Geist kemur loksins út á GameCube 18. júlí 2005 00:01 Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins, n-Space, loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikurinn fjallar um hermann sem er sendur til að grennslast fyrir um athafnir brjálaðs milljarðamærings sem hefur verið að stunda grunsamlegar rannsóknir. Það endar hinsvegar þannig að hann er handsamaður af milljarðamæringnum og sálin hans er rifin úr líkama hans. Þar sem hann er fastur í lausu formi, verður hann að taka sér bólfestu í furðulegustu hlutum, allt frá rottum til annarra hermanna, til að stöðva þær hræðilegu tilraunir sem eru í gangi á þessari stofnun. Geist lendir í hillunum 16 ágúst í Bandaríkjunum, og það verður því ekki löng bið þar til hann kemur í íslenskar verslanir. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins, n-Space, loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikurinn fjallar um hermann sem er sendur til að grennslast fyrir um athafnir brjálaðs milljarðamærings sem hefur verið að stunda grunsamlegar rannsóknir. Það endar hinsvegar þannig að hann er handsamaður af milljarðamæringnum og sálin hans er rifin úr líkama hans. Þar sem hann er fastur í lausu formi, verður hann að taka sér bólfestu í furðulegustu hlutum, allt frá rottum til annarra hermanna, til að stöðva þær hræðilegu tilraunir sem eru í gangi á þessari stofnun. Geist lendir í hillunum 16 ágúst í Bandaríkjunum, og það verður því ekki löng bið þar til hann kemur í íslenskar verslanir.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira