sem eru að skapa stríðsástandið og hann er í raun eini aðilinn sem getur afstýrt yfirvofandi hernaðarástandi. Leikurinn er mjög þægilegur í spilun. Í fyrsta borðinu lærir spilarinn hæglega á búnaðinn og hreyfigetu Sam og fljótlega er ekkert til fyrirstöðu að dýfa sér inn í verkefnin af krafti. Framsetning leiksins er afburðargóð með þægilegu viðmóti sem skýrir atburði með fréttaskýringum og kynningu aðstæðna á undan hverju verkefni. Sam fær viðbótar upplýsingar úr samskiptastöð sinni og úr þeim tölvum sem hann hakkar á hverjum stað fyrir sig. Einnig er hægt að skoða kennslumyndbönd til að læra allt um spilun í Chaos Theory. Umhverfið í leiknum býr yfir mikilli dýpt og gefur spilurum tækifæri á að nálgast viðfangsefnin sín á mismunandi vegu. Einnig er umhverfið nokkuð gagnvirkt og getur Sam stjórnað atburðarrásinni, hvort hann læðupokast um eða stekkur inn í erfiðar aðstæður með byssuna á lofti. Oftast er hann þó borinn ofurliði ef hann ræðst beint til atlögu því gervigreindin í leiknum er sniðug og heldur spilaranum á tánum. Andstæðingar rannsaka grunsamleg ummerki Sams í þeirra návist og eru óragir við að kalla á aðstoð og kveikja á viðvörunarbjöllum. Sam getur læðst upp að óvinum og tekið þá hálstaki með hníf að vopni og yfirheyrt. Einnig getur Sam notað óvin sem skjöld gegn öðrum andstæðingum í nágrenninu. Þegar Sam hefur notað óvinin þá ræður hann hvort hann roti andstæðinginn eða hreinlega skeri hann á háls. Búnaðurinn sem Sam ber er ansi fullkominn og samanstendur af búningnum sjálfum sem skynjar hljóðstyrk og feluprósentu Sam. Gleraugun hans er kíkir sem getur hakkað inn í tölvubúnað frá talsverðri fjarlægð. Einnig geta gleraugun séð í myrkri, skynjað hita og rafmagnflæði. Sam er með hníf að vopni sem gagnast vel fyrir hljóðlausar árásir. Einnig ber Sam skammbyssu með hljóðdeyfi og riffil sem hægt er að bæta á haglabyssu, leyniskyttu og vörpubúnaði. Sam hefur einnig fjarstýrðar myndavélar sem geta gefið frá sér hljóð og blásið gasi, reyk og lömunarsprengjur ásamt handsprengjum. Hljóðvinnslan er vel unnin og tónlistin skapar stemmingu og magnast hún eftir hættustigum í leiknum. Grafíkin í leiknum er alveg stórkostleg þar sem raunveruleikinn er í fyrirrúmi og notkun lýsingar skapar einstakt andrúmsloft. Spilunin er þrælskemtileg, full af lífi og eftirvæntingu. Allt í allt er þetta hörkuleikur sem á fullt erindi til allra sem hafa gaman af skotheltum spennuleikjum. Niðurstaða: Hörku læðupokaleikur með spennandi söguþræði. Stór og gangvirk borð uppfull af sniðugum andstæðingum og rafrænum hindrunum. Frábær grafík og hljóðvinnsla ásamt frábærri spilun gera leikinn að einum þeim besta sem ég hef spilað á Xbox. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Ubisoft Montreal Útgefandi: Ubisoft Heimasíða: http://www.splintercell3.com/us
Franz Leikjavísir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira