Sport

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina í umsjón UMSS. 180 keppendur er skráðir til leiks og koma þeir frá 16 félögum og héraðssamböndum, flestir keppendur eru frá ÍR eða 32, 19 frá FH, 18 frá UFA, 14 frá Breiðablik og 12 frá heimaliðinu UMSS. Keppnin er bæði einstakling- og stigakeppni milli félaga, en keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja (15-16 ára, 17-18 ára og 19-22 ára) og er keppt til stiga í hverjum aldursflokki beggja kynja og í heildarstigakeppni allra flokka. Keppni hefst á laugardag kl. 14:00 og stendur fram til kl. 18:25. Á sunnudaginn hefst keppni kl. 09:30 og er áætlað að mótinu ljúki kl. 14:40. Nánari upplýsingar um mótið er s.s. tímaseðil, keppendalista o.s.frv. er að finna í mótaforriti FRÍ á heimasíðu sambandsins, www.fri.is, þar sem úrslit verða sett inn um leið og þau liggja fyrir um helgina, bæði í einstaklingsgreinum og í stigakeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×